Freyr - 01.11.2003, Page 25
2. mynd. Lykilþættir í tíkaninu eru melting og efnaskipti i vömb, efnaskipti í
lifur og júgrí. Sjá nánar á 1. mynd og í texta.
orkuþarfir meltingarvegarins og
tengdra veQa. Própíonsýra er
þriðja meginsýran sem út úr vam-
bargerjuninni kemur. Hún hefur
þá sérstöðu að vera hráefni til ný-
myndunar á glúkósa. Sterkja, sem
mögulega kemst ómelt gegnum
vömb, er tekin upp sem glúkósi
frá smáþörmum. Önnur hráefni
til glúkósaframleiðslu eru glyse-
ról (hluti fitu), mjólkursýra og
einnig amínósýrur.
Skortur á glúkósa eða hráefnum
(t.d. própíonsýru) til glúkósaný-
myndunar leiðir til aukinnar
notkunar á amínósýrum til glúk-
ósaframleiðslu. Því er um að
ræða vissa samkeppni um hráefni
á milli myndunar á annars vegar
mjólkursykri og hins vegar mjólk-
urpróteini. Styrkur mjólkursykurs
í mjólkinni er mjög stöðugur,
enda gegnir mjólkursykurinn því
hlutverki að viðhalda “osmótísk-
um þrýstingi” i mjólkinni. Hann
stjómar því i raun mjólkurmagn-
inu. Framleiðsla mjólkurpróteins
stjómast hins vegar af framboði
amínósýra til júgursins sem m.a.
ræðst af íyrrgreindri samkeppni
um hráefni, en líka af því magni
amínósýra sem tekið er upp ffá
smáþörmum (AAT). Lífeðlis-
ffæðilegir ferlar í skepnunni stjór-
na því hvert hráefnunum er beint
hverju sinni, og þar með hver nyt
og samsetning mjólkur verður.
Hormón á borð við vaxtarhormón
og insúlín gegna þar lykilhlut-
verkum, og tengist virkni þeirra
hverju sinni m.a. aldri kýrinnar,
stöðu hennar á mjaltaskeiði,
holdafari o.fl. þáttum.
Aukin nyt lækkar oft prótein-
prósentuna. Þama er um að ræða
þynningaráhrif þar sem aukning á
mjólkurpróteini er ekki jafn mikil
og aukning á mjólkursykri sem
stjómar mjólkurmagninu. Að ein-
hverju leyti getur það verið vegna
svona þynningaráhrifa sem pró-
teininnihald er að jafnaði lægst í
5.-10. viku mjaltaskeiðs. Prótein-
innihald í mjólk einstakra kúa
eykst yfirleitt með aldri þar til á
þriðja mjaltaskeiði, þar sem af-
kastageta júgursins við myndun
mjólkurpróteins eykst.
Mjólkurfítan er það mjólkurefn-
anna þriggja sem sýnir mestan
breytileika. Framleiðsla hennar er
háð jafnvægi milli< nýmyndunar
og niðurbrots á fitu í líkamanum í
heild. Þeir ferlar em undir horm-
ónastjóm. Mikið framboð af pró-
píonsýru, glúkósa og amínósýrum
hvetur til fitusölnunar í forðavef
og minnkar framboð af hráefnum
til framleiðslu mjólkurfitu. Orku-
skort, sem m.a. lýsir sér í litlu
framboði fitusýra frá vömb til
mjólkurfituframleiðslu, má að
hluta bæta upp með því að brjóta
niður líkamsfitu, einkum í upphafi
mjaltaskeiðs. Sé um mikla undir-
fóðrun að ræða gengur þetta þó
ekki til lengdar. Á tjórða til sjötta
mánuði mjaltaskeiðs er algengt að
mjólkurfituprósenta lækki hjá
þeim kúm sem eru orðnar mjög
magrar.
Fita í fóðri hefur að jafnaði ekki
áhrif á mjólkurfituhlutfall, en þó
geta vissar fjölómettaðar fitusýrur
dregið úr trénisniðurbroti í vömb
og þar með mjólkurfitufram-
leiðslu. Hröð gerjun í vömb hefur
i för með sér lækkaða mjólkurfitu-
prósentu vegna þess að própíon-
sýruframleiðsla í vömb eykst á
kostnað ediks-og smjörsýru. Á
hinn bóginn getur þetta aukið
mjólkurpróteinframleiðslu eða
a.m.k. hækkað hlutfallið mjólkur-
prótein/mjólkurfita. Meiri líkur
eru á þessu eftir því sem:
* gróffóðurhlutfallið er lægra.
* gróffóðrið er auðmeltara (háð
sláttutíma, grastegundum o.fl.)
* kjamfóðrið er auðmeltara (háð
gerð sterkju, mölun, sykruinni-
haldi o.fl.)
Þess má geta að hluti af vinnu-
framlagi Islands til hins samnor-
ræna verkefnis hefur einmitt verið
að skoða sérstaklega áhrif fóður-
þátta á fitusýruframleiðslu vam-
barinnar, ekki síst própíonsým-
hlutfallið, sem komið hefur í ljós
út frá norrænum gögnum að er
hærra þar sem vothey með háu
mjólkursýruinnihaldi er ríkjandi í
fóðri.
Freyr 9/2003 - 251