Freyr - 01.09.1999, Síða 16
Mynd 8. Milligerðirnar á Eystri-
Leirárgörðum.
að minni slæðingur verði ef garð-
amir em djúpir. Ekki virðist þetta
vera algilt, t.a.m. em garðamir í
Mýrdal frekar gmnnir, en þar er
sáralítill slæðingur.
Slæðigrindur eru í gjafagrindun-
um og í görðum á Hesti og Hvann-
eyri. Það vakti athygli okkar að síst
var að sjá meiri slæðing þar sem
ekki vom slæðigrindur, en smæð
úrtaksins gerir það að verkum að
hæpið er að draga miklar ályktanir
af þvi. Slæðingur úr nýjustu gjafa-
Mynd 9. Fjárragsgangur á Hesti.
grindunum var hverfandi lítill og
ekki meiri en úr görðunum, en úr
eldri gerðinni slæddist nokkuð.
Eldri gerðin er minni og hentar
sennilega betur í taðhús og til að
gefa út, þar sem slæðingur skiptir
minna máli.
Á Vannalæk er heyið borið fram
garðana, þar voru garðaböndin
mjög breið (u.þ.b. 40 sm) og teppi
inn að garðanum (7. mynd). Með
þessu móti er komið í veg fyrir að
heyið gefist ofan í króna eða á æm-
ar. Til er að menn hafi sett plötur
(um 45 sm á breidd) á garðaböndin
sem halla og ná nokkra sm inn í
garðann. Dæmi um þetta eru fjár-
húsin á Höfða I i Grýtubakka-
hreppi. Hvorki þar né á Varmalæk
er slæðingur vandamál.
Milligerðir
Milligerðir og sauðburðargrindur
þurfa að vera meðfærilegar, traustar |
og fljótlegar í uppsetningu. Við sá-
um nokkrar mismunandi útfærslur
á festingum milligerða. Á Eystri-
Leirárgörðum eru soðnir saman
tveir U-bitar og grindum rennt í það
eins og í fals. Einfalt og þægilegt,
en viss ókostur að þurfa að lyfta
grindinni svo hátt til að losa hana úr
falsinu (8. mynd).
Á Hesti em lausar milligerðir við
endana á krónum, teinn er rekinn í
gegnum göt á flatjámum sem em
soðin fost á milligerðimar. Þannig
getur grindin leikið eins og á hjör-
um (9. mynd). Auðvelt að ganga
um og þetta er gott hjálpartæki við
fjárragið, en hönnunin á jámteinun-
um er ekki alveg nógu góð, enda
hafa nokkrir þeirra tapast niður í |
kjallara.
í húsunum á Hvanneyri eru
nokkrar lausar milligerðir frá Vír-
neti hf. Þær em mikið notaðar á
vorin við að stía húsin og hafa
reynst nokkuð vel. Jámteinn er
notaður til að festa þær saman. (10.
mynd) Fjármennimir eru ánægðir
með grindumar, en þykir full hátt
undir þær. Það er hönnunargalli
sem einfalt er að lagfæra. Grindur
á borð við þessar er kjörið að nota
Mynd 10. Lausar milligerðir frá
Virneti hf
til að útbúa sauðburðarstíur í úti-
húsum, s.s. hlöðum, því að þær eru
mjög meðfærilegar. Þetta em þó
ekki hentugar grindur í hrútastíur,
til þess þyrftu þær að vera mun öfl-
ugri.
í Mýrdal vom sauðburðargrindur
festar þannig að út við milligerðina
gekk grindin í fals en festingin við
garðann var nokkuð sérstök. Gat
var borað gegnum garðabandið við
stoð og í gegnum timburgólfíð,
teini (steypustyrktarj ám/kambstál)
stungið i gegn við hliðina á grind-
inni og hún þannig skorðuð við
garðastoðina. Þetta er mjög fljótleg
og þægileg aðferð sem einfalt er að
útbúa (11. mynd).
Annað sem léttir störfin
Að hreinsa moð úr görðum getur
verið hið mesta óþrifaverk, en
bóndinn í Mýrdal hefur séð við því.
í húsunum er breiður fjárragsgang-
ur við enda garðanna, í sömu hæð
og kræmar. Sérstökum moðvagni
er stillt upp við garðaenda og moð-
inu sópað í hann, síðan er vagninn
losaður út um dyr við enda gangs-
ins og moðið gefíð hrossum.
Fjárragsgangar eru til mikils létt-
is á haustin. Æskilegt er að gangur-
inn sé það mjór að ær nái ekki að
snúa sér við í honum. Gangurinn á
Hesti er 66 sm að innanmáli og er
hann heldur breiður að mati ráðs-
mannsins (9. mynd). Þægilegt er
að hafa breiðan gang á sauðburði
og mætti hugsa sér að þrengja hann
á haustin til að ragast í. Meira um
16 - FREYR 10/99