Freyr - 01.04.2005, Side 25
JARÐRÆKT
HNÍFATÆTARAR
Flestar gerðir tætara eru festar á
þrítengi dráttarvélar og knúnir
frá tengidrifi. Tætararnir eru
með láréttan hnífaöxul þvert á
ökustefnu. Hægt er að hafa
áhrif á vinnsluna með ýmsum
stillingaratriðum. Unnt er að
nota tætarann bæði til að frum-
vinna og fínvinna jarðveg og
hann getur verið mjög mikilvirk-
ur að brjóta niður seiga grasrót
og tyrfinn mýrarjarðveg. Hann
blandar jarðveginum mjög vel
saman og getur myndað tiltölu-
lega áferðarfallegt beð. Helstu
gallar við þessa vinnsluaðferð er
að óæskilegur gróður nær sér
oft aftur á strik aftur Á við-
kvæmum jarðvegi, eins og móa-
jarðvegi, verður að nota tætar-
ann með gát því að hætta er á
að jarðvegsbyggingin brotni
niður og jarðvegurinn falli sam-
an (Grétar Einarsson 1968).
DRIFKNÚIN RÓTHERFI
Einkenni rótherfa (Power
Harrovs) er að þau eru með lóð-
rétta hnífa eða tinda sem
mynda hringlaga hreyfingu um
leið og ekið er áfram. Það er
fyrst nú á undanförnum 5-10
árum sem þau hafa náð nokk-
urri útbreiðslu hér á landi og þá
einkum til vinnslu á tyrfnum og
seigum jarðvegi. Uppbygging
þeirra er á þann veg að frá
tengidrifi dráttarvélar er aflið
flutt með vinkildrifi, einu eða
fleirum, til lóðréttra snúnings-
öxla og færist aflið milli öxla
með tannhjóladrifi ekki ósvipað
og á skífusláttuvélum. Á hverj-
um öxli eru tveir hnífar eða tind-
ar. Auk mismunandi tindagerð-
ar má hafa mjög mikil áhrif á
hve mikið jarðvegurinn er unn-
inn, bæði með snúnings- og
ökuhraða. Kostir rótherfanna
eru einkum þeir að með þeim
má fínvinna og jafna landið eft-
ir þörfum og hægt er að stilla
vinnsludýptina nokkuð ná-
kvæmlega. Lítil hætta er á að
valda skaða á jarðvegsbygging-
unni eða fá upp óæskilegan
jarðveg eða fyrri gróður svo
fremi að plægingin hafi verið
þokkalega unnin. Vinnsluað-
ferðin stuðlar að því að minnstu
jarðvegskornin lenda neðst í
sáðbeðinu en þau grófustu efst
en það stuðlar að betra vatns-
jafnvægi í jarðveginum.
FJAÐRAHERFI
Á markaðnum eru margar
gerðir af herfum en hér verður
aðeins fjallað um fjaðraherfi
með S-laga tindum. Nýrri gerð-
ir af þeim hafa tæknilega verið
í nokkurri þróun á undanförn-
um árum. Þau hafa náð tölu-
verðri útbreiðslu hérlendis hin
siðari ár, einkum eftir að notk-
un plóga við endurræktun
jókst. Herfin eru byggð upp á
öflugum ramma sem tindaás-
arnir eru festir við. Tinda má fá
af mörgum gerðum og með
ólíkum oddum, allt eftir jarð-
vegsgerð. Tindaásarnir snúa
þvert á ökustefnu og geta verið
mismargir en oft eru þeir þrír.
Reynt er að hafa gott bil á milli
tindanna og ásanna til að draga
sem mest úr líkum á að herfið
"stíflist" og fari að draga með
sér jarðveg. Fjaðraherfin tæta
og mylja jarðveg sem áður hef-
ur verið unninn, t.d. eftir plæg-
ingu. Fjöðrun tindanna á stóran
þátt í að mylja jarðveginn en
tindana má fá mismunandi
stífa. Tilgangurinn með vinnsl-
unni er oftast að fá fram hæfi-
lega unnið sáðbeð en einnig til
að eyða óæskilegum gróðri,
t.d. stöðva næringarefnaupp-
töku eftir þreskingu. Vegna
fjöðrunarinnar á tindunum
verður vinnsludýptin nokkuð
ójöfn en algengt er að hún geti
orðið allt að 10 cm.
ÖNNURTÆKI
Diskaherfi eru í flokki svokall-
aðra veltiherfa sem ekki eru
drifknúin og hafa verið nær
óbreytt á markaði hér alla síð-
ustu öld. Þetta eru viðnáms-
herfi sem "velta" við jarðvegin-
um og losa um hann. Vinnslan
fer fram með íhvolfum lóðrétt-
um diskum á láréttum öxli.
Vinnslumagnið fer eftir því hve
mikið öxlar herfanna eru
skekktir miðað við aksturs-
stefnu. Yfirleitt eru þessi herfi
með eins konar sambland af
lyftu- og dráttartengingu við
dráttarvélina. Beislisbúnaður
herfanna er þá gjarnan tengdur
við burðarrammann með einni
"lausri" festingu þannig að
herfið getur hreyfst eftir landinu
aftan í dráttarvélinni. Diska-
herfin eru einföld og tiltölulega
ódýr, vinna fremur grunnt og
geta verið heppilegi á margs
konar jarðvegi. Á seigum jarð-
vegi, t.d. plógstrengjum, má
þyngja þau til að þau vinni bet-
ur.
FREYR 04 2005
21