Freyr - 01.11.2003, Qupperneq 19
Mynd 2. Efnaskiptahringur kýrinnar á mjaltaskeiðinu. Niðurbrot, jafnvægi og
uppbygging.
fyrr en mjólkinni hefur verið dælt
í mjólkurbílinn. Það eru margir
hlekkir í þessari framleiðslukeðju
og mikilvægt að gera sér grein fyr-
ir að þetta er raunveruleg keðja þar
sem einstakir þættir spila saman
og hafa áhrif hver á annan. Há-
marksafurðastefna kallar þess
vegna á markvissa stjómun á öll-
um þáttum búrekstrar og best að
sérffæðingar í jarðrækt, búfjárrækt
og dýralækningum vinni saman að
þessu flókna viðfangsefni.
Nú þegar er gæðastýring víða
stunduð í nautgriparækt. I kyn-
bótastarfínu og í eftirliti með af-
urðum hefur í áratugi verið starfað
eftir hugmyndafræði gæðastýr-
ingar. Aðrir þættir em styttra á veg
komnir og má þar nefna þætti eins
og fóðmn, meðferð og heilsu-
gæslu. Með því koma á heil-
steyptri gæðastýringu, sem eykur
upplýsingaöflun og úrvinnslu
gagna, verður reksturinn mark-
vissari og framleiðni eykst.
Heilsugæsla
Nauðsynlegt er að átta sig á því
að fyrir hvert sjáanlegt sjúkdóms-
tilfelli em mörg dulin tilfelli, þ.e.
truflun á líkamsstarfsemi, sem er
þó ekki það mikil að hún kalli
fram sjáanleg einkenni. Við get-
um líkt þessu við borgarísjaka
sem er að 9/10 hlutum neðansjáv-
ar og aðeins 1/10 hluti er sjáan-
legur.
Kostnaður við sjúkdóma felst
fyrst og ffemst í afurðatapi, með-
höndlun sjúkdómsins, kostnaði við
fyrirbyggjandi aðgerðir og erfða-
ffæðilegu tapi vegna ótímabærrar
endumýjunar. Almennt er talið að
kostnaður vegna dulinna sjúkdóma
sé mun meiri í öllum hópnum en
nokkurn tímann sjáanleg sjúk-
dómstilfelli. Markviss heilsugæsla
og fyrirbyggjandi aðgerðir em því
mjög ábatasamar fyrir bóndann og
full ástæða til að hvetja bændur til
að huga að þessum þáttum.
Holdastigun
Kýr þurfa að vera í góðu líkam-
legu ástandi til að standa undir
mikilli framleiðslu. Reglubundin
holdastigun er þess vegna liður í
markvissri heilsugæslu. Hún get-
ur farið fram á einstökum kúm á
fyrirfram ákveðnum timum
mjaltaskeiðsins. Önnur aðferð,
sem einnig hefur gefist vel, er að
holdastiga allar kýr í íjósinu og
raða þeiin svo eftir tíma frá burði
á línurit (mynd 1). Niðurstöður
þessara athugana eru bomar sam-
an við viðmiðunargildi og hægt að
bregðast við á viðeigandi hátt ef
settum markmiðum er ekki náð.
Mikilvægt er að æskilegum hold-
um (3,0-3,5 stigum) sé náð fyrir
geldstöðu og að þeim holdum sé
viðhaldið fram að burði. Eftir
burð leggja kýmar óhjákvæmilega
af. Botninum (2,25-2,75 stigum)
á að vera náð 8-10 vikum eftir
burð og effir það á kýrin að fara
að bæta rólega við sig allt þar til
burðarholdum er aftur náð í upp-
hafi geldstöðu.
Geldstaða
Geldstaðan er undirbúnings-
tímabil fyrir næsta mjaltaskeið og
ber að líta á það sem slíkt. Geld-
staða á að vera 6-8 vikur. Þetta er
nauðsynlegur tími til endumýjun-
ar á júgurvefnum. Styttri geld-
staða dregur úr afurðum og lengri
geldstöðu fylgir meiri hætta á
efnaskiptasjúkdómum í upphafi
mjaltaskeiðsins. Til að gelda kýr
upp er eðlilegast að draga úr fóðr-
un í nokkra daga og hætta svo
mjöltum snögglega.
Júgurheilbrigði
Athuga þarf júgurheilbrigði i
lok mjaltaskeiðsins, bæði með því
að skoða einstaklingsfrumutölu
síðustu mánuði og taka sýni til
ræktunar úr þeim kúm sem em
grunsamlegar. Meta þarf í ljósi
þessara upplýsinga hvemig með-
höndlun kýrin eigi að fá þegar
mjaltaskeiðinu lýkur. Gott er að
verja heilbrigðar kýr fyrir um-
hverfissmiti (Step.uberis), t.d.
með Dryflex® himnu í byrjun
geldstöðu og aftur nokkmm dög-
um fyrir burð þegar mest hætta er
á lekum spenum. Kýr með dulda
júgurbólgu og háa fmmutölu er
eðlilegt að meðhöndla í byrjun
geldstöðu með sýklalyfjurn. Kýr
með langvarandi júgurbólgu svara
Freyr 9/2003 - 19 |