Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 33
koma leiðbeiningaþjónustunnar að
ráðgjöf í rekstri sauðfjárbúa batnar
við tilkomu gæðastýringarinnar.
Einnig mun hópstarf bænda sjálfra,
með og án aðkomu annarra, geta
skilað mörgum hagræðingu. En
þessir þættir eru háðir því að menn
gangi til liðs við gæðastýringuna
með jákvæðu hugarfari og með það
í huga að vinna að framförum og
betri afkomu. Minnst af þessu ger-
ist ef menn vinna ekki að því af
heilindum.
Hvað kemur næst?
Nú í sumar er verið að ganga frá
einum erfiðasta þættinum í gæða-
stýringunni og það er landnýtingin.
Þjóðarsátt um beitamýtingu lands-
ins er einn af mikilvægustu þáttum
sauðfjársamningsins markaðslega
séð og jafnframt einn af þeim erfið-
ari í framkvæmd. Þátttakandi í
gæðastýringu verður að hafa yfir
nægu beitilandi að ráða fyrir fé sitt
og er miðað við það að landið sé í
ásættanlegu ástandi og alla jafna í
kyrrstöðu eða framför. Ef heima-
lönd eða afréttir eru ofbeitt að mati
fagaðila verða viðkomandi bændur
og Landgræðsla ríkisins að útbúa
sameiginlega áætlun um úrbætur
þannig að landið standist ætlað
beitarálag.
Fyrir utan þetta er síðan verið að
ganga frá eftirlitsþætti gæðastýr-
ingarinnar sem þarf að vera trú-
verðugur án þess að verða fjárfrekt
bákn.
Næsta vetur verður síðan seinni
dagur námskeiðsins og þar verður
farið yfir þessa þætti ásamt því að
fara yfir umsóknarferli um þátttöku
í verkefninu, s.s. skilyrði um ásýnd
býlis.
Hvernig er tónninn almennt í
sauðfjárbœnditm ?
Almennt séð finnst mér tónninn í
sauðfjárbændum vera jákvæður og
að þeir líti á gæðastýringuna sem
verulegt sóknarfæri fyrir búgrein-
ina. Eg vil taka það fram að að
mínu mati er gagnrýni, sem sett er
fram á jákvæðan og uppbyggilegan
hátt, verðmæt og nauðsynleg
hverju verkefni. A sama hátt er
ómálefnaleg gagnrýni og niðurrif
ekki til þess fallin að flýta fram-
förum.
Hvað lœrðir þú á þessum nám-
skeiðum ?
Fyrir utan það að ég lærði margt
varðandi sauðfjárrækt sem slíka og
hvað búskaparhættir eru mismun-
andi eftir landsvæðum þá öðlaðist
ég fullvissu á því að unnt sé að
bæta verulega búreksturinn með
aðstoð gæðastýringar.
Svo kynntist ég mörgu fólki og
lærði spekilega málshætti, eins og
til dæmis að „oft er misjafn sauður
í mögru fé”.
Eitthvað að lokum?
Eg vil bara hvetja sauðfjárbænd-
ur til þess að fara að prófa skrán-
ingarskjölin. Það er um að gera að
nýta undirbúningstímann sem best
og sumar skráningamar eru þess
eðlis að það verður hver að finna
sinn takt. Það hefur aðeins borið á
því að menn taki þetta alltof hátíð-
lega og skrái til dæmis beitina
nærri því á hvem grip fyrir sig. Það
getur verið betra að gera heldur
minni kröfur til sjálf sín í upphafi
og finna smátt og smátt hvað gagn-
ast manni best.
Á. Þ.
Molar
Samrekstur
á kúabúum
I Noregi er það opinber stefna
að hvetja bændur til að sameina
kúabú sín og samreka þau þannig
að eigendur skiptist á að mjólka
og deili með sér öðrurn verkum
eftir samningi sem gerður er þar
um. Með þessu móti er unnt að ná
verulega niður framleiðslukostn-
aðinum. Sem dæmi má nefna að
áætlað er að framleiðslukostnaður
á lítra mjólkur á búi með 180 þús-
und lítra kvóta sé 61% af því sem
hann er á búi með 50 þúsund lítra
kvóta. A hinn bóginn verður að
ganga vel frá samningum þannig
að samkomulag sé um alla til-
högun rekstrarins.
Áætlað er að 100 - 200 ný sam-
rekstrarbú í mjólkurframleiðslu
verði stofnuð í Noregi á þessu ári.
(Norsk Landbruk, nr. 8/2001)
Svínabúum
fækkar í Noregi
Norskum svínabúum fækkaði
um 20% árið 2000. Ástæðan var
sú að í samningi ríkisins og bænda
um framlög til landbúnaðar lækk-
aði það lágmarksverð sem bænd-
um er tryggt þar í landi fyrir svína-
kjöt um nettó 2 nkr. á kg. Meðal-
bústærð í svínarækt í Noregi er nú
um 20 gyltur og fer stækkandi.
Svínarækt í Noregi er mikilvæg
fyrir þarlenda komrækt sem er
einn stærsti kaupandi á norsku
fóðurkomi. Norskum kornbænd-
um og fyrirtækjum þeirra er því í
mun að ekki verði samdráttur í
svínaræktinni.
(Norsk Landbruk, nr. 7/23001).
Danskir bændur
á Netinu
58 prósent danskra bænda em
með tölvu og af þeim em 73%
með aðgang að Netinu og fjölgar
tölvuvæddum bændum jafnt og
þétt. Þeir nota tölvur ekki ein-
göngu til að létta sér bókhaldið og
hvers kyns skýrsluhald eða að
leita sér ráða í búskapnum, heldur
fylgjast þeir jafnvel með kúnum í
fjósinu, með vöktunarbúnaði sem
tengdur er tölvunni.
(Bondeblcidet nr. 27-28/2001).
pR€YR 9/2001 - 33