Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 26
JARÐRÆKT
Hnífaherfi byggir á þremur öxl-
um á burðarramma. Á öxulinn
eru festir bjúglaga hnífar. í hverj-
um vinnuhring eru fjórir hnífar.
Hnífaherfi henta vel í fínvinnslu á
myldum jarðvegi og gera góð
sáðbeð um leið og þau jafna
nokkuð yfirborðið. Þau vinna
ekki vel á seigum mýrarjarðvegi.
Þau henta ágætlega til þess að
vinna niður búfjáráburð en stður
í þunga jörð og grýtta þvi að þá
eiga hnífarnir erfitt með að
ganga niður.
Flagjafnar. Margar mismunandi
gerðir flagjafna eru til, bæði
fjöldaframleiddar og heimasmíð-
aðar. Eins og nafnið gefur til
kynna er hlutverk þeirra að jafna
yfirborðið og jafnvel draga til
töluvert efni til að jafna áferðina.
Flagjafnar geta gegnt mikilvægu
hlutverki við að koma á hæfileg-
um vatnshalla svo að síður sitji
vatn á spildunum á veturna. Þá
er mikils um vert að mynda yfir-
borð sem er gott yfirferðar við
uppskerustörf. Slétt undirlagið
dregur bæði úr álagi á vélarnar,
eykur afköstin og stuðlar að
vandaðri vinnubrögðum. Sem
dæmi má nefna að aksturshraði
við slátt á ósléttu túni er oft ekki
mikið meiri en 4-7 km/klst. en sé
völlurinn sléttur getur hann jafn-
vel verið 12-14 km.
Valtar eru til í tveimur megin
gerðum, þ.e. með slétt yfirborð
og gárótt. Tilgangur völtunar
getur verið margþættur. Með
völtun má mylja og slétta yfir-
borðið en einnig þjappast jarð-
vegurinn saman og heldur þann-
ig betur raka að fræjunum. Einn-
ig eru valtar notaðir til að slétta
gróið land að vori. Sléttir valtar
eru léttari í drætti en geta valdið
óþarflega mikilli uppgufun. Við
vissar aðstæður er einnig hætta
á að jarðvegur hlaðist utan á þá.
Á seinni árum hefur færst í vöxt
að nota gárótta verksmiðjufram-
leidda valta með málmgjörðum
(Cambridge). Þeir halda jarð-
vegsraka betur að fræjum,
þjappa betur miðaða við þyngd
og límkennt yfirborð festist síð-
ur við gjarðirnar. Oftast eru þeir
með burðarhjól þannig að auð-
velt er að flytja þá á milli staða.
HELSTU HEIMILDIR
Árni G. Eylands, 1950. Búvélar og ræktun. Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs, Reykjavik, 471 s.
Grétar Einarsson & Eiríkur Blöndal, 1999. Athugun
á tækni við skurðahreinsun. Ráðunautafundur
1999, 100-106.
Þorsteinn Guðmundsson, 1994. Jarðvegsfræði.
Búnaðarfélag Islands, 119 s.
Grétar Einarsson, 1968. íslenskur móajarðvegur og Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild.
jarðvegstætingar. Fjölrit við Framhaldsdeild Skýrslur um búvélaprófanir. Ýmsar skýrslur.
Bændaslólans á Hvanneyri, 19 s.
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
HANDBÓK
Skógarbændur og skógræktarfólk!
Bjóðum upp á trjáplöntun,
slóðagerð, grisjun, kurlun og
jarðvegsvinnu. Leigjum einnig
út tæki til skógræktar.
Gagntak ehf. Ari G. Öfjörð, Lækjargarði I,
801 Selfoss, sími: 482-2277 & gsm: 863-5206
eða Guðmundur A. Öfjörð simi: 692-4126,
gagntak@simnet.is____________
SÉRPANTANA-
ÞJÓNUSTAÁ
VARAHLUTUM (
VINNUVÉLAR OG
AMERÍSKAR
BIFREIÐAR
Við vinnum verkin!
- Plæging og sáning
- Beltagrafa - reiðvegagerð - flutningar
- Rúllun og pökkun á heyi
Sel ehf. Bessi Vésteinsson
Hofsstaðaseli, 551 Sauðárkróki
_______Sími: 453-6064 og GSM: 894-9360
22
FREYR 04 2005