Freyr - 01.09.1999, Síða 43
Vísundarœkt
í Danmörku
Vísundarækt er hafin í
Danmörku. Það eru hjónin
Yvonne og Niels Henrik
Ove, sem búa á Fjóni, sem hófu
þessa ræktun árið 1993 þegar þau
keyptu eitt naut og þrjár kvígur frá
Miðvesturríkjum Bandaríkjanna.
Búgarður þeirra heitir “Ditlevsdal
Bison Farm” og er 50 hektarar að
stærð. Þar eru þau nú með 150
gripi, þar af 50 kýr og er þetta
stærsta vísundabú í Norður-
Evrópu.
Búið hefur fengið mikla athygli
íjölmiðla og hafa nú sex aðrir
bændur í Danmörku tekið upp vís-
undarækt með kaupum á lífdýrum
frá fýrsta búinu. Þá er vísundaeldi
að dreifa sér til fleiri Norðurlanda,
Finnar eru þegar komnir með gripi,
sænskur bóndi hefur samið um að
taka við gripum í desember og
norskir bændur hafa sýnt þessari
búgrein áhuga. Þá hafa komið fyr-
irspumir frá Þýskalandi.
Fullvaxnir vísundar líta ógnvæn-
lega út en em í raun rólegar og
þægilegar skepnur. Við fóðrun
þeirra eða beit þarf einkum að gæta
þess að prótein í fóðri þeirra sé lágt,
ella drepast þeir. Þeir em því fóðr-
aðir með heyi og hálmi auk þess
sem kálfar og kvígur fá fóður-
blöndu með litlu próteini.
Vísundunum er slátrað þegar þeir
eru 500-600 kg á þyngd ogfallþungi
þeirra er 200-250 kg.
Á bújörð skammt frá Óðinsvéum á
Fjóni eru norðuramerískir vísundar
á beit. Alls eru sjö vísundabú I Dan-
mörku.
Til að koma á fót vísundabúi þarf
þrjár kvígur og eitt naut og kaup-
verð þeirra er um 100 þús. d.kr. eða
rúmlega ein milljón í.kr. Vísundar
em hópdýr og þrífast ekki i hópi
með minna en ijómm dýmm. Þeg-
ar þeim fjölgar er hins vegar nóg að
hafa eitt naut fýrir hverjar 10 kýr.
Nautin lynda vel hvert við annað og
koma sér upp sínum eigin innbyrðis
„valdastiga“.
Eldisgripum vísunda er slátrað
eins og hálfs árs. Þá hafa þeir náð
um 500 - 600 kg lifandi þunga og
200-250 kg fallþunga og fyrir kjöt-
ið fást nú um d.kr. 75 á kg. Kjötið
er eftirsótt og minnir á villibráð.
Vemleg eftirspum er einnig eftir
vísundahúðum og hauskúpum sem
notað er til skrauts.
(Unnið upp úr
Landsbladet nr. 35/1999).
FREYR 10/99 - 43