Freyr - 01.11.2003, Side 12
jákvæðir gagnvart júgurhreysti
kúnna.
Tengsl mjalta
OGJÚGURHREYSTI
Prófessor G.W. Rogers ljallaði
einnig um tengsl mjalta og júgur-
hreysti. Hann taldi visbendingar
orðnar yfirgnæfandi um að aukin
júgurbólga tengdist bæði þungum
en einnig mjög hröðum mjöltum.
Þetta sagði hann ástæðu þess að
víða væri hætt að horfa á mjalta-
hraða líkt og áður var gert við
kynbætur mjólkurkúa. Hér er um
að ræða niðurstöður, sem mér
virðast í fullum samhljómi við
það sem er orðið vel þekkt hjá ís-
lenskum mjólkurkúm, og gefi
okkur ef til vill einnig tilefni til að
endurskoða áherslur okkar í rækt-
unarstarfinu gagnvart mjöltum
kúnna.
Eins og fram hefur komið er
skráning beint á júgurbólgu óvíða
fyrir hendi til að notast við í rækt-
unarstarfínu. Urval fyrir júgur-
hreysti hefur víðast byggst á því
að nota óbeint úrval þar sem
frumutala er notuð sem mæli-
kvarði um júgurhreysti. Rann-
sóknir sýna að hún hentar um
margt vel til þess. Arfgengi
frumutölumælinga er talsvert
hærra en fyrir júgurbólgu eins og
hún er yfirleitt skráð i dag. Megin-
hluti rannsókna sýnir einnig til-
tölulega hátt erfðasamband
frumutölu og júgurbólgu, eða á
bilinu 0,5 - 0,7.
Á allra síðustu árum hafa leiðni-
mælingar í mjólk komið til sem
óbeinn mælikvarði líkt og frumu-
talan. Eins og ýmsir þekkja nota
margir júgurbólgugreinar í nýjum
mjaltakerfum þessa tækni. Þama
voru kynntar fyrstu niðurstöður
rannsókna á erfðaþáttum leiðni-
mælinganna sem gefa visbending-
ar um að þar sé um hliðstæðan
eiginleika og ffumutölu að ræða.
Með mælingum úr einstökum júg-
urhlutum, eins og mörg mjalta-
kerfi gefa möguleika á, skapast
tækifæri til enn nákvæmari skrán-
inga.
Verulega mikið var kynnt þama
af einstökum rannsóknarverkefn-
um vítt og breitt úr heiminum þar
sem verið var að bregða frekara
ljósi á ýmsa þætti sem tengjast
júgurheilbrigði mjólkurkúa.
Umfangsmikil ítölsk rannsókn
hafði notað talnagögn úr skýrslu-
haldi þar í landi til að varpa ljósi á
þá spumingu, sem verið hefur
umræðuefni erfðafræðinga um
áratuga skeið, hvort mjög lágri
frumutölu hjá mjólkurkúm fylgi
hugsanlega lítil almenn mótstaða
og þannig geti verið álitaefni að
nota frumutölu til að velja beint
fyrir júgurhreysti. Umrædd rann-
sókn veitti þessari skoðun engan
stuðning.
Einnig var kynnt kanadísk
rannsókn sem reyndi að meta
hvort mögulegt væri að óbeint
val á grundvelli frumutölu gæti
leitt til að áhætta á einhverjum
formum smitandi júgurbólgu yk-
ist. Niðurstöður sínar túlka Kan-
adamenn á þann veg að vissar
vísbendingar séu um slíkt. Þetta
er sá þáttur sem ætið þarf að hafa
í huga við óbeint úrval fyrir eig-
inleika, þ.e. að mögulegt sé á að
sá breytileiki, sem eftir standi,
verði sá sem enga fylgni skapar
og verði þess vegna ráðandi í
tímans rás.
Frumutala á ýmsum
STIGUM MJALTASKEIÐS
Þá var kynnt mikið af rann-
sóknarverkefnum þar sem verið
var að skoða frumutölu út frá ein-
stökum mælingum í stað meðal-
tala fyrir heil mjólkurskeið.
Þannig er mögulegt að skilgreina
mælingar á tímabilum mislangt
frá burði sein sjálfstæða eigin-
leika og meta arfgengi þeirra
þannig og einnig að skoða tengsl
milli þessara “mismunandi júgur-
bólguþátta”. Þama voru margir
einnig að beita hliðstæðum að-
ferðum og verið hafa að ryðja sér
til rúms víða við skoðun á mæl-
ingum frá einstökum mælidögum
(test-days) fyrir mjólkurmagn.
Lang athyglisverðustu rannsókn-
irnar i þessum efnum voru frá
Noregi úr hinum víðtæka gagna-
grunni þar sem að framan er
nefndur. Þegar gögn fyrir þetta
langt tímabil eru skoðuð er einn-
ig eðlilegt að fara að skoða júgur-
bólgu fyrir tveimur áratugum
sem annan eiginleika en júgur-
bólgu í dag vegna þess að um-
hverfið, t.d. í meðhöndlun, hefur
breyst umtalsvert.
Það er ljóst út frá þessum rann-
sóknum að frumutölumælingar á
mismunandi stigum mjaltaskeiðs-
ins eru ekki sami “eiginleiki”.
Rannsóknir sýna hins vegar enga
samsvörun á því hvaða mælingar
sýna hæst arfgengi, þar er munur
milli kúakynja og landa þannig að
niðurstöður verða alls ekki yfir-
færðar beint. Bendingar eru samt
um í fleiri rannsóknum að mæl-
ingar i upphafi og undir lok
mjólkurskeiðsins hafi heldur
hærra arfgengi en mælingar um
miðbik þess. Einnig er alveg ljóst
á grundvelli þessara og eldri
rannsókna að erfðafylgni á milli
mælinga á mismunandi tímabil-
um er alls ekki 1,0, þ.e. um mis-
munandi eiginleika er í raun að
ræða. Greinilegt er að “frá-
brugðnustu” mælingar eru í byrj-
un mjólkurskeiðsins og undir lok
þess.
Þessar niðurstöður sýna því
skýrt að þær forsendur, sem í dag
eru mjög víða notaðar, m.a. hér á
landi, við meðferð á frumutölu-
mælingum í kynbótamatsútreikn-
ingum, að líta á þær sem endur-
tekningar mælingar á sama eigin-
leika, eru ekki réttar forsendur.
Þarna voru kynntar norskar
112 - Freyr 9/2003