Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 19

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 19
4. tafla. Dæmi um áhrif þurrkstigs byggsins á eldsneytis- kostnað við þurrkun Bygg (hrátt) Þurrefni Úr einu Hráolía til Hráolíu- % tonni af þe. þurrkunar kostnaður A (1818 kg) B (1429 kg) 55 660 kg 70 270 kg 92 lít ~ 4,60 kr./kg þe. 38 lít ~ 1,90 kr./kg þe. Hagfræði kornverkunarinnar er ein- föld: Krónur tilkostnaðarins þurfa að vera sem fæstar en byggkflóin, er til nytja koma, sem flest. Setjum svo að fá eigi 1 tonn þurr- efnis úr hráu byggi á tveimur mis- munandi þurrkstigum: (Tafla 4). Fasti kostnaður þurrkunarinnar ræðst einkum af kaupverði þurrkar- ans, afskriftatíma og árlegri notk- un. Vandinn er sá að byggkomið fellur til á skömmum uppskeru- tíma, og votviðri leggja mikið á þurrkarann. Hvort tveggja getur skarað þurrkunarkostnaðinn upp til vandræða. Nauðsynlegt er því að gera vandaða tækni- og rekstrar- áætlun fyrir þurrkarann áður en lagt er í fjárfestinguna. Þurrkurt - súrsun? Samanburður á þurr- og súrbyggi í tilraunum virðist ekki benda til mikils munar hvað snertir fóður- gildi byggsins. Val á milli aðferð- anna tveggja snýst því frekast um kostnað við verkun þess og geymslu, svo og vinnu og annað umstang, einkum við fóðrun og gjafir. Hálmurinn? Enn hefur að mestu verið litið á hálminn sem aukaafurð byggræktar. Verkun hans og geymsla fylgja sömu línum og gerist við þurrhey. Vanda- lítið virðist að geyma hann í plast- hjúpuðum böggum. Þótt auðveldur sé í þurrkun er hins vegar mikil takmörk fyrir þeim kostnaði við tæknibúnað sem á hann má leggja. Full ástæða er til að meta leiðir sem fara má til hagfelldrar nýtingar hálmsins, hvort heldur er á bygg- ræktarbúinu sjálfu eða utan þess. Að endingu Segja má að síðustu árin hafi á þriðja hundrað byggræktarbændur tekið þátt í stóru þróunarverkefni. Mikil þekking hefur safnast með því, sem ein og sér er afar verðmæt landbúnaðinum. Margir byggrækt- endur standa nú frammi fyrir ýms- um ákvörðunum varðandi fram- haldið, ekki síst hvað snertir verk- un og geymslu byggsins. Þýðingarmikið er að bændur, rann- sóknamenn og leiðbeinendur eigi áfram gott samstarf um leit að hag- felldum leiðum til ræktunar, verk- unar, geymslu og fóðrunar á byggi. Þekking á einstökum þáttum verkfer- ilsins er í mörgu mikil, en kosta þarf kapps um mat á verktækni og kostn- aði með því að skoða ferilinn sem heild. Þannig má helst finna hvað hagkvæmast muni vera hverjum bónda er kann að vilja bjóða gripum sínum byggkom af íslenskum ökmm. Alúð við verkun og vörslu upp- skerunnar eykur hagkvæmni bygg- ræktarinnar. Geymsla rúllubagga Leiðrétting Með grein Bjama Guðmundssonar 8. tbl. Freys birtist röng mynd á bls. á Hvanneyri, Geymsla rúllubagga, í 10. Rétt mynd fylgir hér með. Rúllustæður tiiraunarinnar voru báðar nákvæmiega eins að stærð og gerð; hér sjáum við stæðuna sem höfð var í forsælu. FR6VR 9/2001 - 1 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.