Freyr - 01.11.2003, Síða 47
Sýningin „Kýr 2003“
á Hrafnagili 8. ágúst
r
Akveðið var á síðastliðn-
um vetri að koma á
kúasýningu á Norður-
landi, þar sem reynt yrði að fá
þátttöku af öllu svæðinu frá
Húnavatnssýslu austur um til
Þingeyjarsýslu. í fyrstu var
rætt um að hugsanlegur sýn-
ingarstaður yrði Reiðhöllin á
Sauðárkróki og sýningin yrði
jafnvel haldin um miðjan júní.
Sá tími reyndist þegar til kom
ekki vænlegur. Snemma voraði
og fljótt varð ljóst að heyskap-
ur yrði víða kominn í fullan
gang á þessum tíma.
En jafnframt kom upp sú hug-
mynd að halda kúasýninguna í
sambandi við hina árlegu hand-
verkssýningu á Hrafnagili í Eyja-
ijarðarsveit. Aður höfðu forsvars-
menn þeirrar sýningar sett sig í
samband við Búnaðarsamband
Eyjafjarðar og Norðurmjólk og
óskað eftir aðkomu þeirra að sýn-
ingunni, þar sem þema hennar
þetta árið væri „kýrin”.
Var því ákveðið að treysta á hið
rómaða norðlenska síðsumarveð-
ur, því að ekki var öðru til að
dreifa í þessu tilfelli en að halda
sýninguna undir berum himni.
Handverkssýningin er haldin aðra
helgi ágústmánaðar, en í sumar
bar það upp á 7.-10. ágúst. Ákveð-
ið var að kúasýningin sjálf yrði
eftir hádegi þann 8. ágúst, en þó
væru einhverjir gripir hafðir á
staðnum alla sýningardagana.
Varðandi íyrirkomulag kúasýn-
ingarinnar, sem hlaut nafnið „Kýr
2003”, var horft til sýninga sem efht
var til á Suðurlandi árið 2000 og
síðan aftur 2002. Böm og unglingar
sýndu kálfa og kýr mættu til sýning-
ar. I fyrmefnda tilfellinu var auglýst
eftir þátttöku, en kýmar vom valdar
eftir útlitsdómum og afúrðasemi.
Þegar á reyndi með þátttöku
kom í ljós að hún var nær ein-
göngu bundin við Eyjaijörð og
Skagafjörð og langmest úr næsta
nágrenni við sýningarstaðinn. Ein
kýr kom úr Suður-Þingeyjarsýslu,
en engir gripir úr Húnavatnssýsl-
um. Misjafnlega gekk að fá bænd-
ur til að koma með þær kýr sem
sóst var eftir og í nokkrum tilfell-
um fékkst ekki leyfi yfirdýralækn-
isembættisins fyrir flutningi
kúnna á sýningarstað.
Sjálf sýningin tókst að flestra
mati ágætlega. Eins og áður var á
drepið þurfti að treysta á veður-
guðina. Þeir reyndust í höfuðat-
riðum hliðhollir. Veður var milt og
gott, en rigndi ögn meðan á sýn-
ingu kúnna stóð. Fram til þess
fylgdist verulegur fjöldi áhorf-
enda með atriðum, en fækkaði
nokkuð þegar byrjaði að rigna.
SÝNINGIN
Sýningin hófst með ávarpi
Vignis Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, og í framhaldi af því
setningu Guðna Ágústssonar
landbúnaðarráðherra. Kynnar
sýningarinnar voru Eiríkur Lofts-
son ráðunautur og Þóroddur
Sveinsson tilraunastjóri.
Inn á milli formlegra keppnisat-
riða var keppt í svokölluðum
„sveitafittness” undir stjóm Guð-
mundar Hallgrímssonar ráðs-
Áhorfendur komu sér fyrir undir vegg Hrafnagilsskóla. Ljósm. Ingvar Björns-
son.
Freyr 9/2003 - 47 |