Freyr - 01.09.1999, Qupperneq 37
Kjötmatið
- kynbótamat hrúta
Haustið 1998 var tekið upp
nýtt mat á lambakjöti eins
og flestir lesendur þekkja.
Hér var um verulega róttæka breyt-
ingu að ræða frá eldra mati. I stað
þess að skrokkurinn sé flokkaður í
einn gæðaflokk er hann nú metinn
með tilliti til tveggja aðskilinna eig-
inleika. Annars vegar er um að
ræða mat með tilliti til vöðvafyll-
ingar eða lögunar skrokksins og
hins vegar með tilliti til fitu.
Það var ákveðin skoðun okkar,
þegar hið nýja mat var tekið upp, að
með því mundi bóndinn fá í hendur
upplýsingar sem væru miklu verð-
mætari en þær sem fengust með
eldra mati. Þessa skoðun hefúr síð-
an verið auðvelt að sannreyna með
tölulegri úrvinnslu upplýsinga úr
kjötmatinu frá síðasta hausti.
Haustið 1998 var tekið upp nýtt
form afkvæmarannsókna á hrútum
sem byggði á því að reyna á skipu-
legan hátt að nýta strax upplýsingar
úr kjötmatinu. Viðbrögð fjárrækt-
enda við þessum breytingum fóru í
raun ffam úr björtustu vonum og í
sauðfjárblaði Freys í vetur, 5.-6.
tbl. 1999, er ijallað um niðurstöður
afkvæmarannsóknanna haustið
1998. í þessum afkvæmarannsókn-
um voru reiknaðar kynbótaeink-
unnir fyrir niðurstöður kjötmatsins.
Þær einkunnir voru byggðar á
stuðlum sem þurfti að ákvarða áður
en nokkrar niðurstöður lágu fyrir úr
kjötmatinu. Rannsóknir hafa síðan
sýnt að erfðaþáttur í matinu er enn
meiri en þar er reiknað með og
einnig að áhrif fallþunga lambanna
á matið eru ívíð meiri en þar var
reiknað með.
Við uppgjör á skýrslum fjárrækt-
arfélaganna frá haustinu 1998 hafa
síðan verið reiknaðar einkunnir fyr-
ir alla hrúta sem þar hafa átt af-
kvæmi. í grein í Bændablaðinu var
eftir
Jón Viðar
Jónmundsson
og
Ágúst
Sigurðsson
Bænda-
samtökum
íslands
gerð grein fyrir þessum einkunnum,
sem eins og einkunnir í afkvæma-
rannsóknunum varð að byggja á
ályktunum um ýmsa stuðla sem þar
þarf að nota. I ljós kom að á þeim
eru sömu annmarkar og getið er um
varðandi þær einkunnir. Rétt er að
vekja athygli á að einkunnir í fjár-
ræktarfélgsuppgjöri eru reiknaðar
hlutfallslega á grunvelli meðaltals á
hverju búi, þannig að mögulegt er
að þar sem dilkar eru fremur rýrir
og mat slakt hafi einstaka hrútar
fengið talsvert ofmat í þeim út-
reikningum.
Ekki verður hjá því komist að
víkja örfáum orðum í þessu sam-
hengi að umræðu sem varð síðasta
haust um vöntun á sæmræmi í mati
á milli sláturhúsa. Gagnvart eink-
unnaútreiknum, eins og þeim sem
hér hefur verið gerð grein fyrir og
þeim sem við fjöllum um hér á eft-
ir, er líklegt að áhrif af slíku, hafi
þau verið til staðar fyrir hendi, séu
að öllum líkindum mjög takmörk-
uð. Slíkir útreikningar eru allir
gerðir með hliðsjón af áhifúm bús-
ins (innan búa). Áhrif slíks ósam-
ræmis eiga aðeins að geta komið
fram í útreikningum eins og þessum
ef um hefúr verið að ræða að lömb
hafa farið til slátmnar frá sama búi í
fleiri sláturhús þar sem skipting
þeirra hefur farið fram að einhverju
marki eftir því undan hvaða hrút
þau vom. Slíkt er ástæða til að ætla
að heyri til hreinna undantekninga.
Verkefni um mat
á erfðastuðlum
I vetur vann einn þeirra nemenda
búvísindadeildar Bændaskólans á
Hvanneyri, sem útskrifaðist i vor,
Sigbjöm Óli Sævarsson, lokaverk-
efni sitt um kjötmatið, þar sem hann
lagði mat á erfðastuðla úr nýju og
eldra kjötmati, auk samhengis í
matinu. Þama vann hann með upp-
lýsingar úr skýrslum ljárræktarfé-
laganna frá þeim búum sem höfðu
skilað skýrslum um áramót. Samtals
vom upplýsingar fyrir rúmlega 100
þúsund lömb frá haustinu 1998 í
þessum gögnum. Af nokkmm mik-
ilverðustu niðurstöðum skal bent á
eftirfarandi: í ljós koma að lang-
samlega veigamesti umhverfisþátt-
ur, sem nota má til að skýra breyti-
leika í kjötmati, er fallþungi lambs-
ins. Þessi áhrif em einnig nokkm
meiri en reiknað var með í þeim
einkunnum sem reiknaðar hafa ver-
ið í afkvæmarannsóknunum og fjár-
ræktarfélagsuppgjöri. Þá var þama
mjög skýrt staðfest að gagnsemi
upplýsinga úr nýja kjötmatinu er
miklu meiri en úr því eldra í ræktun-
arlegu tilliti. Mælikvarði á það er
arfgengi sem Sigbjöm reiknaði 0,40
fyrir vöðvaflokkun og 0,27 fýrir
fitumat. Hér er um að ræða það hátt
arfgengi að skipuleg notkun á nið-
urstöðum til að byggja á frekar val í
fjárræktinni á að gefa möguleika á
umtalsverðum árangur af sliku vali.
Um leið staðfesti hann með útreikn-
ingum sínum vemlega sterkt erfða-
samband á milli vöðva- og fitu-
flokkunar eins og allir sem unnið
hafa með þessar niðurstöður munu
FREYR 10/99 - 37