Freyr - 01.09.1999, Qupperneq 36
eins um magn á útsendu sæði. Hins
vegar er áreiðanlegt að það endur-
speglar vel notkun einstakra hrúta
vegna þess að nýting á sæði úr vin-
sælustu hrútunum verður lang oft-
ast einnig betri en hinna þannig að
munur í raunverulegri notkun er að
líkindum jafnvel enn meiri en út-
sendingartölur sýna. Moli 93-986
var i algerri sérstöðu með útsend-
ingu sæðis af hrútum í Laugardæl-
um með rúmlega 2000 útsenda
sæðisskammta.
Aðrir hrútar með mjög mikla út-
sendingu voru Mjöður 95-812,
Amor 94-814, Stubbur 95-815,
Garpur 92-808, Sveppur 94-807,
Kúnni 94-997 og Bassi 95-821.
Allt eru þetta hymdir hrútar nema
Sveppur og Bassi. Frá stöðinni á
Möðruvöllum var langsamlega
mest útsending úr Bjarti 93-800
en aðrir hrútar með umtalsverða
útsendingu komu í þessari röð:
Atrix 94-824, Ljóri 95-828,
Flekkur 89-965, Sunni 96-830,
Fjarki 92-981, Austri 98-831,
Njóli 93-826, Möttull 84-827 og
Djákni 93-983. Af þessum hrútum
eru Atrix og Flekkur kollóttir. Hér
hafa margir af nýju hrútunum á
stöðinni fengið umtalsverða notk-
un og á það raunar við um báðar
stöðvamar að nýju hrútamir marg-
ir fá feikimikla notkun eins og
þarf að vera.
Því miður er ekki ffekar en áður
fyrir hendi neinar heildampplýsingar
um árangur sæðinganna. Þó að ein-
stöku dæmi muni um slakan árangur
er tilfinningin samt sú að hann hafi í
heildina verið ffemur góður og
einkum norðanlands betri en sum
undangengin ár þegar nokkuð hefúr
skort á nægjanlega góðan árangur
sæðinganna. Meira mun hafa verið
um á því svæði en áður að ær hafi
verið sæddar ósamstilltar.
F.lTf.J. .,„.'7
Starfsemi
Landssamtaka sauðfjárbænda
r
stjóm Landssamtaka sauð-
fjárbænda sitja Aðalsteinn
Jónsson, formaður, Ásbjöm
Sigurgeirsson, Baldur Bjömsson,
Jóhannes Ríkharðsson og Þor-
steinn Kristjánsson. Búnaðar-
þingsfulltrúi er Amór Karlsson
og starfsmaður í hálfú starfi er
Kristín Kalmansdóttir. Skrifstofa
samtakanna er í Bændahöllinni
við Hagatorg. Sími er 563 0300,
símbréf: 562 8290 og netfang
ls@bi.bondi.is.
Stjómarfundir á ári era i kring-
um 15 talsins. Haldinn var for-
mannafúndur í júní sl., einkum
vegna þess að ákveðið var að
fresta aðalfundi, sem venjulega
er haldinn í ágúst, fram í lok
október í von um að þá verði
meiri skriður verði komin á bú-
vörusamningagerð þá sem nú er
hafin í sauðfjárrækt. Almenn
ánægja var með umræddan for-
mannafund og vilji til að halda
slíka formannafundi einu sinni til
tvisvar á ári framvegis.
Fyrir stjórnarfundi eru lögð
felst þau mál sem upp koma og
stjómin tekur síðan ákvörðun
um framkvæmd viðkomandi
mála. Það fellur síðan oftast i
hlut formanns og starfsmanns
að fylgja þessum málum eftir.
LS reynir að halda upp öflugum
samskiptum við ýmsa aðila,
félagsmenn LS, sláturleyfishafa
sem og aðra. Það má taka það
fram að félagsmenn LS (og
aðrir) geta alltaf haft samband
við stjórnarmenn LS eða starfs-
mann varðandi hver þau mál
sem þeim liggur á hjarta.
Samtökin selja myndbandið
Úrvals ull á 1.000.- per stk. í
póstkröfu.
Formaður LS og Ásbjöm Sig-
urgeirsson sitja í Markaðsráði
kindakjöts. Starfsemi Markaðs-
ráðs felst einkum i samvinnu við
sláturleyfishafa í auglýsingamál-
um, en einnig í samvinnu við
verslanir og veitingahús. Loks er
Markaðsráð með auglýsingar á
eigin vegum.
Jóhannes Ríkharðsson, Aðal-
steinn Jónsson og Baldur Bjöms-
son sitja í Fagráði sauðfjárræktar-
innar og sinna þar faglegum hlið-
um búgreinarinnar.
Efst á baugi þessa dagana er
nýr búvörusamingur í sauð^ár-
rækt en fyrir hönd sauðfjár-
bænda sitja í nefndinni Aðal-
steinn Jónsson, Ásbjöm Sigur-
geirsson og Jóhannes Ríkharðs-
son. Enn sem komið er hefur
samninganefndin aðeins komið
saman einu sinni. Þá hvílir verð-
hrun á gærum þungt á mönnum
og verið er að leita leiða til að
bæta bændum upp það tekjutap
sem það veldur.
Stjóm LS ákveður viðmiðunar-
verð LS, í samvinnu við félags-
menn sína. Stjórn LS kemur
einnig að ákvörðun útflutnings-
hlutfalls, aftur í samvinnu við fé-
lagsmenn sína, ásamt Bænda-
samtökum Islands. Það er síðan
Landbúnaðarráðuneytið sem hef-
ur síðasta orðið í þeim málum
með setningu reglugerðar þar að
lútandi.
36- FREYR 10/99