Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 54

Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 54
III. Ferðir erlendis 3.1 Skotland. I maí sl. fór markaðsfulltrúi að ósk þarlendra aðila til Skotlands. Tilgangur ferðarinnar var að halda fræðslufimdi i tengslum við nám- skeiðahald og funda með fulltrúum Islandshestasamtakanna þar. Undirrituð átti góðan fund með James Joicey þar sem farið var yfír ýmis kynningar- og markaðs- setningarverkefni sem gætu hentað Bretlandsmarkaðnum. Unnið hefur verið að undirbúningi farand- sýningar sem færi á helstu land- búnaðarsýningar í Bretlandi árið 2000, góður upplýsingabæklingur frá IPZV í Þýskalandi þýddur og fengið leyfí til notkunar á honum í enskumælandi löndum o.fl. Auk þess fundaði undirrituð sérstaklega með skoskum aðilum sem hafa áhuga á því að stofna skoska deild innan Bretlandssamtakanna. Slík deild hefur nú verið stofnuð og mun hún starfa sérstaklega að hagsmunum félaga á Skotlandi sem eru á margan hátt aðrir en t.d. í Suður-Englandi. Ferðin tókst vel og skilaði góðum árangri. Eins og fram kemur annars staðar í skýrslunni tel ég að í Bretlandi eigum við meiri möguleika en margir vilja trúa og aukning í útflutningi þangað eykur trú mína á því að við eigum að sinna þeim markaði vel. 3.2 Bandaríkin Nú fyrir skemmstu fór markaðs- fulltrúi í þriggja vikna ferð til Bandaríkjanna. Tilgangur ferðar- innar var tviþættur, annars vegar að safna upplýsingum um stöðu markaðarins fyrir íslenska hestinn í Bandaríkjunum og hins vegar að vinna að undirbúningi verkefnis sem F.hrb., í samvinnu við útflytjendur, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, ferðamála- selja þeim hross þegar þeir þess óska. Fé það er deildirnar lögðu í verkefnið er í vörslu banka hér á íslandi og því er auðveldlega hægt að greiða það til baka. Hluti félagsins er einnig varðveittur í banka hér, auk þess sem veitt hefur verið ein ábyrgð til skóla, en hún rennur út árið 2001 og greiðist þá til baka til félagsins. 2.3 Sala hrossa. Engin hross hafa verið keypt á íslandi á vegum skólanna undan- farið starfsár. Hins vegar sögðu fulltrúar skólanna í sept. sl. að unnið væri að uppsetningu tveggja nýrra skóla og að þeir myndu hafa samband fljótlega á nýju ári um framvindu þeirra verkefna og þar með kaupa á hrossum hér á landi. Hulda G. Geirsdóttir og gœðingurinn Laski frá Kirkjubœ. 50- FREYR 1/99

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.