Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 8
útflutning sé sem líkust. Við trúum
því að kröfur innanlandsmarkaðar-
ins um vinnslu kjötsins verði hinar
sömu og á hina erlenduog best sé
að taka strax tillit til þess.
Þið hafið þá haldið ykkar hlut í
þeim hremmingum sem gengið
hafayfir islenskan kjötmarkað?
Já, ég tel það, við höfum slopp-
ið við það að afurðasölufyrirtæki
hafi ekki getað staðið í skilum við
framleiðendur. Þetta stafar af því
að við höfum verið með öflugt
samvinnufélag í blönduðum rek-
stri og haft möguleika á að færa til
peninga milli rekstrarþátta. Út-
gerð og fiskvinnsla KS hefur
gengið vel að undanfomu og það-
an hefur verið fært fé í landbúnað-
arhlutann. Aður áraði illa í útgerð
og fískvinnslu og hún þurfti
stuðning. Það gildir hér að hafa
eggin ekki öll í sömu körfunni og
þó að þau hafa oft brotnað þá ger-
ist það sjaldnast í öllum kröfunum
samtímis.
Félagsmálastörf
Þú hefur tekið þátt í félagsmál-
um bœnda bæði í hérað og á
landsvísu?
Já, en þó að ég hafi komið ná-
lægt þessum málum á landsvísu
þá er ég fyrst og fremst harður
baráttumaður fyrir hinar dreifðu
byggðir. Félagsmálastörf mín fyr-
ir bændur hófust annars með því
að ég var kosinri formaður Félags
kúabænda í Skagafirði árið 1991
og sat þrjú ár. Þau ár sat ég aðal-
fúndi Landssambands kúabænda.
Sama haustið, þ.e. 1991, lenti ég
inn á aðalfund Stéttarsambands
bænda í fyrsta skipti og mjög
óvænt inn í stjóm þess. Þar sat ég
þangað til Stéttarsambandið var
sameinað Búnaðarfélagi íslands í
Bændasamtök Islands.
A þessunr árum var ekki mikil
togstreita milli búgreinafélaga og
heildarsamtakanna og verkaskipt-
ingin nokkuð skýr. Síðan hefur
ýmislegt gerst og nú er þessi
verkaskipting orðin harla óljós.
Sannfæring mín er sú, og hún
styrkist með hverju búnaðarþingi
sem ég sit, að tvöfalt kerfi i kosn-
ingu búnaðarþingsfulltrúa, þ.e.
annars vegar fulltrúa búnaðarsam-
bandanna og hins vegar búgreina-
samtakanna, er félagslega vonlaust
kerfi. Og tvöföld kerfi em það alls
staðar.
í sauðfjárrækt er tvöfalt fram-
leiðslukerfi, þ.e. 0,7 reglan og hin.
Þetta er dauðadæmt kerfi og lam-
ar samtök sauðfjárbænda.
Eg tel að það eigi einungis að
kjósa til búnaðarþings í búnaðar-
samböndunum. Búgreinar í hverju
héraði eiga að sameinast innan
hvers búnaðarsambands, eins og
þær gera víðast hvar, og þaðan
eigi fulltrúar þeirra að koma.
Hvemig menn síðan ráðslaga
innan búnaðarsambandanna milli
hreppabúnaðarfélaga og bú-
greinafélaga getur svo verið með
ýmsu móti. Hér í Skagafirði hafa
menn t.d. beina aðild bænda að
búnaðarsambandinu en sums
staðar eiga bæði hreppabúnaðar-
félög og búgreinafélög aðild að
því. Að sjálfsögðu starfa menn við
mismunandi búgreinar en heildar-
hagsmunimir, sem verið er að fást
við á búnaðarþingi og hjá heildar-
samtökunum, em svo samtvinn-
aðir fyrir alla bændur að það veld-
ur aðeins sundrungu að kljúfa þá
niður í búgreinar. Þetta er fyrst og
ffemst slagur við ríkisvald og lög-
gjafarvald og síðan samræming á
innri málefnum stéttarinnar.
Ég tel að fulltrúar búgreinanna á
búnaðarþingi líti á sig í alltof
miklum mæli senr fulltrúa bú-
greina sinna á sama tíma og við,
sem emm kosnir hjá búnaðarsam-
böndunum, höfum nauðugir vilj-
ugir orðið að líta á okkur sem full-
trúa allra búgreina.
Nokkur hópur búnaðarþings-
fulltrúa hefitr með sér samband
sem nefrit er Norðvesturhópurinn.
Já, upphaf hans má rekja til
þess að við stjórnarkjör á fyrsta
búnaðarþingi eftir að Búnaðarfé-
lag íslands og Stéttarsamband
bænda voru sameinuð, árið 1995,
þá gerðist það að enginn stjórnar-
maður var af svæðinu frá Eyja-
firði vestur um og suður á Snæ-
fellsnes. Þetta er að hluta til eitt
| 8 - Freyr 9/2003