Freyr - 01.04.2005, Side 7
EFNISYFIRLIT
( )6-09
V' • íi V s IWM % w, 'jlr.,; . i
■ NAUTGRIPARÆKTIN 2004 Efni Búnaðarrits hefur verið fært inn í Frey. Hér eru upp- lýsingar um sölu, verðlag og afkomu í nautgriparæktinni.
4 18-19
* ífp-.1 s m j iii J
■ NÝTT FÓÐURMATSKERFI
FYRIR NAUTGRIPI -
NORFOR (1)
Hvað felst í nýju fóðurmats-
kerfi og hvaða breytinga má
vænta með gildistöku þess?
14-16
■ KYNBÓTAMAT
NAUTANNA
VORIÐ 2005
Eftir Jón Viðar Jónmundsson,
B(, Ágúst Sigurðsson, LBHÍ
og Baldur Helga Benjamíns-
son BÍ.
20-22
■ TÆKNI VIÐ JARÐVINNSLU
Eftir Grétar Einarsson, Land-
búnaðarháskóla íslands. Fjall-
að er um markmið jarð-
vinnslu, jarðvinnsluaðferðir
og helsta tæknibúnað.
Ágæti lesandi
Sagan segir að fyrr á árum þeg-
ar fáliðað var á Ríkisútvarpinu
hafi fréttaöflun einn morguninn
farið nokkuð í handaskolum.
Axel Thorsteinsson, fréttamað-
ur morgunútvarps Ríkisútvarps-
ins, aflaði frétta með því að
hlusta snemma morguns á
fréttir BBC frá London. Eitt sinn
gerðist það að hlustunarskilyrði
voru slæm þannig að fréttir
BBC náðust ekki. Þegar frétta-
tíminn skall á dó Axel ekki ráða-
laus. Þegar landsmenn settust
að viðtækjum sínum voru frétt-
irnar kynntar einhvern veginn
svona og kveðið fast að orðun-
um: Engar fréttir er að hafa frá
útlöndum að þessu sinni. En
okkur hefur borist eintak af
Búnaðarblaðinu FREY og verður
nú lesið úr þvi!
Á síðasta ári fagnaði Búnað-
arblaðið FREYR 100 ára afmæli
sínu. í tilefni þess ákvað stjórn
BÍ að endurskipuleggja útgáf-
una. FREYR kemur nú út með
breyttu sniði í A4 broti og í lit.
Búgreinablöðin heyra sögunni
til en framvegis verða efnistök
blönduð. Efni Búnaðarrits er
fellt inn í FREY en í hverju tölu-
blaði verða ein til tvær búgrein-
ar í brennidepli. Það er von okk-
ar sem stöndum að útgáfunni
að breytingarnar falli lesendum
vel I geð.
( fyrsta blaðinu fær naut-
griparæktin töluverða athygli.
Áberandi eru greinar úr kyn-
bótastarfinu en einnig er farið
yfir sölu afurða og afkomu kúa-
bænda. Meðal nýjunga má
nefna markaðssíðu aftarlega í
blaðinu þar sem finna má upp-
lýsingar um helstu framleiðslu-
tölur síðustu mánaða og miss-
era. Stefnan er að auka við fast
efni þar sem lesendur geta
gengið að ákveðnu efni vísu í
hvert sinn sem þeir setjast niður
með FREY. Markmiðið er að
gefa út faglegt landbúnaðar-
tímarit sem er hvort tveggja (
senn til gagns og gamans.
Það er von mín að FREYR nái
að vaxa og dafna. Ljóst er að
fjölga þarf áskrifendum en þeir
eru nú rúmlega 1.300. Þótt
bændum fækki í hinum hefð-
bundnu búgreinum fjölgar öðr-
um þeim sem stunda búskap í
einhverri mynd. Landeigendur,
skógræktarfólk og hestamenn
sem búa í þéttbýli eru allt hópar
sem FREYR á erindi við. Það er
mikill áhugi á landbúnaði nú
um stundir á meðal almennings
og þann meðbyr þarf að nýta.
Til þess að gefa út blað eins og
FREY þarf öruggar tekjur. Það er
því ekki síður kappsmál að gera
blaðið að góðum valkosti fyrir
auglýsendur.
Hvort við komum FREY aftur
inn í fréttatíma Ríkisútvarpsins
skal ósagt látið. Ég vona hins
vegar að eftir honum verði tek-
ið og lesendum fjölgi jafnt og
þétt.
Bestu kveðjur!
Tjörvi Bjarnason, ritstjóri
Fylgt úr hlaði - Sigurgeir Þorgeirsson, Bændasamtökum Islands....4
Að sá korni - eftir Jónatan Hermannsson, Landbúnaðarháskóla íslands. ..10
Santana PS 10 - jeppaumfjöllun .................................13
Ég ræð yfir kettinum - viðskiptavinurinn hefur alltaf á réttu að standa! 17
Niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar árið 2004
- eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum (slands............24
Skjólbelti geta aukið og tryggt uppskeru
- nýtt fræðslurit á vegum Skjólskóga á Vestfjörðum
og Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins........................28
Afkvæmarannsóknir á Hesti 2004
- eftir Sigurð Þór Guðmundsson, Emmu Eyþórsdóttur, Sigvalda Jónsson
og Eyjólf Kristin Örnólfsson, Landbúnaðarháskóla Islands........30
Netforrit Bændasamtaka íslands
- eftir Jón Baldur Lorange og Þorberg Þ. Þorbergsson............32
Áhrif væntanlegra loftslagsbreytinga á landbúnað - fyrri hluti
- eftir Bjarna E. Guðleifsson, Landbúnaðarháskóla (slands.......34
Markaðssíða
- verð á greiðslumarki, yfirlit um sölu ýmissa búvara og kjötmarkað.36
FREYR - Búnaðarblað - 101. árgangur - nr. 1, 2005 • Útgefandi: Bændasamtök íslands • Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) • Auglýsingar: Eiríkur Helgason •
Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg - Póstfang: Bændahöllinni v. Hagatorg, 107
Reykjavik • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími: 563-0300, bréfsími: 562-3058 • Netfang FREYS: freyr@bondi.is •
Netfang auglýsinga: augl@bondi.is • Prentun: Isafoldarprentsmiðja, 2005 • Upplag: 5.800 eintök • Forsíðumynd: Jarðvinnsla í Húnavatnssýslu. Ljósm. Jón Eiríksson.
Freyr 04 2005
3