Freyr - 01.09.1999, Page 25
Upplýsingar um
afkvæmi sæðingarstöðvahrúta
á haustdögum 1999
Fyrir því er löng hefð að birta
á hverju hausti nýjustu til-
tækar upplýsingar um af-
kvæmi þeirra hrúta sem víðtækust
reynsla er af i ræktunarstarfínu,
þ.e. þeirra hrúta sem undanfarin ár
hafa verið notaðir á sæðingar-
stöðvunum. í töflu sem fylgir
greininni eru hefðbundnar upplýs-
ingar um einkunnir sæðingar-
stöðvahrútanna.
Þar eru eins og á síðasta ári upp-
lýsingar um dætur þessara hrúta,
sem tilorðnar eru eftir notkun á
sæði frá sæðingarstöð, takmarkað-
ar við upplýsingar frá haustinu
1998. I töflunni eru upplýsingar
um þá hrúta sem koma úr uppgjöri
með upplýsingar fyrir fleiri en 100
dætur, auk þess sem þar ætti að
vera fínna alla hrúta sem notaðar
hafa verið á stöðvunum síðustu
þrjú árin. Undanskildir eru að vísu
forystuhrútarnir.
Elstu hrútarnir eiga margir að-
eins mjög fullorðnar dætur en
þrátt fyrir að nokkuð sé um liðið
síðan þessir hrútar voru í notkun
er ljóst að þessi mikli íjöldi dætra,
sem enn er í framleiðslu, er ávísun
á að mikilla áhrifa þeirra gætir enn
í ræktun margra hjarða. Fjöldi
þessara fullorðnu dætra getur líka
einnig verið viss vísbending í
sambandi við endingu á ám undan
einstökum hrútum, atriði sem
aldrei hefur að nokkru marki verið
hugað að í íslenskri sauðQárrækt
þó að út frá rannsóknum síðustu
ára á öðrum búijártegundum megi
fullyrða að þar hljóti mælanlegur
erfðaþáttur að vera með i för.
Miðað við aldur þessara hrúta og
umfang á notkun þeirra á sínum
tíma vekur þarna helst athygli
eftir
Jón Viðar ÍíiMI r ,
Jónmundsson
Wy#
Bænda-
samtökum
íslands
mjög stór hópur dætra Lopa 84-
917 og einnig er greinilegt að dæt-
ur Vísis 85-918 endast með ágæt-
um þrátt fyrir hina gífurlegu frjó-
semi hjá mörgum þeirra.
Eins og margoft hefur áður ver-
ið bent á er ekki ástæða til að
leggja mikla áherslu á einkunn
hrútanna fyrir lömb, en hún mælir
nær eingöngu mismun í vænleika
hjá lömbum undan hrútunum. Þar
kemur eins og ætíð fram ákveðinn
munur, en inn á stöðvamar eru að
sjálfsögðu aldrei teknir hrútar sem
þekktir eru fyrir að gefa létta
dilka, en hins vegar er ekki lengur
áhersla í vali þessara hrúta á að
velja hrúta sem þekktir eru að því
að gefa lömb með sérstaka vaxtar-
getu, líkt og gætti í vali stöðvar-
hrúta fyrir tveim eða þrem áratug-
um.
Einnig hefur margoft verið á
það bent að á síðustu árum eftir að
farið var að velja hrútana öðru
fremur til nota á stöðvunum vegna
mikilla kjötgæða, hefur yfírleitt
ekki verið komin nein reynsla á þá
sem ærfeður eða í það minnsta
ákaflega takmörkuð þegar þeir
fara til nota á stöð. Því þarf það
vart að vekja furðu að fram komi
hrútar sem bregðast vonum í þess-
um efnum. Þeir eru að vísu allir
valdir með tilliti til ætternis, en
slíkt val vegna þátta eins og frjó-
semi og mjólkurlagni getur aldrei
orðið verulega öruggt.
Jafnt yfir fá stöðvarhrútarnir
ákaflega jákvæðan dóm sem ær-
feður. Ástæða er til að benda á að
þeir kunna í þessu efni örlítið að
vera ofmetnir vegna þess vals
m.t.t. frjósemi og afurðasemi sem
víða má ætla að sé fyrir hendi á
ám sem sæddar eru. Fyrir sliku
vali, ef það á sér stað, er ekki leið-
rétt í núverandi einkunnakerfi.
Eins og áður eru dætraeinkunnir
hrúta sem hafa frjósemiserfðavísi
(Vísis 85-918, Svepps 85-941 og
Fjarka 92-981) nokkuð hærri en
annarra hrúta og tæplega saman-
burðarhæfar við þá vegna þessa
sérstæða eiginleika.
Meginhluti hyrndu hrútanna,
sem hafa haft mest áhrif síðustu
ár, sýnir ákaflega jákvæða mynd.
Fóli 88-911 frá Hesti á mjög stór-
an hóp dætra, sem sýna með mikl-
um ágætum bæði frjósemi og
mjólkurlagni og hið sama verður
einnig sagt um Goða 89-928 frá
Oddgeirshólum, útkoma dætra
hans er með fádæmum góð. Fóstri
90- 943 frá Hjarðarfelli á einnig
stóran hóp dætra með glæsilega
útkomu. Eins og undanfarin ár er
útkoman hjá dætrum Dela 90-944
frá Hesti einnig með ágætum.
Dætur Þéttis 91-931 sækja sig
greinilega með aldrinum og niður-
staða hans nú er góð. Dætur Gosa
91- 945 frá Hesti koma eins og áð-
ur vel út. Þá er sú mynd sem dætur
Hnykks 91-958 frá Skeiðháholti
sýna um frjósemi allt önnur en
meðan aðeins voru mjög ungar
dætur hans á skýrslu. Þessar ær
eru ágætlega frjósamar, en mjólk-
urlagni þeirra er tæpast nema í
FREYR 10/99-25