Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2003, Qupperneq 33

Freyr - 01.11.2003, Qupperneq 33
Tafla 2. Hlutfall af heildartekjum. 1997 1998 1999 2000 2001 2002 í hlutfalli af heildartekjum: Hálffastur kostnaður 21,0% 18,8% 19,2% 17,6% 15,7% 15,7% Breytilegur kostnaður 35,7% 36,5% 33,1% 33,9% * 33,9% 34,5% Afskriftir véla 8,9% 9,3% 11,5% 9,5% 7,9% 6,7% Afskriftir fullvirðisréttar 6,8% 7,1% 7,8% 13,4% 13,2% 14,9% Hagnaður fyrir vexti, laun og afskriftir 51,1% 51,3% 54,3% 54,4% 54,7% 55,3% Skuldir alls 124,3% 132,1% 135,0% 162,4% 169,4% 204,8% Fjármagnsgjöld 9,2% 9,4% 11,1% 14,0% 21,2% 17,7% rekstrarumbótum. Að öðrum þátt- um óbreyttum er auðvitað gott að auka framlegðina en breyti menn búskaparháttum á einhvem hátt þannig að þeir lækki fastan kostn- að en auki breytilegan þá lækkar ífamlegðin en samt gæti arðsemi rekstrarins aukist. Það hefur nokkuð borið á því í umfjöllun um rekstur og afkomu bænda að ein- blínt hefur verið á of fáar lykiltöl- ur og heildarsamhengi hlutanna ekki skoðað. Innri hagræðing Afskriftir véla og tækja hafa lækkað, rekstur véla og tækja hef- ur einnig lækkað verulega. Þó að fjárfestingar í vélum og tækjum hafí lækkað hafa vaxtagjöld ekki lækkað og námu þau að meðaltal- i 3,3 milljónum króna eða 16 krónum á hvem framleiddan lítra af mjólk. Heildarskuldir búanna eru að meðaltali 38 milljónir króna þannig að meðal vaxtahlut- fall skuldanna er 8,65%. Hér er um heildarvaxtagjöld að ræða þannig að vístitöluhækkun ársins er innifalin í tölunni. Eins og fram hefiir komið hér fharnar virðist mest af rekstrarbata kúbænda vera sótt í aukna fram- leiðslu annars vegar og hins vegar hagræðingu í kostnaði sem flokkast sem fastur eða í það minnsta hálf- fastur. Það liggur einnig fyrir að framleiðsluaukningin er nokkuð dým verði keypt þar sem hlutur vaxtagreiðslna á ffamleiddan lítra mjólkur hefur aukist verulega vegna kaupa á ffamleiðslurétti. Ár- ið 2002 fóm, eins og áður er sagt, 16 krónur af söluverði hvers lítra mjólkur til greiðslu vaxta og hefur sú fjárhæð tvöfaldast á síðustu 6 ár- um. í þessu sambandi ber að hafa í huga að þetta er hærri fjárhæð en samanlagður fóðurkostnaður og áburðarkostnaður en hann telur um það bil 15 krónur á lítra. Einnig er hér um hærri fjárhæð að ræða en fer samtals í svokallaðan hálffastan kostnað svo sem viðhald húsa og véla, greidd laun, biffeiðakostnað, tryggingar og fleira. Þrátt fyrir þessar tölur er það ljóst að margir bændur hafa sam- hliða framleiðsluaukningunni styrkt stöðu sína. Sá árangur hefur náðst með því að ýmsir fastir kostnaðarþættir hafa staðið í stað eða jafnvel lækkað þrátt fyrir ffam- leiðsluaukninguna. Ber þar helst að nefna launaþáttinn en greidd laun hafa lækkað síðustu sex ár og ekki einungis sem hlutfall af fram- leiddum lítra mjólkur heldur heild- argreiðsla búsins. Samandregin niðurstaða er að ffamleiðni vinnu- afls hefur aukist og auk þess fram- leiðni ýmissa fastra þátta, svo sem húsnæðis og véla. Hugleiðingar um framtíðina. Ekki verður betur séð á gögnum úr búreikningum en að margir bændur séu að kaupa fullvirðisrétt of háu verði. Virðast kaupin stýr- ast af því að ekki sé um annað að gera til þess að tryggja framtíðina og að þeir sem hafí keypt fullvirð- isrétt og stækkað bú sín hafí grætt á því og þess vegna sé það skyn- samlegt. Með sömu rökum hafa menn reyndar keypt áhættuhluta- bréf ogjafnvel keðjubréf og ekki fer miklum sögum af hagnaðinum af slíkri múgæsingu. En hvað er “of hátt” verð? Þar verður reyndar hver að dæma fyr- ir sig og víst er að aðstæður manna eru misjafnar. Allir muna þegar sagt var að 85 krónur væri of hátt verð, síðan 120 kr., 170 kr., 200 kr. o.s.frv. Nú er síðasta við- skiptaverð á fullvirðisrétti 270 krónur og um það verð er a.m.k. hægt að segja að áhættan er mikil að kaupa á svo háu verði og lík- legt er að einhvers staðar í búr- ekstrinum fínnist betri fjárfesting- arkostir. Fjárfestingu á þessu verði og 9% vöxtum er rúm 11 ár að borga sig upp og er þá miðað við að skattalegt hagræði nýtist að fullu næstu 5 ár eftir kaup kvótans og að öll fjármunamyndun vegna fullvirðisréttarins fari í að greiða niður ljármögnuni jafnóðum og hún myndast. Líklega er í flestum tilfellum betra að greiða niður þær skuldir sem hæsta vexti bera en kaupa fullvirðisrétt á þessu verði. Þess ber þó að geta að trúi menn því að rétturinn haldi verðgildi sínu í þessi 11 ár er ijárfestingin mun arðbærari en hér er nefnt. Áður en lagt úr út í kaup á full- virðisrétti er rétt að velta vel fyrir sér helstu forsendum framleiðslu- aukningarinnar, jafnt ytri forsend- um sem eigin rekstraraðstæðum. Freyr 9/2003 - 33 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.