Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Síða 6

Freyr - 01.11.2003, Síða 6
Flugumýrarhvammur. (Ljósm. Sigrún H. Þorsteinsdóttir). ara á ári en ekki náð því alltaf. Ég hef ekki tengt það grænfóðurrækt því að ég hef verið með sama stykkið undir grænfóður, þ.e. fóð- urkál og næpu saman, nú í 16 ár. Nú er hins vegar arfinn farinn að sækja svo á í þessu stykki að ég verð að fara að úða gegn honum og loka því. Hingað til hef ég al- veg sloppið við að úða gegn arfa. Hefur þii tekið þátt í kornrœkt- inni hér í Skagafirði? Nei, ég er of latur til þess. Ég dáist hins vegar að þessum eld- hugurn sem hafa rifið upp korn- ræktina hér í firðinum. Mér hefur einkum vaxið i augum vinnan að vetrinum við að valsa komið. Ég læt það vera með vorverkin og uppskeruna. Ég hef aðeins prófað að kaupa valsað korn af bændunt og þetta er afburða gott fóður og kýmar vit- lausar í það. Annars hef ég skipt við fóðurverksmiðjuna í Vall- hólminum en kaupfélagið á og rekur þar blöndunarstöð fyrir fóð- urbæti. Hvað gerir þú við hrossin? Þarftu að fara í göngur? Já, ég þarf þess að vísu, en eftir vinnuslys sem ég lenti í fyrir löngu þá kemst ég ekki sjálfúr og sit ekki hest nema á bestu leiðum. Ég á eins og aðrir hér um slóðir upprekstur á Silfrastaðaafrétti og skaffa menn í göngur þar á hverju hausti. Síðan á ég líka land inni í Aust- urdal, en ég á hlut í Abæ í Aust- urdal og fór þar í göngur í nokkur ár, en hef ekki gert það lengi. Það er enda vinsælt og ekki nein mannekla. Þetta þykja miklar sportferðir þó að það þurfi að smala allt frá jökli og niður. Ör- æfin em að vísu farin á bíl nú í all- mörg ár, en það þarf að fara á hestum frá Merkigili að skála fram á Hildarseli og síðan í Grána, sem er fjallakofi v;g Qeld- ingsá á mótum Laugarfellsöræfa og Austurdals. Það fara þetta 7-9 menn enda er þama orðið fátt fé. Ertu þá ekki með skagfirska hestabakteríu? Nei, það held ég ekki. Ég hef aldrei verið mikill hestamaður og ekki fengist neitt sem heitið getur við tamningar. Ég er linur við að sækja stórmót, kem rétt til að sjá úrvalið og hef gaman af góðum hrossum, glæsilegum knöpum og fallegum sýningum og hafði gam- an af að koma á hestbak meðan heilsan leyfði. En hestamaður hef ég aldrei verið. Ég á mér þó alltaf nokkur folöld og trippi og mér hefúr gengið sæmilega að losna við þau. Systir mín og mágur reka hestabú á Suðurlandi, í Hestheim- um í Rangárvallasýslu, og þau hafa tekið við hestunum frá mér. Landbúnaður og úrvinnsla AFURÐA í SKAGAFIRÐI Það hefur verið eftirtektarvert hvað Skagfirðingar hafa bœtt hlut sinn í framleiðslurétti í landbún- aði sem og í úrvinnslu afúrða síð- ustu árin þar sem Kaupfélag Skagfirðinga hefur haft forystu. Þú hefur verið viðriðinn þetta? Já, ég hef setið í stjóm KS í rúman áratug. Það að við höfum haldið okkar hlut og vel það bygg- ist á því að við bárum gæfú til þess að eiga öflugt samvinnufyrir- tæki með blandaðan rekstur eins og kaupfélögin voru flest áður fyrr. Fyrir allmörgum ámm settum við okkur það markmið í mjólkur- ffamleiðslu að koma henni upp í 10 ntilljón lítra í Skagafirði fyrir aldamótin siðustu. Það tókst ekki alveg en fljótlega eftir það. Kaup- félagið kom að því, bæði með því að útvega framleiðslurétt og lána mönnum fé. Þetta gekk býsna vel og fátt, sem kaupfélagið hefur gert, hefúr mælst betur fyrir innan héraðsins. Þegar svo vom leyfð viðskipti með sauðfjárrétt þá fórum við líka þar í gang. Munurinn er hins veg- ar sá að kaupfélagið hefur nokkuð stærra viðskiptasvæði við ljár- bændur en mjólkurframleiðendur. Þannig leggja bændur af Vest- fjörðum og Ströndum inn fé hjá okkur og þessir bændur njóta jafn- ræðis hjá okkur við félagsmenn okkar. Mjólkursainlagið KS er góð rekstrareining, sem gengur vel, en aftur er sauðfé það fátt í Skaga- firði að það getur ekki eitt og sér verið gmnnur undir öflugu slátur- | 6 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.