Freyr - 01.09.1999, Page 4
Um hvað á að semja?
Nokkur atriði til umhugsunar varðandi nýjan
samning um framleiðslu sauðfjárafurða
r
annan áratug hefur afkoma
og starfsskilyrði sauðfjár-
bænda ráðist mikið af
samningum á milli bænda og ríkis-
valdsins, búvörusamningum. Nú-
gildandi samningur um ífamleiðslu
sauðfjárafurða var undirritaður 1.
október 1995. Hann gildir til árs-
loka árið 2000. Nú eru því að hefj-
ast viðræður bænda og ríkisvalds-
ins um nýjan samning. Nú er sest
að samningaborði við talsvert aðrar
aðstæður en við gerð tveggja síð-
ustu samninga. Arið 1991 var verið
að takast á við breytingar á kerfi
sem siglt hafði í strand og 1995 var
tekist á við að leysa birgðavanda í
framleiðslunni sem ógnaði henni
alvarlega. Tekjuleysi sauðíjár-
bænda er alvarlegt vandamál um
þessar rnundir, en hins vegar er nú
meiri sátt um marga þætti í ramma
kerfisins en áður.
Öllum sem til þekkja er ljóst að
hagsmunir þeirra sem fjárbúskap
stunda eru mjög breytilegir vegna
ákaflega misjafnra aðstæðna og bú-
skaparforms. Ljóst er því að sífellt
verða vandfundnari leiðir í samn-
ingagerð sem gæta hagsmuna allra í
jafn ólíkum hópi. Hér á eftir er ætl-
unin að gera tilraun til að bregða
ljósi á það hvaða atriði líklegt er að
þurfi að fjalla um og taka afstöðu til
við gerð nýs samnings.
A síðustu tveimur áratugum hafa
orðið afar miklar breytingar í sauð-
fjárrækt hér á landi. Samdráttur í
framleiðslu og bústofni er gifurleg-
ur (yfir 40%). Neysla kindakjöts á
innlendum markaði hefur dregist
mjög mikið saman þó að nokkuð
hafi hægt á þeim samdrætti allra
síðustu ár. Framleiðendum hefur
fækkað mikið og meðal þeirra eru
sífellt fleiri sem afla tekna að meira
eða minna leyti með öðru en sauð-
fjárbúskap. Tekjur sauðfjárbænda
eru með þeim lægstu sem finnast
hjá nokkurri starfsstétt í landinu.
Afurðastöðvum hefur fækkað um-
talsvert en rekstur þeirra hefur ver-
ið fjárhagslega erfiður í hinum
mikla samdrætti. Á síðustu misser-
um hefur verðhrun á gærum og lágt
verð á ull á heimsmarkaði enn auk-
ið á vanda sauðfjárframleiðslunnar.
í öðrum kjötframleiðslugreinum
hefur orðið mikil hagræðing á síð-
ustu misserum sem birtist í sífellt
lægra verði og stóraukinni fram-
leiðslu sem óumflýjanlega gerir
samkeppnisstöðu á innlendum
markaði enn erfiðari en áður.
Markmið samningsins
Rétt er að rifja upp markmið nú-
gildandi samnings. Þau hljóða
þannig:
* Að auka hagkvæmni og sam-
keppnishæfni sauðQárfram-
leiðslu til hagsbóta fyrir sauð-
fjárbændur og neytendur.
* Að treysta tekjugrundvöll sauð-
fjárbænda.
* Að ná jafnvægi milli framleiðslu
og sölu sauðfjárafurða.
* Að sauðfjárrækt sé í samræmi við
umhverfisvemd.
Flestir munu sammála um að þró-
un á öllum ffamangreindum svið-
um hafi verið að meira eða minna
leyti í samræmi við markmiðin. I
tveimur fyrst töldu atriðunum
hefðu menn samt óskað effir að sjá
meiri breytingar í rétta átt. Með
sameiginlegri ábyrgð framleiðenda
í útflutningsskyldu hefur vemlegur
árangur náðst í að eyða þeim
birgðavanda sem ógnaði greininni
fyrir hálfum áratug.
Ætla má að ekki sé mikill ágrein-
ingur um markmið nýs samnings,
þau hljóta í meginatriðum að verða
lík þeim sem eru í núverandi samn-
ingi. Vandamálið er þá að semja
um framkvæmd sem gefur von um
að markmið náist og þar sem mark-
mið kunnu að skarast eða rekast á
þarf að ná samstöðu um fram-
kvæmd.
í núverandi samningi voru tengsl
framleiðslu og beingreiðslna rofin.
Eftir sem áður er rétt að hafa í huga
að markmiðin segja að auka eigi
samkeppnishæfni framleiðslunnar.
Það hlýtur því að vera skýrt að
stuðningurinn er við sauðfjárfram-
leiðsluna.
Eðlilegt virðist einnig að, þegar
markmið eru sett, sé reynt að leggja
mat á hvers konar stuðningur sé lík-
legt að geti orðið pólitísk sátt um
til lengri tíma.
Eðlilega verður að gera kröfu til
þess að stuðningurinn skili sér í
bættum kjörum þeirra sem hans
njóta, jafnframt því sem neytendur
njóti þess í hagkvæmara verði
framleiðslunnar. Um leið er eðlilegt
að velta fyrir sér hvers vegna pólit-
ískur vilji sé til að styðja eina kjöt-
framleiðslugrein umfram aðrar á
markaði.. Ástæða þess hlýtur að
verða að leita í sérstöðu greinarinn-
ar. I hveiju felst þá sérstaðan? Hún
virðist öðru frernur liggja í því
tvennu að búgreinin nýtir dreifða
auðlind (beitilöndin) sem ella væru
í mörgum tilfellum vannýtt, en þó
framar öllu öðru að sauðfjárræktin
er í mörgum dreifðum byggðum
mikilvægasta atvinnustarfsemin, og
oft sú eina, og því grundvöllur bú-
setu. Skilningur við mikilvægi
dreifðrar búsetu í landinu virðist
vaxandi.
4 - FREYR 10/99