Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2004, Side 14

Freyr - 01.09.2004, Side 14
Þátttaka 2003 100 r — --- Mynd 1. Hlutfallsleg þátfíaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum árið 2003. grunni íjölda skýrslufærðra áa. Þannig voru samtals 29 félög þar sem voru fleiri en 3.000 skýrslu- færðar ær árið 2003. Stærsta félag- ið, mælt á þennan hátt, er líkt og árið áður Sf. Sveinsstaðahrepps með 7.665 skýrslufærðar ær, en Sf. Öxfirðinga, sem þama hafði toppað um áratuga skeið er í öðm sæti með 7.001 á skýrslufærða og hefur því tapað toppsætinu þó að skýrslufærðum ám íjölgi þar eins og víða. Önnur félög sem ná 4.000 áa markinu em: Sf. Þistill með 5.742 ær, Sf. Jökull á Jökuldal með 5.557 ær, Sf. Vopnfírðinga með 5.347 ær, Sf. Svínavatns- hrepps með 5.329 ær, Sf. Stafholt- stungna með 5.277 ær, Sf. Stefnir í Bæjarhreppi með 5.263 ær, Sf. Vestur-Isfirðinga með 5.228 ær, Sf. Reykhólasveitar með 5.125 ær, Sf. Kolbeinsstaðahrepps með 5.060 ær, Sf. Logi í Miðdölum með 4.986 ær, Sf. Von í Laxárdal með 4.580 ær, Sf. Ytri-Torfustaða- hrepps með 4.240 ær, Sf. Staðar- hrepps í Hrútafirði með 4.202 ær, Sf. Skaftártunguhrepps með 4.104 ær og Sf. Akrahrepps þar sem 4.038 ær vom skýrslufærðar. Þegar þessi listi um stærstu fé- lögin em skoðaðar má ef til vill greina ákveðnar breytingar á fjár- búskapnum í landinu. I hópi fé- laganna með yfir 3.000 ær er nú aðeins orðið eitt félaganna á Suð- urlandi og úr Austur-Skaftafells- sýslu en fyrir rúmum áratug vom það einmitt mörg félög af þessu svæði sem skipuðu lista um stærstu félögin í landinu. Af framanskráðu er ljóst að hlutfallsleg þátttaka bænda í þessu starfí hefúr aldrei verið jafn mikil og nú. Eins og margir lesendur þekkja hefur þetta um langt árabil verið mælt með því ð bera saman Qölda af ásettum ám haustið áður og fúllorðnar skýrslufærðar ær á hverju svæði. Þannig metið var þátttakan árið 2003 62,2% (53,9%). Lætur nærri að hlutfalls- leg þátttaka hafí aukist um nær helming á einum áratug sem verð- ur að teljast mikil og jákvæð þró- un. Mynd 1 sýnir hlutfallslega þátttöku eftir hémðum árið 2003 á sama hátt og birt hefur verið und- anfarin ár. Engar stökkbreytinagar verða á þessu á milli ára. Eins og áður er þessi starfsemi öflugust í Þingeyjarsýslunum, sérstaklega norðursýslunni, fylgt eftir af gam- algrónum svæðum, Snæfellsnesi og Austur-Skaftafellssýslu. Þá er starfíð mjög víðtækt í Stranda- sýslu og Vestur-Húnavatnssýslu. Aukningin er að vonum hins veg- ar mest á svæðum þar sem þátt- taka var talsvert brotakennd áður. Þar em Borgarfjarðarsýsla, Aust- ur-Húnavatnssýsla og Múlasýsl- umar báðar í stórsókn. Þungi ánna að hausti og vori Sú þróun undangenginna ára að sífellt lægra hlutfall skýrslufærðra áa hefúr skráðar upplýsingar um þunga að hausti og vori heldur áffam. I umfjöllun síðustu ára hef- ur verið vikið að því að fúll ástæða sé til að velta fýrir sér hvort þetta sé að öllu leyti æskileg þróun. Ljóst er hins vegar að þessi upp- lýsingasöfnun þjónar tæpast til- gangi nema þær séu notaðar í sam- bandi við að stýra fóðmn og með- ferð ánna á búinu. Vel er mögulegt að tilfinning bænda fyrir því hvemig æmar fóðrast sé til það góð að þeir telji óþarfa að styðjast við jafn “gamaldags” vegvísi og þungabreytingar ánna. Hvað sem því líður er samt um að ræða þann fjölda áa sem hefúr þessar upplýs- ingar að þær veita góða mynd af þróun í vænleika ánna frá ári til árs. Æmar sem hafa þungaupplýs- ingar bæði að hausti og vori vom 65,7 kg (65,2) að jafnaði haustið 2002 og þyngdust að meðaltali um 10,2 kg (11,0) yfír veturinn. Æm- ar hafa því verið ívið vænni haust- ið 2002 en árið áður en vorið 2003 hefúr þungi þeirra verið nánast hinn sami og vorið áður. I einstök- um félögum em æmar vænstar haustið 2002 í Sf. Norðfjarðar, 77,5 kg að meðaltali, en þar er ekki um að ræða mikinn ærfjölda, en í Sf. Austra í Mývatnssveit vom æmar að jafnaði 74,5 kg. Full ástæða er til að velta fyrir sér hvort meiri vænleiki en þetta sé æskileg- ur hjá fúllorðnu fé í sauðfjárfram- leiðslu hér á landi. Frjósemi ánna A allra síðustu áram hafa sára- litlar breytingar orðið á frjósemi ánna í fjárræktarfélögunum og 114 - Freyr 6/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.