Freyr - 01.09.2004, Page 5
aðist þá ekki að halda leiðum opn-
um með snjóruðningi. A vetrum
fór ég stundum með strandferða-
skipum þegar ég þurfti að fara á
syðsta hluta svæðisins, t.d. Geit-
hellnahrepp. Þá tók ég stundum
Esjuna til Djúpavogs. Eg man sér-
staklega eftir einni ferð. Þá kom-
um við kl. 4 að morgni til Djúpa-
vogs og það var ekki hægt að leg-
gja skipinu að bryggju vegna
roks. Við vorum tveir farþegamir
sem ætluðum í land á Djúpavogi,
mánaðargamall kvígukálfur og
ég. Var bmgðið um okkur stroffu
en vegna veltings héngum við ut-
anborðs í stroffunni helst til lengi
en náðum loks ómjúkri lendingu í
uppskipunarbátnum, eftir kalt sjó-
bað. Búnaðarsambandssvæðið er
eitt það stærsta á landinu og fyl-
gdu því starfínu löng og ströng
ferðalög og langar útivistir við
j arðabótaúttektir, skurðamælingar
og þess háttar, oft hálfur mánuður
eðajafnvel lengur.
Skiptuð þið Páll á milli ykkar
svæðinu?
Já, að sumu leyti. Eg var meira
í suðursýslunni, en Páll í norður-
sýslunni. En þó blandaðist það
mikið, auk þess sem við ferðuð-
umst mikið saman.
Var ekki uppgangur i sauðjjár-
ræktinni þarna á þesswn tíma?
Jú, það er óhætt að segja og í
landbúnaði almennt. A þessum
tíma er hafrn komrækt á Austur-
landi íyrir forgöngu Sveins á Eg-
ilsstöðum og mjólkurbú tekur til
starfa í Egilsstaðakauptúni.
I sauðíjárræktinni var mikil
gróska og almennur áhugi að auka
afúrðir og bæta gæði framleiðsl-
unnar, sem kom fram í ákaflega
mikilli og almennri þátttöku í
hrútasýningum á svæðinu. Meðal
nafntogaðra sauðijárræktarmanna
í suðursýslunni má nefna Gunnar
á Hnaukum, Einar á Geithellum
Hestur í Borgarfirði, bær og fjárhús.
og Sigurð á Gilsá, sem allir seldu
kynbótahrúta vítt um sambands-
svæðið, á Héraði vom Þorstein á
Sandbrekku og Guttormur í Geita-
gerði og ekki má gleyma Jónasi
tilraunastjóra á Skriðuklaustri. Á
Jökuldal hygg ég að Eiríksstaða-
féð hafí verið hvað víðfrægast og
mikið selt af kynbótahrútum það-
an. í Vopnafírði var kraftur í íjár-
ræktinni með kaupum á hrútum
frá Þistilfírði, en ég var ekki eins
kunnugur fjárræktinni þar því að
Páll annaðist hana að mestu. Þetta
eru bara nokkur dæmi um afburða
ræktunarmenn og efalaust mætti
nefna miklu fleiri sem ég hef ekki
á takteinum núna.
Sauðfjártilraunir á Skriðu-
klaustri?
Um þessar mundir fóru fram
viðamiklar tilraunir með afurða-
getu íjár af austfískum og norður-
þingeyskum stofni. Þessir Ijár-
stofnar, fímm að tölu, voru úr
Borgarfírði eystra, Jökuldal,
Álftafirði, heimastofn frá Skriðu-
klaustri og svo frá Þistilfirði. Jón-
as Pétursson, tilraunastjóri, og
Páll Sigbjömsson sáu um þær í
upphafí en Stefán Aðalsteinsson
annaðist, að mig minnir, uppgjör á
þeim. Eg kom ekki mikið nálægt
þessum tilraunum. Hins vegar að-
stoðaði ég Jónas á hverju hausti
við uppskemmælingar úr áburðar-
tilraunum og lærði ég mikið af því
þar sem Jónas var með eindæmum
nákvæmur tilraunamaður. Sem
nokkurs konar uppbót fyrir að-
stoðina, fyrsta haustið, bauð Jónas
mér að fara í göngur á Vesturöræfí
fyrir Klaustursbúið, sem ég þáði
umsvifalaust og sé ekki eftir því.
Þar kynntist ég Fljótsdælingum
vel og komu þeir mér mikið frek-
ar fyrir sjónir sem lífsfílósófar og
náttúruunnendur en stritandi
bændur og einhvem veginn hef ég
það á tilfínningunni að þeir bænd-
ur sem ég kynntist i þessum göng-
um en em nú flestir látnir, snúi sér
við i gröfínni vegna þeirra nátt-
úruspjalla sem nú em framin á
heiðalöndum þeirra, þjóð og landi
til ævarandi skammar.
Mastersnám í Bandaríkjunum
OG STARF Á RALA
Hvað tekur svo við eftir árin
fyrir austan?
Vorið 1962 fór ég að starfa hjá
Búnaðardeild Atvinnudeildar Há-
Freyr 6/2004 - 51