Freyr - 01.04.2005, Síða 34
SAUÐFJÁRRÆKT
Afkvæmarannsóknir
á Hesti 2004
IEftir Sigurð Þór Guðmundsson,
Emmu Eyþórsdóttur, Sigvalda Jónsson
og Eyjólf Kristin Örnólfsson,
Landbúnaðarháskóla íslands.
Árið 2003-2004 voru afkvæmaprófaðir 11 lambhrútar á Til-
raunabúinu á Hesti. Allir eru undan heimahrútum nema
Svelgur 142 sem er undan Leka 00-880 frá Sveinungsvík.
Tveir hrútar eru undan Hyl 01-883 sem var á sæðingarstöð
Vesturlands haustið 2004 og fjórir eru undan Frosta 02-913
sem var á sæðingarstöð Suðurlands, þar af tveir albræður,
þeir Kaldi 135 og Kuldi 136. Allir hrútarnir eiga ættir að rekja
til Læks 97-843 frá Lækjarhúsum.
/ETTERNI OG OG ÞROSKI
Það má sjá ætterni og ómmæl-
ingar hrútanna (töflu 1. Með-
alvöðvaþykkt þeirra í septemb-
er 2003 var 30,4 mm og fita
2,8 mm. Haustið 2003 vógu
þeir 46,2 kg að meðaltali, um
vorið höfðu þeir þyngst um
21,5 kg að jafnaði. Ægir
þyngdist mest eða um 27 kg,
þá Kuldi og Ylur um 23 kg.
Minnst þyngdist Eldur, um 16
kg. Veturgamlir vógu hrútarnir
að jafnaði 86,7 kg. Þá höfðu
þeir þyngst um sumarið 19,1
kg og mest þyngdist Svelgur 28
kg. Enda var hann þyngstur
hrútanna þá 104 kg. Minnst
þyngdist Ylur 11 kg. Léttastur
hrútanna veturgamall var (sar
74 kg. Veturgamall var (sar ekki
ásetningshæfur vegna fóta-
galla.
NIÐURSTÖÐUR
Tafla 2 sýnir helstu niðurstöður
afkvæmarannsóknarinnar. Sam-
kvæmt venju eru einungis hrút-
lömb tekin með í afkvæmarann-
sókn og byggir þessi niðurstaða
á 191 falli sem slátrað var 1.
október. Skrokkmál, ómmæl-
ingar og stig eru leiðrétt að
meðfallþunga lambana sem var
15,84 kg. Þessi hópur er talsvert
léttari en síðasti árgangur sem
munar 1,0 kg, skýrist það að
mestu með árferðismun. Bak-
vöðvinn þykknar lítillega á milli
ára eða sem svarar 0,28 mm,
fita á baki er heldur minni (0,07
mm). Síðufitan minnkar um
0,71 mm. Lærastigin lækka um
0,22 stig og frampartur um
0,27 stig. Þessi lækkun passar
síðan nokkuð við að einkunn
fyrir gerð lækkar úr 9,87 í 8,75.
Tafla 1. Lambhrútar í afkvæmarannsókn 2004.
Hrútur Ómmæling Faðir Föðurfaðir Móðir Móðurfaðir
Nr. Nafn Vöðvi Fita Lögun Nafn Nr. Nafn Nr Nr. Nafn Nr.
129 Ægir 31,8 4,2 5 Lonti 00-088 Lækur 97-843 6921 Askur 97-835
130 (sar 32,2 2,4 4 Loppi 01-104 Lonti 00-088 7063 Áll 00-868
131 Eldur 29,7 2,6 4 Hylur 01-883 Áll 00-868 6561 Greppur 95-019
132 Ylur 25,5 1,9 4 Hylur 01-883 Áll 00-868 7221 Lækur 97-843
134 Krapi 33,1 3,7 4 Frosti 02-913 Loppi 01-104 6863 Þófi 99-068
135 Kaldi 31,5 3,7 4 Frosti 02-913 Loppi 01-104 6854 Klaufi 99-067
136 Kuldi 29,2 2,1 4 Frosti 02-913 Loppi 01-104 6854 Klaufi 99-067
137 Klammi 28,1 2,6 5 Frosti 02-913 Loppi 01-104 6493 Drussi 96-030
140 Alvis 30,0 2,5 4 Álfur 02-126 Glópur 6976 Skussi 99-073
141 Glói 32,2 2,7 4 Álfur 02-126 Glópur 6829 Náli 98-057
142 Svelgur 31,6 2,1 4 Leki 00-880 Lækur 97-843 6862 Klaufi 99-067
FREYR 04 2005