Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Síða 33

Freyr - 01.04.2005, Síða 33
SKÓGRÆKT GAMAN ER AÐ SJÁ AÐ NIÐURSTÖÐUR RÁÐUNAUTAÞJÓNUSTU BANDARlSKU SKÓGSTJÓRNARINNAR (-2003) OG KLEMENZAR (1945-57) FARA NÁKVÆMLEGA SAMAN UM ÁHRIF SKJÓLBELTA Á KORNUPPSKERU. HELSTA KORNFORÐABÚR HEIMSINS; NORÐVESTURRÍKI BNA, GEFUR SEM SAGT SÖMU NIÐURSTÖÐU OG FUÓTSHLÍÐIN HVAÐ GAGNSEMI SKJÓLBELTA VARÐAR. jókst talsvert á skýldum ökrum. Fóðurkorn og kartöflur gáfu einnig meiri uppskeru á þeim ökrum sem nutu skjóis. Fram kom að allir bændurnir töldu uppskeruaukninguna gera meira en að bæta fyrir það land sem fór undir skjólbelti. Margir nefndu jákvæð áhrif sem beltin höfðu gegn uppblæstri, vindskemmdum á uppskeru og skafrenningi. SKJÓL FYRIR VAXANDI KORNRÆKT Á ÍSLANDI Fáar íslenskar rannsóknir eru til um áhrif skjólbeltaræktar. Ber þar helst að nefna rannsóknir Klemenzar Kristjánssonar á Sámsstöðum um miðja síðustu öld á áhrifum skjóls á korn- þunga. Sýndu þær að á sjö sumra tímabili var kornþungi mun meiri á skýldum svæðum en bersvæði. Var munur korn- þunga að meðaltali 25% í byggi, 36% í höfrum og 41 % í vorhveiti. Öll árin skilaði korn ræktað í skjóli meiri þroska en bygg ræktað á bersvæði, mest- ur var þó munurinn í slæmum árum. Erlendar rannsóknir, m.a. þær sem sagt er fré í Skjólbelti - vörn gegn vindi, sýna sömu nið- urstöður. (Klemenz Kr. Kristjánsson , 1976. Áhrif skógarskjóls á kornþunga. Skógræktarritið 1976, bls. 23-26.) Með skjólræktun er dregið úr vindhraða á yfirðborði landsins. [ kjölfar minni vinds hækkar hiti í skjólinu og uppgufun bæði frá jarðvegi og plöntum minnkar þrátt fyrir aukin hita. Við uppgufun kólnar jarðvegur. Við minni uppgufun eykst jarð- vegsraki, og með auknum raka nýtir jarðvegurinn betur geisla sólarinnar og varmaleiðni jarð- vegs eykst. Aukinn jarðvegshiti örvar næringarefnaupptöku og örverustarfsemi í jarðvegi . Við aukinn hita í lofti og jarð- vegi eykst uppskera að magni og gæðum, Ijóstillífun plantna eykst og þar með uppbygging þeirra og aukin jarðraki dregur úr áhrifum langvarandi þurrka. Uppskeran er mismunandi eftir því hvar á skjólsvæðinu hún er, næst skjólbeltinu getur veriðum uppskeruminnkun að ræða vegna samkeppni trjáa við nytjajurtir um næringu, vatn og birtu. Er fjær dregur eykst upp- skeran og er mest í fjarlægðinni tvisvar til fimm sinnum hæð skjólbeltanna. Eftir það dregur úr uppskeruaukningunni að tuttugufaldri hæð belta. Með skjólbeltarækt dregur úr sveiflum I árferði og skilar hún því meira öryggi í uppskeru. Bændur eru hvattir til að kynna sér kosti skjólbelta og ræktunaraðferðir. Ritið kostar 1.000 kr. og er til sölu hjá Skjólskógum, Aðalstræti 26, 470 Þingeyri. Pöntunarsími 456-8201, eða með tölvupósti skjolskogar@netos.is FREYR 04 2005 29

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.