Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 19
NAUTGRIPIR
FONTUR 98027. Þetta naut hefur hæsta
kynbótamat allra nautanna úr þessum stóra
áraanqi oq verður notaður sem nautsfaðir
árið 2005.
SVEPPUR 98035. Naut sem gefur ðflugar
mjólkurkýr. Verður í notkun sem nautsfaðir
árið 2005.
UMBI 98036. Naut sem hefur jákvæðan dóm
um alla eiginleika í kynbótamatinu.
Nautsfaðir árið 2005.
Mögulegt er að þegar fyllri
upplýsingar liggja fyrir i haust
um dætur einhverra þeirra sjö
nauta sem ógetið er, sem hafa
fengið notkunardóm, og nauta-
valið verður endurskoðað, að
einhver þeirra komi til notkunar.
Ástæða er að nefna það að eitt
af þessum „bið"nautum, Dugur
98005, er ekki settur í almenna
notkun vegna þess að grunur
hefur komið fram um að hann
erfi fláttu. Þetta tilvik er okkur
hins vegar áminning um að
þessi erfðagalli leynist enn í ís-
lenska kúastofninum en eigin-
leikinn er orðinn það sjaldgæf-
ur að mjög fáir einstaklingar
munu koma fram þó að slík
naut komi í notkun. Þess vegna
er nauðsynlegt að slík tilvik verði
rækilega staðfest og þvt er þess
vegna beint til þeirra, sem
mögulega fæðast slíkir galla-
gripir í framtíðinni, að láta vita
af slíku vita og gera það áður en
gripurinn er felldur þannig að
mögulegt sé að nálgast lífsýni
úr honum til öruggrar staðfest-
ingar á ættfærslu.
NAUTIN SEM KOMATIL
FREKARl NOTKUNAR
Bestan heildardóm nautanna í
árganginum fær Fontur 98027
frá Böðmóðsstöðum í Laugardal.
Þetta naut er sonur Almars
90019 en móðir þess, Skoruvík
241 var um árabil með lang-
hæsta kynbótamat allra kúa í
landinu. Þessar niðurstöður eru
því ákveðin staðfesting þess að
kynbótamatið er að vinna eins
og því er ætlað. Dómur dætra
hans er jákvæður fyrir alla eigin-
leika sem eru með í heildarein-
kunn. Þetta eru öflugar mjólkur-
kýr með góða júgurhreysti og
ágæta júgur- og spenagerð og
fá góðan dóm um skap.
Sveppur 98035 er frá Furu-
brekku í Staðarsveit og er hann
undan Stúfi 90035 en móðir
hans var dóttir Almars 90019.
Hann fær hærra mat fyrir mjólk-
urmagn dætranna en nokkurt
annað naut í hópnum, en efna-
hlutföll, sérstaklega fyrir fituhlut-
fall, eru mjög frábrugðin því sem
gerist fyrir flest hinna nautanna
þar sem mat hans er aðeins 90.
Dætur hans hafa góða júgur-
gerð, aðeins grófa spenagerð en
gott skap.
Umbi 98036 er frá Miðgörð-
um í Kolbeinsstaðahreppi, und-
an Almari 90019, en móðurfaðir
hans er Hólmur 81018. Það sem
er sérstakt fyrir þetta naut er að
hann fær jákvæðan dóm um alla
eiginleika sem kynbótamat er
reiknað fyrir. Dætur hans er
glæsilegar kýr, ágætlega mjólk-
urlagnar með mjög hátt fituhlut-
fall I mjólk, mat fyrir júgurhreysti
er mjög gott og sömuleiðis er
dómur bæði um mjaltir og skap
verulega jákvæður.
