Freyr - 01.09.1999, Qupperneq 6
rök fyrir sölu á greiðslumarki á
milli framleiðenda augljóslega fall-
in. Að mörgu leyti sýnist það ekki
eðlilegt að verið sé að versla með
greiðsluávisanir úr ríkissjóði. Vilji
menn stunda slík viðskipti er það
mögulegt á verðbréfamörkuðum og
líklega með betri ávöxtun.
Bændur hljóta einnig í ákvörðun-
um sínum í þessum efnum að hlusta
á þá umræðu sem verið hefur um
kvótabrask í sjávarútvegi. Hliðstæð
umræða innan landbúnaðar hlyti að
vera ákaflega óheppileg fyrir
ímynd atvinnuvegarins og framtíð-
arstuðning við greinina
Með einhverri framleiðsluteng-
ingu beingreiðslna er hins vegar
ljóst að viðhorf til viðskipta með
greiðslumark á milli framleiðenda
hljóta að breytast. Þau rök eru færð
að með því að ekki séu möguleikar
á flutningi á greiðslumarki á milli
jarða sé staðið í vegi fyrir eðlilegri
endumýjun innan greinarinnar.
Hvað kallast getur eðlileg endur-
nýjun í starfsgrein sem verið hefur í
jafn miklum samdrætti og sauðfjár-
búskapurinn hér á landi á síðustu
árum hlýtur að visu ætíð að vera
mikið matsatriði. Hins vegar hljóta
allir að vera sammála um að til að
geta vænst nokkurrar framþróunar í
greininni verða að vera fyrir hendi
ákveðin skilyrði til endumýjunar.
Eðlilegt er að velta því fyrir sér
hvort frjáls sala á greiðslumarki
muni geta stutt að slíkri þróun.
Gæti í þessum efnum verið ástæða
til að líta á þær leiðir sem famar
hafa verið í nálægum löndum í
hliðstæðum kvótakerfum í mjólkur-
og sauðfjárframleiðslu til að
tryggja stöðu frumbýlinga í grein-
inni?
Nánast hver sem markaðsþróun
verður í greininni virðist ljóst að
vemleg aðlögun verður áfram að
vera fyrir hendi, eigi að skapa
gmnn fyrir lífvænlegar framleiðslu-
einingar í greininni til frambúðar.
Getur í þeim efnum verið þörf á að
huga að einhvers konar uppkaupa-
stuðningi í nýjum samningi sem
mundi greiða fyrir slíkri aðlögun? í
þeim efnum hljóta menn eðlilega
að horfa til fyrri aðgerða í þeim
málum.
Framleiðsluhvati
Skoðanir eru eitthvað skiptar
gagnvart því hvort í nýjum samn-
ingi megi vera atriði sem hvetji til
aukinnar framleiðslu. Raunsætt mat
hlýtur að segja að möguleikar til
aukinnar sölu á innlendum markaði
á sauðfjárafurðum á næstu ámm
séu hverfandi litlir. Líklegra er að
þar muni baráttan eins og á undan-
gengnum tveimur áratugum snúast
um hversu til tekst með að verja
hlut dilkakjötsins á markaði.
Eins og áður hefur verið bent á er
hins vegar ljóst að eigi sauðfjárrækt
að geta orðið burðarás í atvinnustarf-
semi í dreifbýli hér á landi í fram-
tíðinni verða að koma til möguleikar
í framleiðslu til útflutnings. Aðeins
þannig er unnt að skapa það umfang
greinarinnar að hún geti gegnt slíku
hlutverki. Skoðanir em mjög skiptar
um hvort slíkir möguleikar séu
raunhæfir. Það sem að ffaman er sagt
em hins vegar rök fyrir því að látið
verði reyna á hvort slíka möguleika
megi byggja upp. Það verður aðeins
gert með því að fyrir hendi séu ffam-
leiðendur og ffamleiðsla til að takast
á við það verkefni. Til að kynna sér
samkeppnisstöðu íslenskrar dilka-
kjötsframleiðslu eru lesendur minnt-
ir á grein í sauðfjárblaði Freys á
síðasta vori, 5.-6. tbl., eftir nem-
endur við Samvinnuháskólann á
Bifföst.
Misskipting í stuðningi
Eitt atriði, sem verið hefur í um-
ræðu og verður vart umflúið að
ræða að einhverju leyti frekar, er
hvort eðlileg viðmiðun stuðnings-
ins áfram sé það greiðslumark sem
verið hefur lítt breytt um nokkur ár.
Fram hafa komið hugmyndir um
byggðatengingu á hluta af stuðn-
ingi og einnig tengingu við land-
gæði. Augljóst er að mismunun í
stuðningi, sem byggði á slíkum
þáttum, verður aldrei gerð sam-
kvæmt óskum og ákvörðunum
bænda sjálfra, þó að jafh eðlilegt
geti verið að taka þátt í slíkri um-
ræðu, sé ljóst að henni fylgi já-
kvæður hugur til stuðnings við
greinina. Grundvöllur að allri slíkri
skiptingu virðist samt i dag bæði
vera ótraustur og óljós.
Þá er einnig í umræðu að eðlilegt
eða jafnvel óumflýjanlegt geti verið
að horfa til þess hvemig stuðningur
skiptist milli aðila sem hafa megin-
ffamfæri sitt af fjárbúskap og þeirra
þar sem hann er hliðarþáttur eða
aukageta í tekjuöflun. Ef ekki verða
skilyrði fyrir vissan hóp bænda að
stunda íjárbúskap sem aðalatvinnu
er hætt við að framtíð greinarinnar
verði lítil og líkur á stuðningi við
greinina til frambúðar engar. í þess-
um efnum má samt ætla að veru-
lega skiptar skoðanir muni vera um
öll þau mörk og viðmiðanir sem
setja þyrfti þar um.
í einni af uppkaupahrinum geng-
inna ára var tekinn af réttur allra
þéttbýlisframleiðenda með upp-
kaupum. Það var aðgerð sem í ljósi
reynslunnar virðist hafa orðið góð
samstaða um. Á það má benda að
fast að fimmtungur greiðslumarks-
hafa er með greiðslumark sem er
innan við 30 ærgildi, þó að að vísu
heildargreiðslumark þessara aðila sé
aðeins nokkuð innan við 1,5% af
heildargreiðslumarki. Ljóst er að
þessir aðilar flestir munu eiga ffem-
ur fátt sameiginlegt í hagsmunum
með þeim sauðfjárbændum sem
hafa eina ffamfæri sitt af fjárbúskap.
Lokaorð
Ljóst er að nýr sauðfjársamning-
ur þarf að taka á mörgum erfiðum
vandamálum. Mikilvægt hlýtur
samt að lokum að vera að góð sam-
staða náist um niðurstöðuna. Eitt af
skilyrðum þess er að bændur kynni
sér hver og einn sem mest og best
allar hliðar þessa máls og myndi sér
þar um rökstudda skoðun. Verði
þessi grein til að aðstoða einhverja
í því er tilgangi hennar náð.
(Tekið saman í samráði
við fulltrúa bœnda í samninganefnd um
nýjan sauófjársamning).
6 - FREYR 10/99