Freyr - 01.07.2001, Qupperneq 29
Lely mjaltabás.
ekki markviss. Þau rekstrarvanda-
mál, sem menn kunna að búa við,
verða ekki leyst með því einu að fá
sér fullkominn tæknibúnað í húsin.
Rekstur og viðhald
búnaðarms
Mjaltabúnaðurinn þarf að vera í
notkun allan sólarhringinn og bil-
anir sem vara lengur en tvo tíma
geta valdið röskun á hegðunar-
mynstri kúnna. Því er nauðsynleg
að reglubundið eftirlit og viðhald á
búnaðinum sé í föstum skorðum.
Framleiðandi eða umboðsmaður
hans þarf því að veita kaupandan-
um ýtarlegar upplýsingar þegar í
upphafi, einkum hvaða hlutir þurfa
daglegt eða vikulegt eftirlit. Nauð-
synlegt er að kaupandinn fái að-
gengilega leiðbeiningabók.
Við kaup á SMT kerfi er jafn-
framt gerður samningur við selj-
anda um þjónustueftirlit. í þeim
samningi er nauðsynlegt að lýsa
nákvæmlega til hvaða hluta samn-
ingurinn nær og hvað notandinn
þarf að greiða aukalega. Eftir
hverja þjónustuskoðun sé gerð
skýrsla um hvaða hlutir hafa verið
skoðaðir og um hvaða hluti hefur
verið skipt, líkt og t.d. er við þjón-
ustueftirlit á bifreiðum.
Litið til framtíðar er ljóst að SMT
- tæknin er ennþá á þróunarstigi þar
sem eftir er að endurbæta ýmsa
þætti. Eftirfarandi atriði er sérstak-
lega mikilvægt að verði rannsökuð:
* Þjálfun þeirra sem nota tæknina
þannig að viðkomandi hafi betri
innsýn í tæknileg atriði og hvaða
möguleika eru fyrir hendi.
* Fínstilling tækjanna í þá veru að
þau nýtist til fullnustu.
* Endurbætt tækni þannig að
rekstraröryggið aukist og við-
haldskostnaður verði minni.
* Aframhaldandi þróun á skynjur-
um og aðferðum til vöktunar á
búnaði, gripum og gæðum fram-
leiðslunnar.
Prófun á sjálfvirkri
mjaitatækni og lagaákvæði
Leyfi til notkunar á SMT í Dan-
mörku er bundin aðlögunartíma-
bili. Það hefur í för með sér að nýj-
ar gerðir af kerfum verður að prófa
með hliðsjón af eiginleikum þeirra
til að skilja frá mjólk senr uppfyllir
ekki tilteknar gæðakröfur. Eftir
prófunina er útbúin framkvæmda-
lýsing á notendaeftirliti (egenkon-
trol). Til þessa hafa verið prófuð
eftirfarandi tæki:
* Prolion model 2LMI
* Lely Astronaut model 20
* Fullwood Merlin model 1999.
Almennt má segja að ekkert
þessara kerfa hafa búnað sem skilur
frá með fullnægjandi hætti mjólk
við mjaltir sem er menguð eða með
breytta efnasamsetningu. Öryggið
við greiningu á einstaklingum hef-
ur ekki reynst fullnægjandi. Það á
fyrst og fremst við gripi sem eru
með viðvarandi (krpniska) júgur-
bólgu. Gagnvart nýjum tilfellum og
snöggum breytingum (akut forhöj-
else) er öryggið mun meira. Jafn-
framt hefur komið fram að búnað-
urinn gefur of oft viðvörun án þess
að um sé að ræða of háa frumutölu.
Unnið er nú að endurbótum hvað
þetta varðar í kerfunum.
Sjálfvirku mjaltakerfm eru með
búnað sem sér um að skola mjalta-
tækin milli gripa til að minnka líkur
á smiti milli einstaklinga. Við próf-
anir hefur verið bent á að skolunin
sé oft ófullnægjandi að því leyti að
vatn situr eftir í slöngum og mjalta-
búnaði sem kemur fram þegar
frostmark mjólkurinnar er mælt.
Einnig hefur komið fram að sýru-
stig mjólkurinnar getur breyst með-
an á mjöltum stendur umfram það
sem á sér stað við hefðbundnar
mjaltir. Þau kerfí, sem hafa verið
prófuð, veita öll möguleika á ein-
staklingsbundnu eftirlit sem tryggir
að gripirnir komi til mjalta. Sam-
vinna við framleiðendur tækjanna
hefur gengið vel fyrir sig meðan á
prófunum hefur staðið. Einnig hef-
ur verið mikill áhugi frá þeirra
hendi að þróa búnaðinn í þá veru að
mjólkurgæðin rýrni ekki við að
nota umrædda tækni og reyndar má
líta á það sem sameiginlegt verk-
efni rannsóknastofnana og fram-
leiðenda.
Innra gæðaeftirlit
Mjólkurframleiðendur með SMT
tækni gátu frá vordögum 1999
fengið aðstoð frá mjólkurbúununr
varðandi innra eftirlit með fram-
leiðslunni (egenkontrol). í því fellst
að ráðunautur frá viðkomandi
mjólkurbúi kemur til ráðgjafar þeg-
ar tæknin er tekin í notkun. Þá er
einkum lögð áhersla á að greina
þær kýr sem eru með viðvarandi
júgurbólgu (krpnisk mastitis). Það
tekur einnig til nrjólkurgæða í tank-
sýnum. Niðurstöður af þessari
skipan mála var í stórum dráttum
pRÉVR 9/2001 - 29