Freyr - 01.09.1999, Síða 39
í útreikningunum tæplega 470
þúsund kindur.
Kynbótamat hrúta
með hæstu
kynbótamatseinkunn
I töflu 1 er sýnt kynbótamat
þeirra 16 hrúa á landinu sem fá 115
eða meira í kynbótamatseinkunn
þar sem matinu fyrir gerð og fitu er j
gefíð jafnt vægi og áttu 10 slátur-
lömb eða fleiri í þessum útreikning-
um. I töflunni eru um leið sýndar
einkunnir fyrir þessa hrúta þar sem
vægi er breytt á báða vegu þannig
að annar eiginleikinn hafi 25%
vægi en hinn 75% vægi. Eins og
glöggt má sjá þá breytist einkunn
sumra hrútanna ákaflega mikið eftir
því hvaða innbyrðis vægi er sett á
eiginleikana. A þessu atriði hefur
áður verið vakin athygli. Ljóst er að j
þessir tveir þættir matsins hafa mis-
mikið gildi eftir því við hvaða að-
stæður til framleiðslu hver og einn
bóndi býr. Við mikinn vænleika er
lítill vafí að fitumatið skiptir veru- |
legu máli, en hins vegar kann það
að skipta fremur litlu máli þar sem
vænleiki dilka er mjög hóflegur.
Við úrvinnslu afkvæmarannsókna
er mögulegt að skoða niðurstöður
með hliðsjón af mismunandi vægi á
þættina tvo í kjötmatinu. Full
ástæða er því til að hvetja bændur
til að skoða þessa hluti af ná-
kvæmni áður en endanlegt val er
gert í hrútastofninum á grundvelli
kjötmatsins.
í þessari uppröðun er Stubbur 95-
815 í Oddgeirshólum, sem nú er á j
sæðingastöðinni í Laugardælum,
mjög afgerandi í efsta sætinu. Þetta
er hrútur sem nær að sameina sam-
kvæmt þessum útreikningum bæði
afburða mat fyrir gerð og gott mat
fýrir fítu. Faðir hans, Mjöður 93-
813, sem einnig var síðasta vetur á
stöðinni í Laugardælum, kemur
þama í næsta sæti. Mjöður var son-
ur Galsa 89-929 frá Hesti, en hann
er einn helsti ættfaðir þeirrar hrúta-
línu frá Hesti sem yfírleitt er kennd
við Stramma 83-833, en þar hefur
náðst betur að sameina góða kjöt-
söfnun og litla fitu en í flestu öðm
fé hér á landi eins og einng virðist
skýrt koma fram í þeim niðurstöð-
um sem hér era birtar.
Að öðra leyti verður ekki fjölyrt
um þá hrúta sem era á skrá í töflu 1.
Margir þeirra vöktu strax mikla at-
hygli í afkvæmarannsóknum á síð-
asta hausti og er þama því fátt sem
kemur mikið að óvart. Samt skulu
endurteknir þeir fyrirvarar sem áð-
ur hafa komið fram að ekki hefur
gefist tækifæri til að skoða af ná-
kvæmni allar upplýsingar sem
liggja að baki öllum þessara hrúta
og skal ekki útilokað að i einstaka
tilvikum geti t.d. fyrivarar í sam-
bandi við leiðréttingu vegna fall-
þunga hafa haft óeðlileg áhrif á nið-
urstöður. Vafalítið era samt allir
þeir hrútar, sem þama koma á skrá,
verðir veralegrar athygli.
Rétt er að geta þess að þeir hrútar
sem efstir standa í mati í hvoram
þætti um sig, gerð eða fitu, era að-
eins fáir í þessari töflu. Ástæðan er
sú að hjá mörgum þeirra hrúta fer
saman afbragðs niðurstaða fyrir
annan þáttinn en afleit fyrir hinn,
eins og að ffaman er fjal lað um í
sambandi við tengsl þessara
tveggja eiginleika.
rTafla 2. Kynbótamat sæöingarstöövahrúta sem
áttu 50 eða fleiri lömb með kjötmat haustiö 1998
Meðaltal Kynbótamat
Nafn Númer Fjöldi vöðvi fita vöðvi fita
Móri 87-947 84 6,71 6,29 103 100
Flekkur 89-965 96 6,72 6,46 101 105
Blævar 90-974 69 6,70 6,04 105 93
Þéttir 91-931 120 7,30 6,54 116 90
Hnykkur 91-958 113 6,51 5,74 107 105
Dropi 91-975 92 7,02 6,13 111 101
Faldur 91-990 55 6,53 6,51 108 84
Garpur 92-808 158 7,49 6,42 106 103
Húnn 92-809 115 6,77 6,23 94 111
Hörvi 92-972 73 7,42 6,30 109 109
Fjarki 92-981 128 6,83 6,43 101 102
Skreppur 92-991 63 6,86 6,06 103 93
Njörður 92-994 103 7,01 5,85 102 107
Bjartur 93-800 260 6,93 6,24 100 99
Héli 93-805 64 7,02 6,16 96 110
Galsi 93-963 50 6,68 6,50 112 96
Sólon 93-977 117 6,82 6,37 106 102
Bútur 93-982 223 7,30 6,15 117 100
Djákni 93-983 133 6,80 6,45 104 99
Mjaldur 93-985 174 7,59 6,66 114 90
Moli 93-986 425 7,27 6,03 108 107
Brani 93-988 97 6,48 6,02 98 108
Bylur 94-803 258 6,91 6,34 98 103
Búri 94-806 215 6,91 6,33 104 94
Peli 94-810 160 7,32 6,25 103 110
Spónn 94-993 126 6,81 6,50 97 101
Kúnni 94-997 93 7,00 6,22 111 100
Svaði 94-998 59 7,49 5,98 109 101
Hnoðri 95-801 313 7,03 6,50 100 103
Bjálfi 95-802 171 6,96 6,16 100 102
Serkur 95-811 132 6,98 6,55 89 105
Mölur 95-812 191 7,39 6,59 92 100
FREYR 10/99 - 39