Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2001, Page 34

Freyr - 01.07.2001, Page 34
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Brautskráning kandidata og búfræðinga vorið 2001. Brautskráning frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri fór fram föstudaginn 25. maí sl. Þetta var fyrsta brautskráning kandidata frá hinum nýja Landbún- aðarháskóla á Hvanneyri og því ntikil tímamót í starfsemi skólans. I fyrsta sinn var brautskráning einnig sameiginleg fyrir háskólanámið og bændadeildina og var almenn ánægja með það fyrirkomulag. Um 270 manns voru viðstaddir. I ræðu sinni rakti rektor, Magnús B. Jóns- son, mikilvægt hlutverk Landbún- aðarháskólans í framtíð íslensks landbúnaðar og náttúrunýtingar al- mennt og greindi frá víðtæku sam- starfi LBH og systurstofnana. Má þar nefna víðtækt samstarf við RALA varðandi bútæknirannsókn- ir og í sauðfjárrækt en fjárbú RALA og LBH hafa verið samein- uð á Hesti. Einnig er unnið að gerð samstarfssamninga við Hólaskóla og Garðyrkjuskólann um aukið samstarf við nám og kennslu og þá má nefna nýuppfærðan samning við Hagþjónustu landbúnaðarins um samstarf. Þá greindi hann frá því að góð aðsókn væri að nýrri námsbraut skólans sem tekið væri inn á nú í sumar en það er Um- hverfisskipulagsbraut. Að loknu þriggja ára námi á Hvanneyri gefst þeim nemendum kostur á meistara- námi í landslagsarkitektúr við syst- urháskóla á hinum Norðurlöndun- um, þar sem einingar frá LBH fást að fullu metnar inn í það kerfi. í hópi kandídata voru nokkrir sem tóku hluta af námi sínu (15 einingar) við LBH norður á Hólum, en samstarf skólanna gefur ákveðn- um hópi nemenda færi á að sérhæfa sig rækilega í reiðkennslu og reið- mennsku. Þá voru þrír nemendur útskrifað- ir með búfræðipróf úr fjamámi en það er í fyrsta skiptið sem það ger- ist. Fjamámið hefur átt miklum wr\ Búfræðingar útskrifaðir frá Hvanneyri vorið 2001, ásamt rektor skólans Magnúsi B. Jónssyni. (Ljósm. Haiigrímur Indriðason). 34 - FR€YR 9/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.