Um önnur naut, sem koma í
almenna notkun, má benda á
þessi atriði. Meitill 98008 gefur
mjög fallegar, getumiklar mjólk-
urkýr með góða júgur- og spena-
gerð og góða dóma fyrir mjaltir
og skap en veikileikinn er í mati
fyrir frumutölu. Barði 98016 er
honum náskyldur og gefur einn-
ig mjög getumiklar og fallegar
mjólkurkýr, júgur er stundum
óþarflega sítt en spenagerð góð
og skap afbragðsgott. Sóli
98017 gefur miklar mjólkurkýr,
sem hafa sérlega efnaauðuga
mjólk, júgurhreysti hjá þeim er
afbragðsgóð en veikleikinn er í
of miklum göllum í mjöltum.
Trölli 98023 gefur kýr sem eru
vart nema ( meðallagi um mjólk-
urmagn en hafa mjög efnaauð-
uga mjólk. Þetta eru feikilega
sterkbyggðar og fallegar kýr
með mjög góða júgurgerð og
sérstaklega gott mat fyrir skap.
Glanni 98026 gefur fremur smá-
vaxnar kýr og afkastageta þeirra
er í góðu meðallagi, þessar kýr
hafa mjög góðan dóm um spena
og afbragðsdóm um mjaltir og
skap. Hræsingur 98046 gefur
sterklegar mjólkurkýr sem hafa
góðan dóm um mjaltir og skap
en spenagerð er heldur í grófari
kantinum. Þrasi 98052 gefur vart
meðalkýr að stærð en fallegar,
þær eru getumiklar með feiki-
hátt fituhlutfall og mjög góða
júgurgerð en mjaltagallar eru
óþarflega miklir.
Af þessari umfjöllun væntum
við að lesendum sé Ijóst að í
þennan hóp nauta má sækja
mikla kynbótagripi með tilliti til
nær allar eiginleika sem kúa-
bændur leita eftir að bæta hjá
sínum kúm þó að nautin hafi þar
hvert og eitt sína kosti og galla.
Með því að kynna sér vel þessar
niðurstöður og haga notkun
nautanna með hliðsjón af þeim
má hins vegar vafalítið hafa af
þeim mikil not í ræktunarstarf-
inu.
Mynd 1 - Úrvalsnýting hjá 1998 nautum
ÚRVALSNÝTINGIN
Þeir lesendur, sem þekkja um-
fjöllun um niðurstöður af-
kvæmarannsókna frá und-
anförnum árum, vita að venjan
hefur verið að reyna að leggja
mat á ræktunarárangur hópsins
með því að skoða úrvalsnýtingu
með tilliti til helstu eiginleika.
Þetta er gert með því að
skoða yfirburði valinna nauta
þar sem nautsfeðurnir fá tvöfalt
vægi með hliðsjón af þeim
möguleikum til úrvals, sem voru
fyrir hendi í hópnum, hefði að-
eins verið valið fyrir einum eigin-
leika.
Niðurstöðurnar eru sýndar í
mynd 1. Sú mynd er líklega sú
jákvæðasta sem nokkru sinni
hefur fengist. Það lýsir sér í því
að jákvæð úrvalsnýting fæst fyr-
ir alla eiginleika að þessu sinni.
Yfirburðir fyrir mjólkurmagn eru
að vísu heldur minni en stund-
um hefur verið en hins vegar
meiri fyrir flesta aðra eiginleika
og náðst hefur að fanga nær
50% yfirburðanna sem fundust
fyrir flesta eiginleikana og það
verður að teljast mjög góð nið-
urstaða. Góð notkun á þessum
nautum á því að geta skilað
mjög jákvæðum breytingum í
kúastofninum.
1997 NAUTIN
Þessi öflugi nautaárgangur, sem
kom úr afkvæmarannsókn á
síðasta ári, hefur verulega mikið
treyst sinn upplýsingagrunn í
matinu. Mestar eru breytingar í
mati hjá Rosa 97037 frá Hjálm-
holti en hann er nú kominn
með 112 í heildareinkunn og í
Ijósi þess var ákveðið að taka
hann til almennrar notkunar.
Hann hækkar gríðarmikið í mati
um afurðir með auknum upp-
lýsingum um dætur hans og af-
urðamat hans er 122. Dætur
hans hafa einnig góða dóma
FREYR 04 2005
15