Freyr - 01.09.1999, Page 5
Margoft hefur verið bent á að
sauófjárbúskapur geti ekki staðið
undir byggðaste&u. Margt bendir
samt til þess að í nýjum samningi
kunni meira en áður að reyna á það
að samræma á farsælan hátt fram-
kvæmd, sem treystir þátt sauðíjár-
búskapar sem grundvöll atvinnu-
starfsemi á ákveðnum svæðum, ef
tryggja á almennan stuðning við
greinina til lengri tíma.
Þessu skylt er spurningin um
s k i p t i n g u
stuðningsins til
þeirra sem hafa
meginframfæri
sitt af íjárbú-
skap og þeirra
sem eru með
slíka fram-
leiðslu sem
hliðarstarf við
aðra atvinnu.
Margir munu
sammála því að
tæpast geti
orðið umtals-
verður sauð-
fjárbúskapur
hér á landi í ná-
inni ffamtið ef
ekki verða skil-
yrði fyrir hendi
hjá talsverðum
hópi bænda til að hafa afkomu sína
af búgreininni. Þróunin er hins
vegar augljóslega á þann veg að lif-
vænlegrar afkomu er tæpast að
vænta í framtíðinni nema af
fjárbúum sem eru talsvert stærri
einingar en flest ijárbú hér á landi
eru í dag. Þess vegna hlýtur að
verða að skapa skilyrði til
stækkunar einhverra búa frá því
sem nú er. Þessu fylgir um leið sú
augljósa staðreynd að þeim, sem
stunda þessa búgrein í framtíðinni,
hlýtur að fækka umtalsvert á næstu
árum, jafnvel þó að það takist að
skapa markað fyrir aukna fram-
leiðslu með arðbærum útflutningi.
Þau atriði, sem öðru fremur virð-
ast mjög skiptar skoðanir um, og
ólík sjónarmið eru sett fram um, eru
framleiðslutenging stuðningsins í
samningnum, viðskipti með
greiðslumark og hvort í samningn-
um eigi, eða megi, vera hvati til
aukinnar framleiðslu.
Framleiöslutenging
í síðasta samningi voru tengsl á
milli framleiðslu og stuðnings nán-
ast að öllu leyti rofín, þ.e. aðeins
voru gerðar ákveðnar lágmarks-
kröfúr um fjölda ásetts fjár. Reynsl-
an af þessari breytingu er um margt
jákvæð. Á þennan hátt skapaðist
miklu meira svigrúm hjá hverjum
og einum ffamleiðenda til að að-
laga framleiðslu sína sem mest að
eigin aðstæðum. Um leið hefur
áreiðanlega að vissu marki verið
dregið úr framleiðsluhvata innan
greinarinnar.
Hins vegar má ef til vill sjá þess
ýmis merki að slíkt kerfí muni í
tímans rás þróast þannig að það
markmið samningsins að hann sé
stuðningur við sauðfjárframleiðsl-
una sem slíka verði sífellt óskýr-
ara.
Þeim hugmyndum hefur verið
varpað fram að einhver hluti stuðn-
ings í nýjum samningi yrði fram-
leiðslutengdur. Nærtækustu rök
fyrir því eru að sjálfsögðu þau sem
þegar eru nefnd að um er að ræða
samning um stuðning við sauðfjár-
framleiðslu. Því er fátt eðlilegra til
að tryggja slíkt en að stuðningur sé
tengdur framleiðslu.
Þau rök sem færð eru gegn frek-
ari framleiðslutengingu eru að slíkt
muni hvetja til aukinnar fram-
leiðslu sem sé ákaflega vafasamur
leikur við núverandi markaðsað-
stæður. Einnig er á það bent að
frekari framleiðslutenging fari
nokkuð á skjön við þær skuldbind-
ingar sem eru í al-
þj óðasamþykktum
sem Island er aðili
að.
í þessu sam-
hengi er vert að
minna á stöðu þess
hóps bænda sem á
gildistíma núver-
andi búvörusamn-
ings hefur haldið
ijáreign sinni skv.
skuldbindingum
0,7 reglunnar. Á
síðasta ári voru um
15% heildar-
greiðslumarks í
greininni bundin
slíkum samning-
um. Þátttaka í því
hefur hins vegar
verið mjög breyti-
leg eftir landshlutum, engin í
sumum sýslum, en allt að fjórð-
ungur greiðslumarks bundinn þann-
ig þar sem mest er.
Einn þáttur sem enn má benda á
sem rök fyrir framleiðslutengingu,
sem hugsanlega byggði á hreyfan-
leika í greiðslumarki, er að núver-
andi viðmiðanir eru mjög komnar
til ára sinna og að það sé tæpast
eðlilegt að þær standi óhaggaðar
um aldur og ævi.
Viöskipti með
greiðslumark
í núverandi búvörusamningi hef-
ur greiðslumarkið verið bundið lög-
býlunum eftir að sala greiðslu-
marks var stöðvuð eftir fyrsta ár
samningsins. Með því að fram-
leiðslutenging var rofin voru mörg
FREYR 10/99 - 5