Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1999, Side 2

Freyr - 01.09.1999, Side 2
Það borgar sig að skipta við traustan banka! Q Með Sérkjörum Heimilislínu geta traustir viðskiptavinir bankans nýtt sér ýmsa þjónustuþætti á sannkölluðum sérkjörum. • Hærri innlánsvextir á Gullreikningi. • Allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild á lægri vöxtum. • Allt að 750.000 kr. skuldabréfalán án ábyrgðarmanna. • Allt að 1.000.000 kr. sveigjanlegt Sérkjaralán, með einu símtali. • Húsnæðislán til allt að 25 ára. • Möguleiki á sérstökum vaxtaauka í reglubundnum sparnaði. • Greiðsluþjónusta með útgjaldadreifingu. • Útgjaldadreifing í Heimilisbankanum. • Gullkreditkort Visa. • Frír aðgangur að Heimilisbanka á Internetinu. • Fjármálanámskeiö og handbók á sérkjörum. • Gulldebetkort og 150 fríar færslur o.fl. (ýý í Sérkjörum Heimilislínu eru þjónustuþættir sem bjóðast aðeins í Búnaðarbankanum; þess vegna borgar sig að skipta... Fáðu nánari upplýsingar og bækling í næstu afgreiðslu Búnaðarbankans eða á heimasíðu bankans: www.bi.is ©BÚNAÐARBANKINN - traustur banki! IVlol Ný búr fyrir varphœnur Hinn 19. júlí sl. sam- þykkti ráðherraráð ESB að frá árinu 2012 verði bannað að nota hefðbundin búr fyrir varphænur í löndum sam- bandsins. Fram að því munu gilda mismunandi reglur um aðlögun að hinum nýju reglum. Vegna samninga milli ESB og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, munu þessar nýju reglur einnig gilda hér á landi, i Noregi og Lichtenstein. Samþykktin mun brátt taka til allra þeirra sem hyggja að ný- byggingum eða verulegum end- urbótum á eldri byggingum. í reynd er nú aðeins um tvo kosti að velja; lausagöngu eða nýja gerð hænsnabúra, rýmri en áður með prik, hreiður og undirburð. Fyrstu búrin af þessari gerð voru hönnuð í Svíþjóð kjölfar á strangrar löggjafar um dýra- vernd sem sett var árið 1988. Þau lög voru kynnt á sínum tíma sem afmælisgjöf Sænska þingsins, Riksdagens, til sænsku skáldkonunnar Astrid Lindgren á 80 ára afmæli hennar. Hún hafði um árabil staðið i fararbroddi þeirra sem börðust fyrir bættri meðferð dýra. Samkvæmt lögunum frá árinu 1988 átti alveg að banna að hafa hænur í búrum frá og með árinu 1999. í samræmi við það fóru fram ítarlegar rannsóknir á fyr- irkomulagi á lausagöngu hænsna, en engin viðunandi lausn fannst sem leyst gæti af hólmi búrafyrirkomulagið. 1 framhaldi af því hafa fram- leiðendur hænsnabúra viða um heim staðið fyrir mikilli þróun- arvinnu í könnun búra sem full- nægi nútíma kröfum um með- ferð dýra og kröfum um hag- kvæman rekstur. Lengst i þessari þróunarvinnu hafa Svíar náð og nú hefur ESB, eins og áður segir, ákveðið að láta þá lausan, sem Svíar hafa lagt fram, gilda í öllum löndum sambandsins frá árinu 2012. (Bondebladet, nr. 35/1999). 2 - FREYR 10/99

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.