Freyr - 01.04.2005, Qupperneq 27
MOLAR
Meira en 70
gerðir af drykkj-
armjólk á dönsk-
um matvöru-
markaði
Samkvæmt könnun Samtaka
mjólkursamlaga í Danmörku,
Mejeriforeningen, geta danskir
neytendur valið á milli rúmlega
70 mismunandi gerða af drykkj-
armjólk, þ.e. nýmjólk, léttmjólk
með mismunandi fitumagni og
undanrennu. ( þessum fjölda er
mjólk frá tveimur litlum mjólk-
urbúum, gárdmejerier, sem
framleiða eingöngu úr heima-
framleiddri mjólk. Það eru búin
á Smidstrupgárd, nálægt Sorö,
og Hinge, norðan við Silkeborg.
Kúafóðurblönd-
ur í Danmörku
standast ekki
mál
Tæplega fimmtungur, eða 19%,
af kjarnfóðurblöndum handa
kúm í Danmörku árið 2004
stóðst ekki það mál sem stóð á
pökkunarseðlinum, samkvæmt
könnun sem Plantedirektoratet
gerði á 166 sýnishornum.
Fóðurfyrirtækin verja sig með
því að sýnishornin séu of fá og
að ekki sé stætt á því að reikna
út prósentur eftir þeim. Dansk
Kvæg, samtök mjólkuriðnaðar-
ins i Danmörku, viðurkenna að
sýni frá sumum fóðurfyrirtækj-
um hafi verið fá en þeim sé
sleppt í útreikningum. Hins vegar
sé 19% alltof há tala yfir fóður-
blöndur sem standast ekki mál.
Gagnabanki um
erfðabreyttar líf-
verur
Á fundi landbúnaðarráðherra
ESB fyrir skömmu studdi danski
ráðherrann tillögu frá Þjóðverj-
um þess efnis að ESB hefði sig
mun meira í frammi en hingað
til um að fylgjast með erfða-
breyttum lífverum. Eftirlitið á
m.a. að gerast með því að
stofnaður verði gagnabanki yfir
allar viðurkenndar og ekki við-
urkenndar erfðabreyttar lífverur
og greiningaraðferðir sem not-
aðar eru til að finna þær.
Ástæða þess að ráðherrarnir
tóku málið fyrir var að Bandarík-
in tilkynntu nýlega að ekki hefði
verið blandað erfðabreyttu af-
brigði af maís sem ekki hefði
hlotið viðurkenningu, Bt10, í
viðurkennt afbrigði, Bt11.
Embættismannaráð ESB upp-
lýsti á fundinum að þegar væri
hafin vinna við að stofna slíkan
gagnabanka á sameiginlegu
rannsóknasetri ESB.
Hlutverk gagnabankans verð-
ur að vakta betur innflutning frá
þriðja landi og til að bregðast
hraðar við um greiningu á jafnt
viðurkenndum sem ekki viður-
kenndum erfðabreyttum lífver-
um.
Minni styrkir til
sykurframleiðslu
í Evrópu
í löndum ESB er framleitt mikið
af sykri. í Mið- og Norður-Evr-
ópu er hann framleiddur úr syk-
urrófum en úr sykurreyr í Suður-
Evrópu. Þessi framleiðsla hefur
notið styrkja samkvæmt svoköll-
uðum Sykursamningi ESB, (Suk-
keravtale). í öðrum heimshlut-
um nýtur framleiðslan hins veg-
ar ekki alls staðar styrkja og syk-
urinn er seldur á heimsmarkaðs-
verði sem er lágt.
ESB hefur nú ákveðið að
lækka styrki út á sykurrækt
verulega. Nýr landbúnaðarstjóri
sambandsins, Mariann Fischer
Boel, sem er dönsk, fékk það
verk að framkvæma þá lækkun
og hefur ákveðið að lækkun
sykurverðsins verði meiri en þau
33% sem áður hafði verið
ákveðin.
Nokkur sykurrófnarækt er í
Danmörku og sykurframleiðsla
sem er á vegum fyrirtækisins
Danisco. Forstjóri þess, Mogens
Granborg, áætlar að sykur-
rófnarækt í Danmörku muni í
ár dragast saman um 16%,
greiðsla fyrir sykurrófur um
37% og sykurverðið um 33%.
Það mun kosta fyrirtækið um
250 millj. dkr. í tekjur.
Önnur lönd ESB, þar sem syk-
ur er framleiddur, verða á sama
hátt af tekjum. Þar má nefna
Spán, Ítalíu, Grikkland, Portúgal
og Finnland en þar munu þús-
undir starfa tapast bæði í land-
búnaði og sykuriðnaði.
Formaður Dönsku bænda-
samtakanna, Peter Gæmelke,
telur að hreinar tekjur danskra
bænda lækki af þessum sökum
um 200 - 300 millj. dkr. og vill
að dönsk stjórnvöld bæti bænd-
um upp 60 - 70% af því tapi.
pREYR 04 2005
23