Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2003, Side 30

Freyr - 01.11.2003, Side 30
Aukum kvígusæðingar ornsteinn ræktunar- starfsins eru afkvæma- prófanir á ungnautum. Hér á landi eru framkvæmdar um 50.000 sæðingar á ári og við tæpan helming þeirra er notað sæði úr ungnautum Nautastöðvar BÍ sem eru í af- kvæmaprófun á hverjum tíma. Þetta háa hlutfall er nauðsyn- legt til að geta prófað tilskilinn fjölda nauta árlega og fengið nægjanlega stóra afkvæma- hópa undan hverju nauti. Eins og lesendum er líkast til kunn- ugt þá byggist öryggi afkvæma- dóms á nautunum á afkvæma- fjölda þeirra. Því fleiri sem af- kvæmin eru þeim mun örugg- ari er dómurinn. Þetta á sér- staklega við um eiginleika, sem hafa lágt arfgengi, s.s. júgur- hreysti og frjósemi. Öruggari dómur þýðir aftur að erfða- framför verður rneiri. Það er einnig kunnara en frá þurfí að segja að íslenski kúa- stofninn minnkar ár frá ári þar sem afurðir kúnna aukast talsvert hraðar en sem nemur stækkun á markaði fyrir mjólkurafurðir. Þá eykst hlutfall lausagönguíjósa stöðugt en beiðslisgreining í þeim er jafnan öruggari en í básafjós- um. Þetta tvennt gerir það að verkum að sæðingum fækkar smám saman ef ekkert er að gert. Við því má kynbótastarfíð ekki. Hér á landi er notkun heima- nauta á kvígur nokkuð almenn, helstu rök bænda fyrir þessu fyrir- komulagi eru þægindin sem því eru talin fylgja. Það má þó færa rök fyrir því að þau þægindi séu harla dýru verði keypt. Þau helstu eru eftirfarandi: Munur á afkastagetu gripa und- an heimanautum og sæðinganaut- um er talsverður, heimanautunum í óhag. Nokkuð (ekki samt nóg) er um að sett sé númer á heimanaut- in og þau ættfærð, þar með fá þau sitt kynbótamat. Afurðaeinkunnir heimanauta, sem fædd voru 1994, eru nú að jafnaði 10 stigum lægri en sæðinganautanna sem fædd voru sama ár. Þá bendir reynsla Dana til þess að ættfærð heima- naut séu að jafnaði talsvert betri en þau óættfærðu (Fogh, 1999). Ekki er fjarri lagi að ætla að slíkt eigi einnig við hér á landi, því er heildarmunurinn á heimanautum og sæðinganautum sennilega meiri en 10 stig. Þegar kvígur fá við heimanaut- um (í stíu eða úti í haga) er væntan- legur burðardagur sjaldnast þekktur eða skráður. Undirbúningur kvígn- anna fyrir burðinn getur því farið fyrir ofan garð og neðan af þeim sökum. Þá eru ættfærslur gripa undan heimanautum einnig brota- kenndar, 32% kúa í skýrsluhaldi hafa t.a.m. ekki skráð faðemi. Reynsla em fyrir því að kálfar, sem ætlaðir hafa verið til notkunar sem heimanaut, hafi verið ófrjóir með öllu. Kvígumar, sem eiga að hafa haldið við þeiin, reynast því kálflausar og færa burð um allt að einu ári. Slíkt getur reynst ffam- leiðslunni mikið áfall, þar sem 1. kálfs kvígur eru um þriðjungur af kúastofhinum. Dæmi em um að bú hafi ekki náð að framleiða upp í greiðslumark af þessum sökum. Graðneyti eru jafnan fremur óþjáll peningur í meðförum og fylgir umgengni við þau nokkur slysahætta. í athugun, sem ég gerði árið 2001 um vanhöld kálfa, kom í ljós að vanhöld kálfa undan fyrstakálfs- kvígum vom talsvert meiri hjá þeim sem fengið höfðu við heimanautum en sæðinganautum. Astæðu þessa má líklega að hluta til rekja til þess að væntanlegur burðardagur kvígn- anna er lítt eða ekki þekktur, eins og bent er á í lið 2. Notkun óættfærðra heimanauta tekur hluta af kúastofninum “úr umferð” í ræktunarstarfmu. Með þvi að minnka notkun þeirra vem- lega mætti prófa fleiri naut og/eða senda fleiri prófunarskammta úr hverju ungnauti. Það myndi þýða stærri afkvæmahópa, ömggari af- kvæmadóm og þar með auknar erfðaframfarir. A undanfömum missemm hefur sæðingum á kvígum fjölgað nokk- uð og er það vel. Það er þó ljóst að kynbótastarfíð þarf á því að halda að allur stofninn sé virkur í rækt- uninni, þar em sæðingar á mun fleiri kvígum lykilatriði. Heimild: Fogh, A. 1999. Avlsmæssigt niveau for ydelse afhængig af tyreanvend- else. LK-meddelelse nr. 384, Lands- kontoret for kvæg. 7. oktober 1999. 130 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.