Freyr - 01.11.2003, Page 17
Fóðrun og framleiðslu-
sjúkdómar mjólkurkúa
INNGANGUR
Framleiðslusjúkdómar, þ.e.
sjúkdómar tengdir ófullnægjandi
aðbúnaði og fóðrun, eru mjög al-
gengir og kostnaðarsamir hér á
landi. Sjúkdómamir, sem um ræð-
ir, eru m.a. fitulifur, súrdoði, júg-
urbólga, fastar hildir, legbólga og
ófrjósemi og mynda þeir eins kon-
ar sjúkdómahóp kringum burð og
fyrst á mjaltaskeiðinu. Sjúkdóm-
amir era hver öðmm tengdir en
segja má að fitulifur og súrdoði
séu gmnnsjúkdómar þeirra allra.
Sýnilegt og dulið tjón af þess-
um sjúkdómum skiptir hundruð-
um milljóna kr. árlega. I ná-
grannalöndunum hefur náðst
meiri árangur í baráttunni gegn
framleiðslusjúkdómum en hér-
lendis. Tíðni sjáanlegs súrdoða á
íslandi er um 20% meðl8% af-
urðatapi og áætlað er að tíðni du-
lins súrdoða sé um 30% með um
10% afurðatapi. Miðað við þessar
forsendur má gera ráð fyrir að
súrdoði kosti bændur um kr. 400
milljónir á ári eða um 4 krónur á
hvern innveginn mjólkurlítra.
Kostnaðartölur vegna júgurbólgu
eru mun hærri og varlega áætlað
er heildarkostnaður vegna fram-
leiðslusjúkdóma a.m.k. 1 millj-
arður króna eða um 1 milljón
króna á hvert bú.
Fóðrun og fóðrunartækni
Róttækar breytingar hafa orðið
á heyskapartækni síðustu 15 ár.
Bændur hafa horfið frá þurrheyi
og nú eru um 90% heyja verkuð í
rúllur. Þessi breyting hefur al-
mennt gert heyfeng jafnari og
betri að gæðum, bæði hvað orku
og lystugleika varðar, en aukið
niðurbrot próteina við þessa hey-
verkunaraðferð er þó ókostur.
Gróffóður með hátt fóðurgildi er
forsenda þess að kýr svari mikilli
kjamfóðurgjöf, en hún hefur auk-
ist mjög mikið undanfarin ár og er
nú víðast á bilinu 15 -30 kg fyrir
hverja 100 lítra mjólkur fram-
leidda. Algengt er að hlutfall
kjamfóðurs í heildarfóðri sé nú um
og yfir 50% á þurrefnisgrundvelli
fyrrihluta mjaltaskeiðsins. Þannig
hefur orkustyrkur heildarfóðurs
aukist þetta timabil og er nú að
nálgast 1,00 FEm/kg þurrefnis.
Þessi mikla aukning á orkustyrk
fóðursins hefur víðtæk áhrif á efna-
skipti kýrinnar, auk þess sem hátt
hlutfall kjamfóðurs í heildarfóðri
eykur nokkuð hættuna á meltingar-
tmflunum og sveiflum á sýmstigi í
vömb. Erlendis hafa menn bmgðist
við þessu með því að gefa heilfóð-
ur þar sem hver tugga er í jafnvægi
og rétt saman sett miðað við þarfir
kýrinnar. Án efa á þessi fóðmnar-
tækni eftir að ná útbreiðslu á Is-
landi hjá þeim bændum sem leitast
eftir að ná hárri nyt og jafnffamt
viðhalda góðu heilsufari kúa sinna.
Út frá sjónarhóli kýrinnar er heil-
fóðrun besta fóðrunaraðferðin.
Spumingin er hins vegar hvort að-
stæður á búunum leyfi að hægt sé
að koma heilfóðmnartækni við á
hagkvæman hátt.
Afurðir og þættir
SEM STJÓRNA NYT
Afurðir íslenskra kúa hafa auk-
ist mjög hratt undanfarin ár og
hlutfallslega mun hraðar en í ná-
grannalöndunum. Það, sem er líka
athyglisvert, er að þeim búum,
sem ná mjög miklum afurðum, fer
stöðugt fjölgandi. (tafla 1).
Fóðrun, holdafar og erfðir em
mikilvægustu þættimir sem stjóma
afurðamagni. Nauðsynlegt er að
gera sér grein fyrir langtímaáhrifum
fóðmnar á afurðir. Fóðrun í geld-
stöðu hefur mikil áhrif á afurðir og
heilsufar og fóðmn á einu mjalta-
Tafla 1. Yfirlit um framleiðslu árskúa á búum með yfir 10 árskýr. (Bændasamtök íslands 2002).
Ár Fjöldi búa með yfir 7 þús. l/kú Fjöldi búa með með yfir 6 þús. l/kú Fjöldi búa með yfir 5 þús. l/kú
1993 0 5 65
1997 0 7 89
I 2000 3 25 227
I 2001 4 44 275
j 2002 3 59 345
Freyr 9/2003 - 17 |