Freyr - 01.09.1999, Side 9
/ Kjalfellsveri. Tóft af Kjalfellskofa á miðri mynd. Ljósmynd: Arnór Karlsson.
un framan við kjötborðið hvað það
ætlaði að hafa í matinn eftir 1-2
klukkutíma.
Hvernig gekk svo með útflutning-
inn eftir að útflutningsbœturnar
hurfu?
Það þurfti auðvitað að hefja
alveg nýtt útflutningsstarf vegna
þess að fram að því hafði kjötið
mest verið selt á lágu verði í heil-
um skrokkum. Þó að við teljum
kindakjöt mikla gæðavöru þá beið
heimurinn ekkert eftir því í of-
væni, auk þess sem magnið var
ekki mikið á alþjóðavísu og ekki
til að standa undir kröftugri mark-
aðssókn.
Hver voru viðbrögð LS við þessu
ástandi á þessum tíma?
Við hvöttum til útflutningsstarfs
og á innanlandsmarkaði var leitast
við að auka söluna með nútímaleg-
um auglýsingum, þótt reyndar mis-
jafnar skoðanir væru á þvi hvað
væri góð auglýsing. Síðan var far-
ið að veita fé til markaðsþróunar
hér á landi, þ.e. til sláturleyfishafa
og kjötvinnsla til vöruþróunar. Þá
er fljótlega farið að huga að því að
lengja sláturtímann til að geta boð-
ið ferskt kjöt lengur.
Þetta hafði þó engin skjót áhrif,
það vann ekki upp þá markaðshlut-
deild sem tapast hafði.
Hvernig varframleióslukerfið urn
þetta leyti?
A tímabili var það kerfi við lýði
að ekki var gert ráð fyrir að
bændur legðu inn nema sem
svaraði kvóta þeirra. Það var afar
óheppilegt kerfí og ýtti undir
heimaslátrun og framhjásölu. Það
sem mér fannst þó allra verst við
kerfíð var sá hugsunarháttur, sem
það skapaði, og kom fram i
ummælum bónda, sem missti lamb
að vori og sagði: „Það gerir ekkert
til, ég hefði hvort eð er ekkert
fengið fyrir það.“ Óvíða er þetta
eins óheppilegur hugsunarháttur
og í sauðljárrækt vegna þess hve
framleiðsluferillinn er langur og
afkoman byggist svo mikið á því
að huga að öllum atriðum, smáum
og stórum, og láta sér annt um
hverja skepnu.
Síðan er tekið upp það kerfí að
bóndinn gerði umsýslusamning við
sláturleyfishafann, sem seldi kjöt
umfram kvótann i umboðssölu og
greiddi bóndanum það sem þannig
fékkst fyrir það.
Það var út af fyrir sig mikil fram-
för að mínu mati, en ég held að
bændur hafi almennt ekki tekið það
nógu alvarlega. Þegar kom að því
að gera nýjan sauðijársamning, árið
1994-’95, fór stjórn LS að huga að
nýju kerfi, sem fælist í því að gera
allt innlagt kjöt jafngilt og útflutn-
ingsprósenta yrði jöfn fyrir alla.
Þetta er í grundvallaratriðum annað
kerfí.
Reyndar hafði þetta allt sinn að-
draganda, og ég tel mig hafa átt
hugmyndina að þessu. Hins vegar
vissi ég ekkert hvort hún fengi
hljómgrunn. Þegar við svo setj-
umst að borði um nýjan samning
árið 1995, fulltrúar bænda og ríkis-
valdsins, þá er það reyndar annar en
ég sem rifjaði hugmyndina upp, en
ég hafði kynnt hana fýrir ýmsum,
þar á meðal stjóm Stéttarsambands
bænda. Niðurstaðan varð svo sú að
velja þessa leið.
Undantekning frá þessu er „0,7
reglan“ svokallaða, en hún er þann-
ig að þeir sem settu einungis á vet-
ur 70 ijár miðað við 100 ærgilda
greiðslumark yrðu undanþegnir út-
flutningsskyldu. Þetta var gert til
að koma til móts við þá sem höfðu
dregið saman fjáreign sína og héldu
sig við greiðslumark sitt, en veruleg
hvatning hafði verið af hálfu opin-
FREYR 10/99 - 9