Freyr - 01.11.2003, Síða 34
Alþjóðasamningar varðandi
stuðning við landbúnað benda til
þess að stuðningur rikisins til
lækkunar á útsöluverði mjólkuraf-
urða verði ekki eingöngu greiddur
til bænda í tengslum við framleitt
magn eins og nú er. Afleiðingar
þess verða að jafnvel þó að ríkis-
stuðningur við framleiðsluna
haldist óbreyttur næstu 10 ár mun
vægi fullvirðisréttarins í greiðsl-
Hitarnir í Evrópu sl.
SUMAR KOSTUÐU SITT
Samvinnusamtök bænda og
samvinnufélaga í eigu þeirra
innan ESB kynntu nýlega út-
reikninga á þeim skaða sem
hitarnir sl. sumar ollu á land-
búnaði og skógrækt í löndum
sambandsins.
Samkvæmt þeim er skaðinn
metinn 13,1 milljarðar evra í
löndunum 25. Mestur varð
skaðinn i Ítalíu, Þýskalandi,
Austurríki, Spáni, Frakklandi
og Portúgal, sem og í ýmsum
hinna nýju landa sambandsins.
Þá er mikið vandamál fyrir
búfjárrækt framundan sem er
skortur á heyi í vetur og vænt-
anleg verðhækkun á öllu fóðri.
Uppskera korns dróst saman
sem og uppskera á kartöflum
og vínberjum til vinframleiðslu.
Þá brunnu um 650 þúsund
hektarar af skógi, þar af 400
þúsund ha í Portúgal.
Samvinnusamtök bænda í
ESB hafa skrifað landbúnaðar-
stjóra ESB, Franz Fischler, og
skorað á embættismannaráð
ESB að koma til móts við
bændur innan sambandsins í
þeim miklu erfiðleikum sem
steðja nú að þeim.
(Internationella Perspektiv
nr. 30/2003).
unum minnka og verðmæti hans
því jafnframt lækka.
Breytilegur kostnaður við ffam-
leiðslu á einum lítra af mjólk var
31,6 krónur í fyrra og hefúr hækk-
að lítillega á milli ára. Einhver
dæmi eru um að menn reikni
breytilega kostnaðinn sem 0 krón-
ur á þeim forsendum að þeir fram-
leiði viðkomandi lítra hvort sem er.
Slíkir reikningar eru afar vafasam-
ir því að auðvelt er að stýra ffam-
leiðslunni þannig að ffávikin frá
fullvirðisréttinum verði einungis
nokkrar þúsundir litra og breytileg-
ur kostnaður er sá kostnaður sem
beinlínis tengist framleiðslumagni
og reynslan sýnir að hann fylgir
ffamleiddu magni mjög vel.
Eru framleiðsluaðstæður fyrir
hendi eða mun fastur kostnaður
hækka við framleiðsluaukning-
una? Flestir þeir liðir sem flokk-
ast undir fastan kostnað verða að
einhverju leyti tengdir fram-
leiðslumagni ef tímabilið, sem
skoðað er, er ekki bókhaldsárið
heldur 10 eða 20 slík. Aftur á
móti hefúr mikil hagræðing átt sér
stað varðandi fastan kostnað und-
anfarin ár og líklega eru mögu-
Samvinna milli býla
Frh. afbls. 35
inum 100% réttlátt. Ef þrír bændur
eiga að deila með sér fimm milljón
króna hagnaði getur farið svo að
tveir hagnist um tvær milljónir og
einn um eina milljón króna. Arið
eftir getur þetta snúist við. Valkost-
urinn við samstarfið er. hins vegar
sá að enginn fái neinn hagnað.
Ef menn sætta sig ekki við þetta
þá eiga menn ekki að koma nálægt
samstarfi sem þessu.
Annar ókostur við samstarf sem
þetta er að enginn einn getur ráðið
öllu. Viljinn að ráða öllu sjálfúr er
djúpstæður hjá mörgum sjálfstæð-
um bóndanum. Þetta varðar einnig
það að makinn sé reiðubúinn að
leikar á enn meiri hagræðingu.
Skuldsetning rekstrarins má
heldur ekki fara það hátt að aukin
verðbólga, lækkun afurðaverðs eða
lækkun kvótaverðs og þar með
verðmætis þess veðs, sem sett er til
tryggingar skuldunum, setji menn
útaflaginu. Þá gæti verið betra að
fara rólegar af stað og kaupa þó
ekki nema fyrir rekstrarafgang árs-
ins á svona háu verði en skuldsetja
sig ekki til skaða. Sú stækkun búa
sem nú á sér stað um allt land er or-
sakavaldurinn að háu kvótaverði
og sú stækkun verður ekki enda-
laus og þá mun kvótaverð lækka.
Ef afurðaverð lækkar og bein-
greiðslur lækka þá gerist það sam-
hliða að erfiðara verður að standa
við greiðslur og verð á fúllvirðis-
réttinum, og þar með eignunum,
lækkar.
Til þess að enda þetta ekki á
svona varkárum (neikvæðum)
nótum er vert að benda á að þó að
fúllvirðisrétturinn sé dýr og fjár-
festingin í einhverjum tilfellum
áhættusöm á þessu verði þá er lík-
lega alltaf arðsamara að kaupa
fullvirðisrétt heldur en dráttarvél
sem lítil eða engin þörf er fyrir.
vinna með öðrum bændum, annars
gengur þetta ekki.
Velgengni í samstarfi krefst þess
að þú sem bóndi sért fús til sam-
starfs og að afsala þér ákvarðana-
tökur. Sé svo ekki, þá komdu ekki
nálægt þessu. Gott nágrenni að
öðru leyti getur þá spillst.
Þess vegna er eitt gott ráð áður en
kemur til samvinnu af þessu tagi:
Taktu þér góðan tíma til að gera þér
ljós “mjúku gildin”. Hvemig finnst
mér og maka mínum það að vera
ekki smámunasamur og þekkjum
við afstöðu hinna bændanna og
maka þeirra til þess?
En, langi þig að reyna eitthvað
nýtt, þá er hér hagnað að finna og
jafnframt kostur á öðruvísi og
meira spennandi lífsvenjum.
| 34 - Freyr 9/2003