Freyr - 01.09.2004, Síða 7
stakur reglumaður með allt sem
honum er falið, og má segja að
með honum hafí aftur komist festa
í bústjórastarfíð. Núverandi bú-
stjóri, Sigvaldi Jónsson ífá Ausu í
Andakíl, tók við bústjóm af Ama.
Sigvaldi hefur lengi tengst Hest-
búinu, kom fyrst til starfa sem
unglingur í tíð Jóns Snæbjömsson-
ar og var síðar vetrarmaður hjá
Jóni Halldórssyni og samfellt hef-
ur hann starfað við búið frá 1983.
Bústjóm hans hefur verið afar far-
sæl enda mikill búijárræktarmaður
í eðli sínu og einstaklega vand-
virkur heyskaparmaður.
Rannsóknir á Hesti
Hvaða rannsóknir voru í gangi
á Hesti þegar þú komst þar til
starfa árið 1966?
Starfsemi búsins var frá upphafi
ætíð miðuð við að þar yrðu stund-
aðar alhliða rannsóknir á sem
flestum þáttum sauðfjárbúskapar,
þ.e.a.s. kynbætur fyrir meiri og
betri afurðum, fóður- og fóðranar-
tilraunir, beitar- og ýmiss konar
framleiðslutilraunir. Þegar ég kom
til starfa eftir Ameríkudvölina tók
ég við afkvæmarannsóknunum og
hafði á minni hendi allar mæling-
ar og stigagjöf bæði á lömbunum
lifandi og eins á föllum þeirra svo
og uppgjör þeirra. Afkvæmarann-
sóknir á hrútum hófust haustið
1957 og vora upphaflega skipu-
lagðar af Halldóri Pálssyni og
Stefáni Aðalsteinssyni.
Stefán sá um þær til 1963 en þá
slitnaði upp úr samstarfi þeirra
Halldórs, sem þá var orðinn bún-
aðarmálastjóri, vegna ágreinings
um stefnu Búnaðarfélags Island í
sauðljárkynbótum varðandi vaxt-
arlag og kjötgæði og fylgt var á
Hesti. Ekki verður farið nánar út
í þá sálma hér, en að mínu mati
hafði Stefán þar alrangt fyrir sér.
Viltu lýsa nánar hvernig af-
kvœmarannsóknirnar fóru fram ?
Markmiðið með afkvæmarann-
sóknunum hefur ætíð verið að
bæta vaxtarlag, kjötgæði og af-
urðasemi íslenska Ijárins. Eins og
margir vita nam Halldór Pálsson
vaxtarlífeðlisffæði við háskólana í
Edinborg og Cambridge undir
leiðsögn færastu kennara sem þá
voru til í þessari grein. Doktorsrit-
gerð hans fjallaði um samanburð á
kjötgæðum skoskra og breskra
ijárkynja og þess íslenska og er
talin tímamótaverk í búíjári'ann-
sóknum, einkum hvað varðar
þróun og notkun á útvortismálum
skrokka til mats á vaxtarlagi og
þverskurðarmálum við 12. rif til
mats á fítu- og vöðva- þroska.
Jafnframt komst hann að raun um
að legglengd framfótar var ágætur
og einfaldur mælikvarði á vaxtar-
lagið og með því að stytta hana
mátti bæta vaxtarlag og fá hold-
meira fé. Rannsóknir hans sýndu
jafnframt að íslenska féð stóð
langt að baki skoska og breska
fénu í þessu tilliti, var holdrýrt á
dýrustu hlutum skrokksins,
þ.e.a.s. á mjóhrygg og í lærum.I
afkvæmarannsóknunum vora því
skrokkmálin undirstaðan fyrir
kynbætur fyrir bættu sköpulagi og
holdasöfnun.Tekin vora ein 15
mál af hverju falli og gefín stig
fyrir lærahold og holdfyllingu í
framparti, á þessum tíma og fram
til 1980, en þá var þeim fækkað
eftir að arfgengi og erfðafylgni,
sem metin var á tæplega 2000
föllum, sýndi að sum málin, eink-
um fitumál, vora í raun að segja
sömu sögu. Þetta var alveg feiki-
verk en mældir vora sjaldan undir
250 skrokkar á hverju hausti og
oft voru þeir vel á fjórðahundrað.
Alltaf var slátrað á föstudegi og
skrokkamir látnir kólna og stífna
yfír nóttina og mælingar svo gerð-
ar um helgina til þess að fá næði í
kjötsalnum.
Þegar hrútar voru valdir til af-
kvæmaprófunar var haft að leiðar-
Stefén að mæta þykkt á hryggvöðva
á skrokki úr afkvæmarannsókn á
Hesti.
ljósi að þeir væru af afurðamikl-
um og frjósömun ættum og um-
fram allt að þeir væra þungir mið-
að við líkamsstærðina. Arlega
vora prófaðir 10 til 15 hrútar, sem
flestir vora valdir úr stofninum á
Hesti, en oft voru prófuð efnileg
hrútlömb, sem ýmist vora keypt
til búsins eða lánuð frá öðrum
bæjum í Borgarfjarðarhólfinu.
Niðurstaðna var ætíð beðið með
mikilli eftirvæntingu og þegar þær
lágu fyrir vora allar dætur þeirra
hrúta, sem best komu út, settar á
og dætrahóparnir svo prófaðir
með tilliti til afurðahæfni þeirra
og ekki skorið úr þeim fyrr en þær
vora þrevetra. Álitlegustu gimbr-
amar undan öðram hrútum í próf-
uninni voru settar á ásamt öðram,
sem komu úr sérstökum pöranum
búsánna og úr sæðingum.
Sala á kynbótahrútum ?
Sala á kynbótahrútum var
geysimikil innan sauðfjárvama-
hólfsins allt til 1972 er gamaveiki
kom upp i hjörðinni á Hesti. Þá
Freyr 6/2004 - 71