Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2005, Qupperneq 13

Freyr - 01.04.2005, Qupperneq 13
NAUTGRIPIR FRAMLEIÐSLUSTJÓRN Heildargreiðslumark verð- lagsársins 2003/2004 var 105.000 millj. lítrar. Heildar- beingreiðslur fyrir mjólk til fram- leiðenda árið 2004 námu kr. 3.925.623.081. Framleiðsla umfram heildargreiðslumark á verðlagsárinu 2003/2004 var 4.735 þús. lítrar. Flutningur á greiðslumarki milli lögbýla hefur verið heimill síðan 1992. Fram til ársins 1998 lét nærri að um 3% af heildar- greiðslumarki flyttust árlega milli lögbýla en síðan hefur hert á þróuninni og milli 5% og 6% af heildargreiðslumarkinu verið flutt árlega á milli lögbýla. Til viðbótar koma svo eigenda- skipti að greiðslumarki við ætt- liðaskipti á jörðum og sölu til nýrra ábúenda. Sl. fimm ár hafa árlega á bilinu 3-5 millj. lítra greiðslumark færst þannig milli aðila. Aðilaskipti að greiðslu- marki náðu hámarki verðlagsár- ið 1999/2000, sem virðist hafa verið metár í breytingum mjólk- urframleiðslu mælt í flutningi á greiðslumarki milli lögbýla og einstaklinga. Greiðslumark hef- ur einkum flust frá Suðvestur- og Vesturlandi en til Skagafjarð- ar og Suðurlands. Verðlagsárið 2003/2004 virt- ist heldur draga úr framboði á greiðslumarki og verð hækkaði umalsvert er á leið. ( upphafi verðlagsársins mun algengt verð hafa verið um 210 kr./l en í lok verðlagsársins ríflega 270 kr./l og munu fá dæmi um breytingar af þessu tagi innan sama verðlagsárs. Á síðasta ári var gerður nýr samningur um mjólkurfram- leiðsluna sem tekur gildi 1. sept- ember nú í haust og gildir fram til 31. ágúst2012. Fyrirsjáanleg- Ljósm. Jón Eiríksson. Tafla 9. Þróun framleiðendaverðs mjólkur og nautakjöts 2000 - 2004 Mjólk, meðalverð ársins (kr. á Itr.) Mjólk, verðlag 2004 (kr. á Itr.) Nautakjöt, meðalverð ársins (kr. á kg) Nautakjöt, verðlag 2004 (kr. á kg) 2000 66,47 78,32 262,29 309,06 2001 70,59 77,97 245,75 273,64 2002 74,29 78,29 235,48 248,17 2003 76,16 78,61 234,63 242,16 2004 78,30 78,30 257,62 257,62 Heimild: Bændasamtök íslands ar eru miklar breytingar á al- þjóðaumhverfi landbúnaðarins. Landbúnaðurinn fer ekki var- hluta af stöðugt opnara við- skiptaumhverfi og þarf f vaxandi mæli að taka mið af alþjóðleg- um samningum og tillit til hvernig aðstöðu matvælafram- leiðslu helstu nágranna- og við- skiptalanda okkar er háttað. Tafla 10. Aðilaskipti á greiðslumarki í mjólk 1998- 2004, þús. Itr. 2000/01 5.576 2001/02 5.320 2002/03 4.595 2003/04 3.586 Heimild: Bændasamtök íslands Verðlagsár Þús. Itr. 1999/00 5.864 Ljósm. Jón Eiríksson. Freyr 04 2005 9

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.