Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1999, Page 17

Freyr - 01.09.1999, Page 17
þetta má lesa í grein eftir Magnús Sigsteinsson í Handbók bænda, 1990. Þó ekki sé ætlunin að ijalla um gólfefni í þessum pistli, langar okk- ur að koma á framfæri einfaldri tækni sem lengir til muna líftíma málmristanna. Þetta má núorðið sjá í ljárhúsum nokkuð víða, t.a.m. á Lambeyrum. Svert kambstál (12 mm er algengt) er stungið í plast- slöngu og teinninn svo settur undir ristamar til viðbótarstuðnings. Með þessu móti er hægt að lengja líftíma ristanna með því að minnka hreyfmguna á þeim. Nauðsynlegt er að klæða stálið í plast því að ann- ars ryðgar það við og brennir rist- amar í sundur. Að lokum Hugvitsemi manna eru engin Mynd 11. Grindin er tryggilega skorðuð við garðann. takmörk sett þegar kemur að því að hagræða vinnubrögð. Dæmi um það má fínna víða. Hér að ofan hefur í stuttu máli verið gerð grein fyrir því helsta sem fyrir augu bar á áðurnefndum bæjum. Við viljum að endingu þakka bændum góðar viðtökur og lið- sinni. Heimildir Grétar Einarsson, 1976: Vinnurann- sóknir í íjárhúsum. I. Vetrarhirðing. Fjölrit RALA nr. 4. Bútæknideild. Hvanneyri. Jóhannes Sveinbjörnsson, 1997: Sjálffóðrun sauðijár á rúlluböggum. Freyr 10-12. tbl. bls. 409-412. Gjafagrindur eru það sem koma skal. Freyr 1998, 3. tbl. bls. 5-10. Magnús Sigsteinsson, 1990. Hag- ræðing við fjárrag. Handbók bænda 1990. Bls 215-222. Áhyggjur vegna erfðabreyttra matvæla í upphafi þessa áratugar vom ekki til erfðabreyttar nytjajurtir né matvæli. Nú er helmingur allra sojabauna, sem ræktaðar eru, erfðabreyttar. Hið sama á við um maís, erfðabreytt afbrigði hafa þar náð mikilli útbreiðslu. Af öðmm tegundum þar sem erfðareytt af- brigði em algeng má nefna kartöfl- ur, tómata og olíujurtir. Bandaríkin eru forystuland í ræktun erfðabreyttra nytjajurta, en áætlað er að ræktun þeitra fari nú fram á um 40 milljón hekturum lands í heiminum. Langtímaáhrif af ræktun erfða- breyttra jurta á umhverfí og fólk hafa ekki verið rannsökuð nægi- lega. Eftir fyrstu hrifningarbylgj- una hafa vandamál komið í Ijós. Fyrir fáeinum ámm var um helrn- ingur Finna andsnúinn erfðabreytt- um mat, en fímmtungur ánægður með hann. Nú er afstaðan orðin neikvæðari, eftir að fjölmiðlar hafa Molar farið að fjalla meira um hugsanlega áhættuþætti. Bandarísk íyrirtæki, sem aðeins fyrir fáeinum mánuð- um töldu ógerlegt að halda erfða- breyttum afurðum aðskildum frá öðmm, telja það nú framkvæman- legt. Mótmælin urðu of hávær og mótmælendur of áhrifamiklir. Tapið leit út fyrir að verða of mik- ið. Neytendur verða að geta valið um hvers þeir neyta. Ef unnt er að halda erfðabreyttum afurðum að- skildum, þá hlýtur það að vera ger- legt að merkja matvælin sem unnin em úr þeim. En umfrarn allt er það mikilvægt að tími fáist til að kanna betur áhættuþættina. (Landsbygdens Folk nr. 31/1999). Mjólkurframleiðsla í Argentínu Árið 1998 vom framleidd 9,7 milljón tonn af mjólk í Argentínu og árið 2000 er þess vænst aó fram- leiðslan veröi 10-11 milljón tonn. Til samanburðar var framleiðsla hér á landi á sl. ári um 0,11 millj. tonn eða um eitt prósent af fram- leiðslunni í Argentínu. í fáum löndum heims er aukning í mjólkurframleiðslu nú meiri en í Argentínu, og hefur landið nú sett sér það markmið að láta að sér kveða á heimsmarkaði íyrir mjólk- urafurðir. Eitt af stærstu mjólkur- búum í Argentínu heitir La Serenisima. Það tekur árlega á móti 1,4 milljón tonnum af mjólk frá 1300 framleiðendum. (Bondebladet nr. 32-33/1999) Bændum fækkar ÍESB Samkvæmt upplýsingum frá Hagtöludeild ESB, Eurostat, fækk- aði ársverkum i landbúnaði árið 1998 í hinum 15 löndum sam- bandsins um 115 þúsund eða 1,7%. Fækkunin var mest i Þýskalandi eða um 4,1% og í Danmörku um 2%. Einungis í Hollandi og Spáni fjölgaði bændum, vegar um annars 1,3% og hins vegar 1,2%. (Landsbladet nr. 33/1999). FREYR 10/99 - 17

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.