Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Síða 37

Freyr - 01.04.2005, Síða 37
HUGBÚNAÐUR MARK MARK (www.bufe.is) er tölvukerfi fyrir ein- staklingsmerkingar bú- fjár samkvæmt reglu- gerð nr. 463/2003 með síðari breytingum. Kerfið er unnið að beiðni landbúnaðar- ráðuneytisins og Emb- ættis yfirdýralæknis. Markmið reglugerðar- innar er að tryggja rekjanleika búfjárafurða frá upprunahjörð og/eða fæðingu viðkom- andi dýrs til sölu afurða og skapa með því grundvöll að markvissu matvæla- og búfjár- eftirliti, skráningu búfjársjúkdóma og með- höndlun þeirra (1. gr.). MARK var opnað á síðasta ári og hefur verið unnið í tölvudeild Bændasamtakanna. Notendur eru lands- ráðunautar, héraðsráðunautar, starfsfólk Embættis yfirdýralæknis, héraðsdýralæknar, bændur og starfsfólk sláturhúsa ásamt um- sjónarmanni og hafa allirséraðgang m.a. eft- ir svæðum. (dag geta bændur pantað plötu- merki í kerfinu beint frá merkjaframleiðenda í Noregi, skráð kaup og sölu gripa, skoðað grunnupplýsingar um alla gripi í hjörð, skráð afdrif o.fl. Um 300 notendur eru að MARK í dag en gera má ráð fyrir að þeir verði orðnir yfir eitt þúsund á næsta ári. Við smíði kerfis- ins voru skoðuð hliðstæð kerfi í Danmörku og Noregi. MARK býður upp að neytendur geti rakið framleiðsluvörur til bænda eftir einstaklingsnúmerum eins og tíðkast í Dan- mörku í dag. Skýrsluhaldsgagnagrunnar Bændasamtakanna er aðgengilegir frá MARK, sem er nokkurs konar "regnhlíf" yfir safni gagnagrunna. Á þessu ári hefst vinna við að bæta við kerfið upplýsingum um heilsukort gripa í samvinnu við dýralækna. HUPPA Huppa (www.huppa.is) er skýrsluhalds- gagnagrunnur í naut- griparækt. Huppa opnaði að nýju eftir endurbætur á síðasta ári. Kúabændur hafa aðgang að skýrslu- haldsupplýsingum svo sem ætterni gripa sinna, kynbótamati, afkvæmalistum, nauta- skrá, búsmeðaltölum og lykiltölum afurða- skýrsluhaldsins o.fl. Skráning á sæðingum kúa frá frjótæknum og val á nautum verður bætt við á þessu ári en vinna við forritun þessa þátta er á lokastigi. Upplýsingar um á þriðja hundrað þúsund gripa eru í gagna- grunninum. Gagnagrunnur Huppu er ein af meginstoðunum í tölvukerfinu MARK. Allir kúabændur geta fengið aðgang að Huppu og hafa um 200 bændur fengið aðgang. FJÁRBÓK Fjárbók er nýjasta tölvukerfi Bændasamtak- anna en þar er um að ræða skýrsluhalds- kerfi i sauðfjárrækt. Gagnagrunnur kerfisins er geysistór og hefur að geyma í upphafi upplýsingar um á aðra millljón gripi og á hverju ári bætast við upplýsingar um 500.000 lömb. Fjárbókin var upphaflega unnin af tölvufyrirtækinu Tölvusmiðjunni á Austurlandi en tölvudeild Bændasamtak- anna tók síðan við verkinu. Kerfið verður prófað af hópi valinna bænda og ráðunauta vegna framleiðsluársins 2005 en á að opna fyrir alla sauðfjárbændur vegna skráningar skýrsluhalds fyrir framleiðsluárið 2006. Smíði tölvukerfisins var styrkt af RANNÍS og Framkvæmdanefnd búvörusamninga. SAMSTARF VIÐ SÍMANN Bændasamtökin hafa átt gott samstarf við Símann og verkefnið Upplýsingatækni i dreifbýli á undanförnum árum varðandi vinnu Símans við uppbyggingu á ISDN á landsbyggðinni. Sameiginlegir fundir þess- ara aðila hafa verið haldnir um allt land með bændum. Síminn hefur lagt í umtalsverðan kostnað við þessa uppbyggingu til að upp- fylla alþjónustukvöð sem lögð var á fyrir- tækið af stjórnvöldum. Vissulega hefur undirrituðum fundist að Síminn hefði mátt ganga hraðar fram í þessari vinnu en aðal- málið er að þegar Síminn lýkur fram- kvæmdum á þessu ári þá hafa nær allir bændur kost á a.m.k. ISDN tengingu. Sím- inn kynnti einnig til sögunnar ISDNplús sem opnaði fyrir lághraða sítengingu á D-rás. Þetta er þó aðeins áfangi á langri leið og tryggja þarf þeim sem ekki eiga kost á ADSL sítengingu gegn föstu gjaldi að þeir fái sam- bærileg kjör. Þá má telja víst að tæknifram- farir á næstu misserum eiga eftir að tryggja öflugra gagnaflutningssamband í hinum dreifðu byggðum t.d. með Wi-Max sem Síminn hefur kynnt. Sérstaklega ber að þakka Einari H. Reynis og Gunnari Magnús- syni starfsmönnum Símans fyrir frábær störf í þessu sambandi. LOKAORÐ Þegar litið er yfir farinn veg í þróun á netfor- ritum Bændasamtakanna er ekki hægt að vera annað en nokkuð sáttur við árangur- inn. Þróunarverkfærin sem voru valin í upp- hafi eftir skoðun á hvað bauðst á þeim tíma hafa staðið undir væntingum. Fjögur stór tölvukerfi hafa verið smíðuð sem byggjast á viðamiklum gagnagrunnum í Oracle. Rekst- ur og hýsing þeirra hjá Skýrr hf. hefur geng- ið mjög vel og samstarfið við fyrirtækið ver- ið árangursríkt og ánægjulegt. Tölvudeild Bændasamtakanna hefur verið lánsöm að hafa ( vinnu afbragðs forritara en einnig notið liðveislu sérfræðinga frá Skýrr og frá Miracle tölvufyrirtækinu. Einnig ber að þakka uppbyggingu Sfmans á öflugra gagnaflutningsneti á landsbyggðinni sem var forsenda fyrir netvæðingunni. ^ Skilgreining á alþjónustu sam- kvæmt lögum um fjarskipti er "Af- markaðir þættir fjarskipta af tilteknum lágmarksgæðum sem boðnir eru öllum notendum á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra." ^Lög um fjarskipti nr. 81/2003. 3öll netforrit Bændasamtakanna eru hýst hjá Skýrr hf., sem hefur yfir að ráða öflugum miðlurum og tryggir vöktun allan sólarhringinn. 4Forveri kerfisins er Fengur sem smíðaður var fyrst sem lokaverkefni frá Tölvuháskóla Verslunarskóla (slands (nú Háskólans í Reykjavík) árið 1991. Einnig var gefinn út margmiðlunardisk- urinn Islandsfengur 1998-2000 og Ver- aldarfengur var opnaður á Netinu 1997. WorldFengur tók yfir öll þessi kerfi. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Gæðamálning á góðu verði! íslandsmálning ehf. Sætúni 4, 105 Reykjavík Sími: 517-1500, Fax: 517-1501 Vefsíða: www.islandsmalning.is Bændablaðið Smáauglýsingar Bændablaðsins skila árangri. Sími auglýsingadeildar er 563-0300. Netfang: augl@bondi.is Freyr 04 2005 33

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.