Freyr - 01.09.1999, Side 11
Hvernig sérðu nú jyrir þér sauð-
fjárrœktina framundan?
Ég sé fyrir mér að vönduð mark-
aðssókn erlendis skili árangri.
Bjóða þarf ferskt kjöt lengur hvert
ár og síðan að leggja enn meiri
áherslu á hreinleika framleiðslunn-
ar með útbreiddari gæðastýringu.
Danskir sauðfjárbændur, sem
selja kindakjöt m. a. í Mið-Evrópu
og voru hér að ferð fyrir nokkrum
árum, sögðust geta selt ferskt dilka-
kjöt, sem framleitt er í strandhéruð-
um, á mjög háu verði, ef það er á
boðstólum utan aðal sláturtíma,
sem þar er frá júní til október. Þeir
töldu að allt íslenska dilkakjötið
félli undir þetta.
Nú eru fyrir hendi aðstæður til að
vinna meira og betur að fjárrækt en
áður. Þar á ég t. d. við ómskoðun á
bakvöðva og nýtt kjötmat. Þetta er
hvort tveggja auðvelt að nota til að
bæta vaxtarlag fjárins og hækka
hlutfall vöðva í skrokkunum. Vel
gerður skrokkur með þykka vöðva
og hóflega fítu, sem fyrir liggur að
sé ekki með lyfjaleifar, eiturefni,
hormóna eða þess háttar og ber
keim af íslenskum villigróðri, er
góð markaðsvara, en hún selst samt
ekki sjálfkrafa. Það verður að
minnsta kosti að láta neytendur vita
af henni.
Jafnframt þarf að huga að hag-
ræðingu í rekstrinum, bæði á bú-
unum og hjá sláturhúsunum.
Bændur þurfa að gera miklar
kröfur til þess að gætt sé ítrustu
hagkvæmni við slátrun og
úrvinnslu. Þetta geta þeir gert
bæði sem félagsmenn hjá þeim fé-
lögum, sem reka slátrun, og með
því að sætta sig ekki við að leggja
inn þar sem ekki er greitt viðmið-
unarverð, sé annars kostur.
Aðalatriðið er að bændur trúi
sjálfír á eigin framtíð. Án þess
verða engar framfarir.
Sérðu sauðjjárrœktina jyrir þér
sem aðalbúgrein eða aukabúgrein?
Hún verður hvort tveggja, eftir
aðstæðum. í mörgum tilfellum
verður hún hlutastarf. Það þarf
mikið til að breyta því. Greinin
hentar einnig mjög vel hjá mörgum
með öðrum störfum.
Á sumum stöðum er þetta þó erf-
itt og þar hlýtur hún að verða að-
alsstarf. Þar getur það líka farið
saman að jarðimar séu landmiklar
og eigi góða afrétti. Hins vegar er
ekkert hægt að útiloka það, miðað
við nútfmatækni, að fólk geti unn-
ið við annað þó að það búi fjarri
þéttbýli, t.v. við handverk eða á
tölvu.
Það er hins vegar mikið atriði í
sauðijárrækt að verulegur hópur
bænda hafi hana að aðalstarfi og
leggi alla orku sína í það. Það er
þessi hópur sem hefur ræktun fjár-
ins og framfarir í kynbótum mest á
sínum herðum. Þær fjölskyldur
sem helga sig fjárræktinni af lífi og
sál eru afar dýrmætar.
Oft er rœtt um dreifða búsetu og
sauðfjárrœkt í sömu andránni.
Já, sauðfjárrækt hefur lengi verið
aðalkjölfesta dreifðra byggða. Hins
vegar má ætla að byggðin heldur
þjappist saman, fólk sækir í fjöl-
breytt mannlíf og margskonar þjón-
ustu. Ég held að það verði að horf-
ast í augu við að ekki verða allir
staðir, sem eru byggðir núna, í
byggð eftir einn til tvo áratugi. Bú-
seta er að vísu svo mikið tilfinn-
ingamál að fara verður mjög var-
lega að því að hafa áhrif á hana.
Nú kemur inn í þetta að það þarf
fólk til að manna jjallskil og göng-
ur.
Já, það er vissulega vandamál,
sem nú þegar er farið að segja til sín
sums staðar á landinu þar sem fólki
hefur fækkað. Að vísu má vænta
þess að meira verði um að fé verði
ekki sett á afrétt þegar svo er kom-
ið, en afféttum verður þó alltaf að
fylgjast með því að féð fer vítt um i
leit að nýgræðingi, ef það á kost á
því.
Þar sem ég þekki best til er ekki
erfiðleikum bundið að smala afrétt-
ina, því að margt fólk, bæði úr
sveitum og bæjum, sækir mjög í að
fara á fjall.
Nú hafa að undanförnu verið að
falla dómar í Hœstarétti um
eignarrétt á jörðum þar sem
eignarréttur skráðra eigenda er
ekki viðurkenndur.
Já, þama em erfið mál á ferð og
ekki öll kurl komin til grafar. í
fyrra setti Alþingi svokölluð „Þjóð-
lendulög“, og nú er að störfum
„Óbyggðanefnd“, sem á að úr-
skurða hvaða land verður þjóðlenda
í eigu ríkisins.
Merking orðsins „afréttur“ hef-
ur verið á reiki að undanfömu. Á
síðari tímum hefur verið til sá
skilningur að í hugtakinu fælist
einungis réttur til beitar, annarrar
gróðumýtingar og veiði í ám og
vötnum á viðkomandi svæði, og
það virðist vera skilningur Hæsta-
réttar. Ég held þó að óhætt sé að
fullyrða að í sveitum landsins og í
huga þeirra sem hafa haft með
þetta að gera þá hefur orðið „af-
réttur“ einfaldlega þýtt landsvæði,
þ.e. það að eiga afrétt eða að af-
réttur tilheyri einhverri sveit,
merkir að landsvæðið sem kallað
er afréttur er hluti af sveitarfélag-
inu, og viðkomandi jörð ef því er
að skipta.
Þessu hefur Hœstiréttur dœmt
gegn.
Já, en að vísu má túlka þessa dóma
Hæstaréttar á ýmsa vegu. Þau mál,
sem þama er um að ræða, em flest
sakamál og þá hefur því ekki
endilega verið slegið föstu að umrætt
land tilheyri ekki viðkomandi jörð,
heldur að vafi leiki á því og þá er
sakbomingurinn látinn njóta vafans.
Síðan ef gera á það að megin-
reglu að líta fram hjá afsölum, sem
á að vera staðfesting á eignarrétti,
þá er komin upp ný staða í þjóðfé-
laginu. En við verðum að vona að
afsöl verði látin gilda, einnig varð-
andi afrétti.
Aó undanförnu hefur farió vax-
andi áhugi á því sérstœða við ís-
lensk bújjárkyn, bæði varðandi
nautgripi og hross. Gildir þetta
einnig um sauðfé?
FREYR 10/99 - 11