Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 10

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 10
Niðurstöður úr skýrsluhaldi fiárræktarfélaganna árið 2003 r Arið 2003 var ár mikilla breytinga í skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar í landinu. Þessar breytingar eiga að talsverðum hluta grunn sinn í því að gæðastýring í sauðfjár- ræktinni tók gildi árið 2004 og margir íjárbændur tóku þá já- kvæðu og sjálfsögðu ákvörðun að koma til þátttöku í skýrslu- haldinu strax á árinu 2003. Samkvæmt gæðastýringar- ákvæðum þá ber þeim sem eru í skýrsluhaldi að skila skýrslum undangengis árs til uppgjörs fyrir 1. mars. Þetta ákvæði hafði þær jákvæðu afleiðingar að nær allt skýrsluhald bænda frá haustinu 2003 var komið til upp- gjörs hjá BÍ á þessum tíma. Þetta leiddi af sér að í sumar var hægt að vinna lokauppgjör skýrsluhaldsins vitandi að nær ekkert væri ókomið af skýrslum frá haustinu 2003 til uppgjörs. Svona góð staða hefur ekki verið í þessum efnum í sambandi við skýrsluhafdið í um tvo áratugi. Þær breytingar sem fjallað er um hér að framan leiddu til meiri aukningar í skýrsluhaldinu á milli ára en nokkur dæmi eru um fyrr eða síðar. í töflu 1 eru á hliðstæðan hátt og áður birtar helstu fjölda- og með- altalstölur fyrir einstök Qárræktar- félög. Að þessu sinni eru í upp- gjöri 135 félög, sem er tveimur fleira en var í birtu skýrsluupp- gjöri fyrir árið 2002. Breytingam- ar em þær að skýrsla kemur nú frá því eina búi sem skilar skýrslu undir nafni Sf. Gils, en hún hafði ekki borist árið áður þegar upp- gjör var birt. Þá koma skýrslur úr nýju félagi, Sf. Engihlíðarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu. Það ber einnig að taka fram að örfá bú em utan skráðra fjárræktarfélaga. Niðurstöður fyrir slík bú koma hvergi fram opinberlega sem upp- lýsingar fyrir einstök bú. Hins vegar telja tölulegar niðurstöður frá þessum búum með í fjölda- og meðaltalstölum fyrir viðkomandi sýslur og landsmeðaltalstölum. Þannig mundu menn finna, ef þeir tækju sig til, að í landsyfírliti koma fram fleiri skýrsluhaldarar og ær en fæst með einfaldri sam- lagningu fyrir félögin í töflunni. Allar svigatölur sem birtar em í greininni em tilsvarandi tölur úr uppgjörinu fyrir árið 2002 sem birtar em til að auðvelda lesend- um samanburð á niðurstöðum á milli ára. Mikil fjölgun SKÝRSLUHALDARA í uppgjöri fyrir fullorðnu æmar vom upplýsingar frá 1232 (1093) skýrsluhöldurum. Þeim hefúr því á einu ári fjölgað um 139 eða 12,7% sem að sjálfsögðu er langmesta fjölgun skýrsluhaldara sem dæmi eru um nokkm sinni. Fullorðnar ær í uppgjörinu em samtals 233.868 (203.883) og þær veturgömlu 45.841 (42.538). Skýrslufærðar em því samtals 279.709 (246.421) ær og hefur þeim fjölgað um 13,5% á milli ára sem er eins og áður segir mesta aukning nokkm sinni í fimm áratuga starfi fjárrækt- arfélaga í landinu. Þegar þessar töl- ur em skoðaðar ögn nánar kemur í ljós að fúllorðnu ánum fjölgar um 14,7% á milli ára en þeim vetur- gömlu um 7,8%. Það hafði áður komið fram að mikill ásetningur var haustið 2001 en þær ær koma nú í hóp fúllorðnu ánna um leið og bændur hafa greinilega ekki verið stórtækir í grisjun í ærstofninum haustið 2002, en hafa í þess stað fremur dregið úr ásetningi frá því sem var árið áður. Vandhöld hjá fúllorðnu ánum frá haustnóttum til sauðburðar em samtals 2.416 (2.297) æreða 1,0%, sem er því hlutfallslega ívíð minni en árið áður. Veturgömlu æmar sem hverfa á þessu tímabili em 263 (228) eða tæp 0,6%. Mögulegt er að með dreifðari sláturtíma séu orðin dæmi þess að geldum geml- ingum sé slátrað síðla vetrar og þeir lendi í þessari tölu. Allar meðaltals- tölur um afúrðir ánna em að sjálf- sögðu eins og ætíð hefúr verið byggðar á þeim fjölda áa sem lif- andi em i byijun sauðburðar. Fjárflestu SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN Með vemlegri aukningu á fjölda skýrslufærðra áa, án þess að ný svæði bætist við, vegna þess að fjárræktarfélög eru þegar starfandi í öllum sveitum á landinu þar sem fjárbúskapur er stundaður, eru eðlilegt starfandi sem hafa um- fangsmikla starfsemi metið á 110 - Freyr 6/2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.