Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 10

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 10
fyrirtæki er alveg í eigu heimaað- ila og þar af á Kaupfélag Skag- firðinga um 90% og þar sem það er í félagslegri eigu þá verður ekk- ert farið með það úr héraðinu. Það skiptir auðvitað meginmáli. Þetta undirstrikar líka hversu mikilvægt það er að atvinnulífið sé fjölbreytt. Það hefur ekki alltaf árað vel í fiskinum og þá var gott að eiga aðrar greinar til að hlaupa upp á. Fiskvinnsla hér komst í miklar þrengingar fyrir ekki mjög löngu, um 1990 var t.d. mjög tví- sýnt um það hvort Fiskiðjan lifði af. Það er heldur enga dul á það að draga að við höfum verið afburða heppnir með stjórnendur, hvort sem er hjá kaupfélaginu eða Fisk- iðjunni núna seinni árin og það hefur ekki lítið að segja. Moli Köfnunarefni í ÚRKOMU Brennisteinn í úrkomu á Skáni í Suður-Svíþjóð hefur minnkað úr 14 kg á hektara á ári um 1990 í 6 kg á ha nú. Köfnunarefni í úrkomu á sömu slóðum hefur hins vegar ekki breyst á þessu tímabili og er um 8 - 10 kg á ha á ári. Þetta er meira köfnunarefni heldur en náttúran þolir, segir Eva Hallgren Larsson, sérfræðingur hjá “Luftvárdsförbundet” á Skáni. Afleiðingin er að köfnunar- efni i jarðvegi vex og lekur þaðan út í ár og vötn og eykur m.a. nítratmagn í drykkjarvatni. Orsök þessa er aukin losun köfnunarefnis við brennslu orkugjafa; í umferðinni, iðnaði og orkuverum. Engin lausn er á vandamálinu önnur en sú að draga úr þessari brennslu. (Land Skogsland nr. 22/2003). Það virðist margt í gangi í at- vinnumálum í Skagafirði? Já, ég býst við því að það megi segja. Skagfírðingar eru þekktir fyrir áhuga sinn á hrossum og það skapar allmörg störf bæði gegnum hrossasölu, hestaleigur og móts- hald. Þá er þetta eitt af þeim svæðum þar sem loðdýraræktin hefur lifað hvað best. Þar er núna peninga- lega þungt fyrir fæti en árangurinn í ræktuninni hefur verið mjög góður. Svo má nefha að menn vænta góðs af bleikjurannsóknunum á Hólum í Hjaltadal. Þá er sútunarverksmiðjan Loð- skinn á Sauðárkróki afitur á upp- leið og í tengslum við hana er fyr- irtækið Sjávarleður sem vinnur hágæðavörur úr fískroði, svo sem af karfa, laxi, steinbíti og hlýra. Svo má ekki gleyma því að Stein- ullarverksmiðjan á Sauðárkróki er traust fyrirtæki sem veitir mörg- um vinnu. Þetta og margt annað ótalið styrkir hvað annað. Framtíð íslensk landbúnaðar? Þar frnnst mér það mest í húfi að við höldum okkur utan við Evrópusambandið. Við eigum hins vegar að taka þátt í þeim al- þjóðasamningum sem okkur ber að eiga aðild að, hvort sem er tví- hliða eða fjölþjóðlegum. Það ligg- ur nú fyrir yfirlýsing landbúnaðar- og fiskveiðistjóra ESB, Franz Fi- schler, að við munum láta af hendi yfirstjóm á fisveiðum okkar með inngöngu í sambandið og augljóst er hvað verður um landbúnaðinn, hann hrynur meira og minna. Annars sýnist mér að landbún- aður okkar sé að hopa frá megin þéttbýlinu og að hin hefðbundna landbúnaðarframleiðsla leggist af á suðvesturhorni landsins. Hins vegar fara jarðimar þar ekki í eyði, heldur verða lagðar undir aðra starfsemi. Ég vona á hinn bóginn að við bemm gæfu til þess að halda hin- um dreifðari byggðum í hefð- bundinni framleiðslu þannig að við verðum áfram sjálfum okkur nóg um þær búvörur sem við höf- um verið að framleiða og getum framleitt með góðu móti, þ.e. mjólk, kjöt og garðyrkjuafurðir. Ég get hins vegar ekki sagt að útlitið sé neitt bjart um þessar mundir, kjötgeirinn t.d. allur í uppnámi sem hefur gerst fyrst og fremst á ábyrgð misviturra fjár- málastofnana. Menn hafa búið við það í hvítkjötinu að selja afurðir sínar langtímum saman langt und- ir framleiðslukostnaði og það skaðar ekki aðeins fjárhag þeirra heldur allra annarra kjötgreina og það ekkert smávegis. Ábyrgð fjár- málastofnana er þama mikil. Ég tel hins vegar að það sé hægt að reka farsælan landbúnað hér á landi. En til þess að það gerist þurfa stjómvöld að standa fast við bakið á honum. Við keppum aldr- ei í verði við lönd sem búa við miklu hagstæðari veðurfarsleg skilyrði, þar sem ræktunartímabil- ið er t.d. átta eða níu inánuðir á ári. Við verðum að keppa við þau á sérstöðu okkar og gæðum. Ég tel að við eigum þar líka möguleika, við eigum hreint land og hreina orku og eigum að geta verið með gott eftirlit varðandi lyfjamengun og önnur heilbrigð- isatriði. Lega landsins gerir líka ýmsa eiturefnanotkun óþarfa. Við eigum þannig ágæta möguleika til að standa okkur. Manni er sagt að íslenskir neyt- endur spyrji fyrst og fremst um verð matvæla en mér virðist það að allar kannanir sýni að almenn- ingur vilji halda í íslenskan land- búnað og sé tilbúinn að styrkja hann eins og þarf. Styrkir við landbúnað em enda í gangi allt í kringum okkur. M.E 110 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.