Freyr - 01.04.2005, Qupperneq 30
NAUTGRIPIR
Tafla 2. Bú með fleiri en 10 árskýr sem voru með 500 kg af verðefnum úr mjólk eða meira eftir kúna
árið 2004
Eigandi Heimili Árskýr Kg mjólk Verðefni, kg
Jóhiann og Hildur Stóru-Hildisey II, A-Landeyjum 33,4 7.376 556
Bertha og Jón Miðhjáleigu, A-Landeyjum 32,6 7.157 540
Gunnar Sigurðsson Stóru-Ökrum, Akrahreppi 36,8 6.842 514
Friðrik Hrafn Reynisson Einholti, Hornafirði 54,2 6.932 513
Axei og Silja Hólmum, A-Landeyjum 24,8 6.822 512
Friðjón Gíslason Helgastöðum, Borgarbyggð 21,1 6.919 511
Hlynur Snær og Guðlaug Björk Voðmúlastöðum, A-Landeyjum 28,5 6.698 506
Félagsbúið Saurbæ, Holtum 32,3 6.392 503
Eggert og Páll Kirkjulæk II, Fljótshlíð 35,2 7.183 501
Ragnar og Magnús Birtingaholti I, Hrunamannahr. 43,3 6.504 501
Hörður og Helga Hvammi, Eyjafjarðarsveit 42,8 6.425 500
Mynd 5. - Afurðir eftir burðarmánuðum 2004
Efsta sæti skipar líkt og árið
2003 bú þeirra Jóhanns og Hild-
ar í Stóru-Hildisey II í Austur-
Landeyjum en hjá þeim voru
33,4 árskýr sem mjólkuðu að
jafnaði 7376 kg af mjólk og
samanlagt magn verðefna hjá
þeim var að jafnaði 556 kg.
Mjólkurmagnið er ívið minna en
árið áður en efnamagnið hins
vegar átta kg meira. Þetta er fá-
dæma glæsilegur árangur þó að
hvorug meðaltalstalan að þessu
sinni sé (slandsmet. Á það skal
minnt að á þessu búi er feiki-
lega vel að fóðrun og meðferð
gripa staðið, eins og margoft
áður hefur komið fram og þetta
er fyrsta bú hér á landi sem tek-
ur upp heilfóðrun fyrir mjólkur-
kýr. Annað sæti skipar búið hjá
sveitungum þeirra, Berthu og
Jóni ( Miðhjáleigu, en 32,6
árskýr hjá þeim skiluðu meðal-
tali 540 kg verðefna í mjólk árið
2004. Þetta bú hefur verið í ein-
hverju toppsætanna á hliðstæð-
um lista síðustu árin og viðtal er
við þau hjónin f nautgriparækt-
arblaði Freys vorið 2002. Þriðja
sæti skipar síðan Gunnar Sig-
urðsson á Stóru-Ökrum í Skaga-
firði en 36,8 árskýr hjá honum
skiluðu að meðaltali 514 kg
verðefna árið 2004. Minnt er á
viðtal við Gunnar í haustblaði
Freys um nautgriparækt árið
2000 þar sem hann lýsir við-
horfum til kúabúskapar síns og
hvernig hann stendur að hon-
um.
Mynd 4 sýnir burðartíma-
skiptingu þeirra kúa sem þera
á árinu. Einnig er sýnd þar
samsvarandi skipting fyrir þrjú
undangengin ár. Þegar sú
mynd er skoðuð þannig er
mjög skýrt að ákveðin tilfærsla
á burðartíma hjá kúnum í land-
inu hefur verið að gerast á síð-
ustu árum. Þar ber hæst að
þróun er í átt að jafnari burðar-
tímadreifingu en orðin var, sem
hlýtur um margt að vera æski-
leg þróun með tilliti til að sinna
þörfum markaðarins. Hámark-
ið í burði kúnna er áfram að
haustinu með hæsta hlutfallið í
október en hlutfall kúnna sem
ber í október og nóvember
hefur samt dregist saman um
eina prósentueiningu á ári síð-
ustu fjögur árin. Þessi þróun
stýrist vafalítið mest af því að
greinilegt er að allra síðustu ár-
in hefur aðeins verið að draga
úr haustburði hjá fyrsta kálfs
kvígunum. Október er áfram sá
mánuður, þegar flestar af kvíg-
unum bera, en árið 2004 var
hlutfall fyrsta kálfs kvígna sem
báru í þeim mánuði samt kom-
ið niður í 17,7% af öllum burð-
um þeirra á árinu. Fæstarfyrsta
kálfs kvlgnanna bera í júní og
eru það aðeins tæp 2,4% af
kvígunum sem bera þá yfir ár-
ið enda er það áreiðanlega í
hugum flestra mjólkurfram-
leiðenda fremur óheppilegur
burðartími fyrir fyrsta kálfs
kvígur.
Á mynd 5 eru sýndar meðal-
afurðir hjá fullmjólka kúnum
þegar þær eru flokkaðar eftir
burðarmánuðum. Einsog marg-
oft hefur verið bent á mega
menn ekki draga miklarályktan-
ir af þessum samanburði vegna
þess að aðeins má reikna með
að burður á fyrstu mánuðunum
sé að mæla raunverulega áhrif
burðartímans. Það sem hins
vegar má vekja athygli á í sam-
bandi við þessa mynd er að nú
gerist það fyrsta sinni að meðal-
tal fyrir kýr, sem bera í einum
mánuði fyrir allt landið, fer yfir
6.000 kg en heilsárskýr sem
báru í janúarmánuði árið 2004
mjólkuðu að meðaltali 6.004 kg
af mjólk.
Niðurstöður úr mælingunum
á frumutölu í mjólk sýna veru-
lega jákvæðar breytingar. Með-
altal allra slíkra mælinga úr ein-
stökum kúm sýna meðaltalið
296 þús/ml (313) og ef notað er
meðaltal fyrir margfeldismeðal-
tal einstakra gripa er það 234
(249). Þetta eru mjög jékvæðar
breytingar og sýna greinilegan
árangur hjá bændum í barátt-
unni við mesta vágest mjólkur-
framleiðslunnar, júgurbólguna.
Mynd 6 gefur yfirlit um stöðuna
í einstökum héruðum. Þar sést
að líkt og áður er staðan í þess-
um efnum verulega breytileg
eftir landsvæðum og líkt og áð-
ur er árangur Dalamanna og
Snæfellinga mestur í þesum
efnum. Eins og síðustu árin hall-
ar hins vegar f þessum efnum
heldur á stóru mjólkurfram-
leiðslusvæðin fyrir sunnan og
norðan.
Loksins má greina örlitla já-
kvæða þróun þegar skoðaðar
eru tölur um förgun kúnna.
Förgun er skráð hjá samtals
7.746 (7.937) kúm eða 27,0%
(27,6) þeirra. Á mynd 7 er sýnd
hlutfallsleg skipting á förgunar-
ástæðum. Líkt og undanfarin ár
þá tengist yfir helmingur förg-
unarinnar júgurbólgu eða áföll-
um og göllum sem tengjast
júgri og spenum. Rétt er að
benda á það að í þessari tölu
eru 243 kýr eða rúm 3% kúnna
með skréða förgun, sem er í
raun ekki fargað heldur seldar á
milli búa.
Kynhlutfall fæddra kálfa er
eins og áður skekkt þó að frá-
Mynd 4. - Burðartímadreifing
18
16
14
12
10
8
6
4
2
0
jan feb mar apr maí jún júl ág sep okt nóv des
112001 H2002 G2003 G 2004
26
FREYR 04 2005