Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Síða 16

Freyr - 01.09.2004, Síða 16
Dilkakjöt eftir hverja á 2003 Mynd 4. Reiknað magn ditkakjöts eftir hverja fullorðna á á skýrslu haustið 2003. þar sem fremur fáar ær eru skýrslufærðar eru fædd fleiri en tvö lömb að jafnaði eftir ána, flest í Sf. Frey í Eyjafjarðarsveit, Sf. Svalbarðsstrandarhrepps og Sf. Norðfjarða, þar sem fæðast 2,03 lömb að jafnaði efir ána í öllum þessum félögum, og í Sf. Hrafna- gilshrepps 2,01. í félögum, þar sem verulegur ærijöldi er skýrslu- færður, er frjósemin mest í Sf. Mý- vetninga með 1,96 lömb fædd að jafnaði eftir ána en af þeim fást 1,79 til nytja að meðaltali. í Sf. Kirkjuhvammshrepps eru fædd 1,94 lömb að jafnaði og lamba- höld eru þar verulega betri en hjá mývetnsku ánum því að 1,83 lömb fást á Vatnsnesinu að meðaltali til nytja eftir hverja á. í nokkrum fleiri ærmörgum félögum eru fædd 1,90 lömb eða fleiri eftir ána. Tafla 3 sýnir hlutfall af marg- lembum eftir héruðum vorið 2003. Um margt er myndin lík og áður. Vorið 2003 er hlutfall þess- ara áa hæst í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu eða 7,2% í hvorri sýslu. Eins og tafla 1 sýnir eru all- mörg íjárræktarfélög þar sem yfir 10% ánna eiga þrjú lömb eða fleiri vorið 2003 og eins og liggur í hlutarins eðli er þetta hlutfall hæst í þeim sömu félögum og hér að frama eru talin með hæsta meðalfrjósemi. Afurðir Góð frjósemi verður ætíð lykil- atriði að því að menn geti stundað arðvænlega sauðfjárrækt. Sá mælikvarði, sem ákaflega lengi hefur vegið þungt í slíkri umræðu hér á landi, er framleiðslumagn eftir hverja vetrarfóðraða kind og hefð fyrir því að mæla það í magni dilkakjöts eftir hverja á. Þessi stærð er margfeldi af meðal- frjósemi ánna og meðalfallþunga lambanna undan þeim. Með breytingum á markaðskröfum og framleiðsluháttum er þetta aug- ljóslega ekki lengur jafn góður mælikvarði og áður var vegna þess að framleiðsluverðmætin eru ekki lengur í beinu hlutfalli við framleiðslumagnið. Gæði fram- leiðslunnar og hvenær hún kemur á markað hafa sifellt meiri áhrif. Ljóst er að besti mælikvarðinn fyrir slíkan samanburð eru fram- leiðsluverðmæti eftir hverja kind og vonandi verður mögulegt í nýj- um skýrsluhaldskerfum í sauð- fjárræktinni að miðla niðurstöð- unum einnig á þann hátt. Haustið 2003 var vænleiki dilka víðast um land í góðum meðallagi og þaðan af betri þannig að fyrir ijárræktarfélögin í landinu í heild var útkoman einhver sú besta sem nokkru sinni hefúr verið. Reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja tví- lembu haustið 2003 var 31,8 kg (31,3) og einlemban skilaði að jafn- aði 17,7 kg ( 17,6). Eftir hverja á sem skilaði lambi að hausti var reiknað kjötmagn 28,6 kg (28,1) og eftir hveija á sem var lifandi á sauðburði fengust að meðaltali 26,7 kg (26,2). Samanburður við svigatölumar frá árinu áður sýnir að afúrðasemin var snöggtum meiri haustið 2003 en haustið áður og Magn dilkakjöts eftir hverja veturgamla á haustið 2003 Mynd 5. Reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja veturgamla á eftir héruðum haustið 2003. 116 - Freyr 6/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.