Freyr - 01.09.2004, Side 8
Fé á Hesti i rétt.
var tekið fyrir alla sölu nema á
aðra garnaveikibæi. Þetta var
mikið áfall fyrir starfsemina þar
sem m.a. Sæðingarstöð Vestur-
lands hafi verið flutt frá Hvann-
eyri að Hesti 1969 og þá þegar
farið að taka kynbótahrúta frá bú-
inu á hana og má þar nefna víð-
fræga kynbótahrúta, s. s. Soldán,
Mola, Fursta og síðar Anga. Sæð-
ingarstöðin var svo flutt í Borgar-
nes og starfar þar enn.
Haustið 1980, að ég held, fékk
Hjalti Gestsson ráðunautur á Sel-
fossi leyfí hjá Sigurði Sigurðar-
syni, dýralækni Sauðljárveiki-
vama, til að kaupa afkvæmapróf-
aða lambhrúta frá Hesti fyrir sæð-
ingarstöðina í Laugardælum með
því skilyrði að þeir yrðu í einangr-
un í tvö ár. Þetta leyfí gilti jafn-
framt fyrir hinar tvær sæðingar-
stöðvamar, Vesturlands og Norð-
urlands, og vom fyrstu hrútamir
teknir í notkun haustið 1982.
Hrútarnir voru í einangrun í Bæ í
Bæjarsveit, en leyfi fékkst til að
nota þá í tvo daga um fengitímann
í Mávahlíðarhúsunum til að af-
kvæmaprófa þá. Gangmál ánna í
samstillt og hleypt til þeirra á
tveimur dögum og lambhrútamir
svo fluttir aftur niður að Bæ. Þetta
samstarf sæðingarstöðvanna og
Hestbúsins stóð yfír að mig minn-
ir í þrjú á og komu margir þekktir
kynbótahrútar fram til notkunar á
sæðingarstöðvunum og má þar
nefna Ráðsnjall, Gýg og Þjón úr
fýrsta hollinu og á næstu ámm
Stramma, Snáða, Kain, Aron,
Kokk og Stubb svo að einhverjir
séu nefndir.
Sióan er tekið til við að rann-
saka erfðir fitusöfnunarinnar?
Já, það gerist upp úr 1980. Ein-
hvem tímann á áttunda áratugnum
koma fram kenningar um óholl og
hættuleg áhrif dýrafítu, bæði í
kjöti og mjólk, á heilsu manna.
Ýmsir læknar og næringarfæðing-
ar hér á landi gripu þessa kenning-
ar hráar á lofti enda þótt rann-
sóknaniðurstöður væm mjög mis-
vísandi svo að vægt sé til orða
tekið, og rnæltu með að fólk hætti
helst að borða kjöt og egg, drekka
mjólk og nota smjör, en helst lifa
á horkjöti, smjörlíki og undan-
rennu. I kjölfarið fylgdu svo kröf-
ur neytenda um fítuminna kjöt, þó
ekki eingöngu vegna þessa
hræðsluáróðurs, heldur vegna
breyttra þjóðfélagshátta þar sem
orkuþörf erfíðisvinnandi fólks
hafði stórminnkað vegna tilkomu
nýrrar tækni og jafnffamt vann sí-
fellt fleira fólk við kyrrsetustörf.
Við þessum kröfum markaðar-
ins var snarlega bragðist og tekin
í notkun kynbótaeinkunn sem
byggðist á fallþunga og þeim
skrokkmálum er sýndu hæsta arf-
genga fylgni við fítu- og vöðva-
þykkt. 1 kynbótaeinkunninni fékk
fítuþátturinn neikvætt vægi en
vöðvaþátturinn og fallþungi já-
kvætt. Við gerð kynbótaeinkunn-
arinnar var notuð svokölluð höf-
uðþáttagreining og má heita að
hafí þá verið ný af nálinni í búljár-
erfðafræði. Niðurstöðumar sýndu
að innan hjarðarinnar á Hesti væri
að finna þrjár arfgerðir með mis-
munandi hæfni til vefjavaxtar. I
fyrsta lagi snemmþroska fé, þ.e.
þær skepnur sem era fljótari að ná
því þroskastigi þegar skriður til
fitusöfnunar er meiri en til vöðva-
söfnunar, andstætt seinþroska fé,
og einkennast af stuttum og til-
tölulega mjóum legg, þ.e. lágfætt
fé með ríka eiginleika til fítu-
söfnunar. I öðra lagi, seinþroska
fé sem einkennist af löngum og
fremur sveram leggjum, þ.e. háf-
ætt fé sem fitnar seint á vaxtar-
skeiðinu, og í þriðja lagi tiltölu-
lega seinþroska fé með stuttum
leggjum en sveram, þ.e. lágfætt fé
með litla fítusöfnunareiginleika.
Augljóst var að síðastnefnda arf-
gerðin hentaði því kynbótamark-
miði, sem sett var til að mæta
kröfum um fituminna og vöðva-
nreira dilkakjöt.
Fyrsti hrúturinn sem sameinaði
þessa kosti og endurspeglaði
þessa arfgerð kom fram í
afkvæmarannsóknunum 1984, en
það var hrúturinn Strammi 83-
833. Yfirburðir afkvæma hans í
vaxtarlagi og lítilli fitusöfnun og
mikilli vöðvasöfnun yfír afkvæmi
annarra hrúta í rannsókninni vora
18 - Freyr 6/2004