Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2003, Page 21

Freyr - 01.11.2003, Page 21
eru almennt með grænan skít sem fær á sig gráleitan blæ þegar mik- ið kjamfóður er gefið. í súrdoða gengur meltingin hægt og skítur- inn dökknar og fær á sig glansandi áferð. Yfírleitt er ekki hægt að segja að kúaskítur lykti illa nema um meltingartruflun sé að ræða vegna ójafnvægis í fóðursamsetn- ingu eða vegna sýkinga eins og Salmonella. Enn einn þáttur, sem gott er að skoða til að meta fóðmn og heilsu- far, er magn súrdoðaeíha í mjólk. Handhæg próf fást nú til að greina magn þessara efna í mjólk en súrdoðaefnin em mælikvarði á efnaskiptaástan^ kýrinnar. Algeng- ast er að sjáanlegur súrdoði verði um þremur vikum eftir burð en hann er að búa um sig í nokkum tíma áður. Með því að prófa mjólk- ina tveimur vikum eftir burð er hægt að greina flest tilfelli súrdoða á byijunarstigi og koma í veg fyrir tjón með því að bregðast rétt við. Efnasamsetning mjólkurinnar gefur lika ákveðnar vísbendingar um fóðmn og heilbrigði. Urefni gefur upplýsingar um jafnvægi orku og próteins í fóðrinu. Æski- legt er að úrefni liggi á bilinu 3-6 mmol/1. Lágt hlutfall fitu í mjólk bendir til þess að sýmstig vambar- innar sé lágt og hætta á meltingar- tmflunum yfirvofandi. Lágt pró- tein/fitu hlutfall í mjólk (<0.65) gefur til kynna röskun á efnaskipt- um lifrarinnar og að súrdoði gæti verið á næsta leyti. Mjaltakúrfan Lögun mjaltakúrfunnar gefur miklar upplýsingar um fóðrun og heilbrigði kúnna. Mjaltaskeiðinu er oft skipt í fjóra hluta: a. Nyt fyrstu 50 dagana eftir burð endurspeglar geldstöðufóðmn, fóðrun um burð og hvemig kýrin tekst á við efnaskipta- álagið sem er óhjákvæmilegt í byrjun mjaltaskeiðsins. b. Nyt 50-100 dögum eftir burð endurspeglar fóðrun í byrjun mjaltaskeiðsins og holdafar. Svörun við aukinni fóðmn er mest þetta tímabil og þess vegna ráðast heildarafurðir mest hér. c. Nyt tímabilið 100-200 dögum eftir burð endurspeglar holdafar og stöðugleika í fóðrun og áti. d. Nyt 200-300 dögum eftir burð endurspeglar fyrst og fremst stöðugleika fóðrunar á þessum tíma. Nyt lækkar næsta víst með rangri fóðmn en svömn er jafh- ffamt lítil við aukinni fóðran. Hámarksdagsnyt, samkvæmt erlendum upplýsingum, á að nást 35-50 dögum eftir burð en reynsla hérlendis sýnir að flestar kýr ná hámarksdagsnyt nokkru fyrr eða innan mánaðar frá burði. Spum- ingin er hvort hér sé um eðlismun að ræða eða hvort fóðmn í geld- stöðunni og í kringum burð sé ábótavant hjá okkur. Það er eðli fyrsta kálfs kvígna að halda betur á sér en eldri kýr og almennt má áætla 6% lækkun hjá þeim á mánuði eftir hámarksdags- nyt, samanborið við 9% hjá eldri kúm. Ef þessari viðmiðun er ekki náð þarf að huga að orku- og pró- teinstyrk fóðursins og innbyrðis hlutfalli þessara þátta. Hafa skal þó í huga að kýr á seinni hluta mjaltaskeiðsins svara oftast auk- inni kjamfóðurgjöf með aukinni holdasöfnun frekar en aukinni nyt, sem undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda stöðugleika í fóðrun til að nýta framleiðsluget- una allt mjaltaskeiðið. Fóðrun til hámarksafurða. Áhrif fóðrunar í geldstöðu OG BYRJUN MJALTASKEIÐS Á AF- URÐIR, HEILSUFAR OG FRJÓSEMI - RANNSÓKNARVERKEFNI Á Stóra-Ármóti 2002-2004. í þessu verkefni, sem er aðal- verkefni áranna 2002-2004, er rannsakað hvaða áhrif mismikil kjarnfóðurgjöf í geldstöðu og mismunandi stígandi í kjarnfóð- urgjöf í upphafi mjaltaskeiðs hefur á afurðir, heilsufar og frjó- semi mjólkurkúa. I hnotskum má segja að markmiðið með verk- efninu sé að rannsaka orkuefna- skipti kýrinnar kringum burð og Mynd 3. Eiríkur Þórkelsson tilraunamaður aá vigta fóður í tilraunakýrnar á Stóra-Ármóti. Freyr 9/2003 - 21 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.