Freyr - 01.11.2003, Síða 5
Rögnvaldur og Sigrún i Flugumýrarhvammi með þrjú börn sín, þau Sindra
og Þórunni en fyrir framan stendur Jórunn. (Freysmynd).
Jú, það hefiir aukist verulega, en
í mínum augum er það fyrst og
fremst bættri heyverkun og þar
með fóðrun að þakka en í minna
mæli kynbótum.
Rúlluvœðingin er ekki hafin
þegarþú tekur við búinu?
Nei, framan af heyjuðum við að
langmestu leyti laust í súgþurrkun
með heyhleðsluvagni og dreifí-
kerfi í hlöðu. Það hey, sem ekki
komst í hlöðu, bundum við í litla
bagga eða verkuðum í votheys-
gryfjum. Við færðum okkur yfír í
rúllurnar þegar sú tækni kom og
hættum fyrst með baggana og vot-
heyið, sem var fyrirhafnarsamur
heyskapur. Sigrún, kona mín, er
með ofnæmi fyrir maurum í þurr-
heyi þannig að það var góð breyt-
ing að hætta alveg við þurrheys-
verkunina og nú höfúm við verk-
að allt í rúllur síðustu árin.
En það er betri verkun í rúllun-
um sem skiptir máli um betri fóðr-
un en ekki t.d. aukin fóðurbœtis-
gjöf?
Já, bæði slæ ég orðið fyrr en áð-
ur og er mikið til hættur að fá hey-
skemmdir út af veðurfari, þ.e. að
heyið velkist í óþurrkum eins og
áður gerðist. Hins vegar þurrka ég
heyið eins mikið og ég mögulega
get áður en ég rúlla það og helst
fullþurrka það ef kostur er.
Reynsla mín er sú að eftir því sem
ég næ þurrara í rúllumar þeirn
mun meira heyi kem ég í gripina.
Ég gef svo líka meiri fóðurbæti en
áður vegna þess að kýmar em
famar að mjólka meira, en þar hef
ég sett mér bæði lágmark í nyt
þegar fóðurbætisgjöf hefst og há-
marksgjöf á kú.
Hvernig hagarþú gjöfinni?
Ég er með gamalt básafjós, sem
hefur pláss fyrir 32 kýr, með
venjulegt rörmjaltakerfi og haug-
hús undir eins og gengur og ger-
ist. Það er svo hlaða innan við og
þangað get ég keyrt með rúllumar
og klofíð þær með hníf framan á
gálga á traktomum. Síðan flyt ég
heyið á hjólakvísl fram á fóður-
gang. Þetta er auðvelt ef heyið er
sæmilega þurrt. Mjaltir og gjafir
eru tiltölulega létt verk hjá mér
miðað við þrif og þess háttar.
Hefurðu verið að endurrœkta
túnin?
Já, en of lítið. Ég hef átt mér það
markmið að endurrækta 2-3 hekt-
Loftmynd af Flugumýrarhvammi.
Freyr 9/2003 - 5 |