Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 16

Freyr - 01.09.2004, Qupperneq 16
Dilkakjöt eftir hverja á 2003 Mynd 4. Reiknað magn ditkakjöts eftir hverja fullorðna á á skýrslu haustið 2003. þar sem fremur fáar ær eru skýrslufærðar eru fædd fleiri en tvö lömb að jafnaði eftir ána, flest í Sf. Frey í Eyjafjarðarsveit, Sf. Svalbarðsstrandarhrepps og Sf. Norðfjarða, þar sem fæðast 2,03 lömb að jafnaði efir ána í öllum þessum félögum, og í Sf. Hrafna- gilshrepps 2,01. í félögum, þar sem verulegur ærijöldi er skýrslu- færður, er frjósemin mest í Sf. Mý- vetninga með 1,96 lömb fædd að jafnaði eftir ána en af þeim fást 1,79 til nytja að meðaltali. í Sf. Kirkjuhvammshrepps eru fædd 1,94 lömb að jafnaði og lamba- höld eru þar verulega betri en hjá mývetnsku ánum því að 1,83 lömb fást á Vatnsnesinu að meðaltali til nytja eftir hverja á. í nokkrum fleiri ærmörgum félögum eru fædd 1,90 lömb eða fleiri eftir ána. Tafla 3 sýnir hlutfall af marg- lembum eftir héruðum vorið 2003. Um margt er myndin lík og áður. Vorið 2003 er hlutfall þess- ara áa hæst í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu eða 7,2% í hvorri sýslu. Eins og tafla 1 sýnir eru all- mörg íjárræktarfélög þar sem yfir 10% ánna eiga þrjú lömb eða fleiri vorið 2003 og eins og liggur í hlutarins eðli er þetta hlutfall hæst í þeim sömu félögum og hér að frama eru talin með hæsta meðalfrjósemi. Afurðir Góð frjósemi verður ætíð lykil- atriði að því að menn geti stundað arðvænlega sauðfjárrækt. Sá mælikvarði, sem ákaflega lengi hefur vegið þungt í slíkri umræðu hér á landi, er framleiðslumagn eftir hverja vetrarfóðraða kind og hefð fyrir því að mæla það í magni dilkakjöts eftir hverja á. Þessi stærð er margfeldi af meðal- frjósemi ánna og meðalfallþunga lambanna undan þeim. Með breytingum á markaðskröfum og framleiðsluháttum er þetta aug- ljóslega ekki lengur jafn góður mælikvarði og áður var vegna þess að framleiðsluverðmætin eru ekki lengur í beinu hlutfalli við framleiðslumagnið. Gæði fram- leiðslunnar og hvenær hún kemur á markað hafa sifellt meiri áhrif. Ljóst er að besti mælikvarðinn fyrir slíkan samanburð eru fram- leiðsluverðmæti eftir hverja kind og vonandi verður mögulegt í nýj- um skýrsluhaldskerfum í sauð- fjárræktinni að miðla niðurstöð- unum einnig á þann hátt. Haustið 2003 var vænleiki dilka víðast um land í góðum meðallagi og þaðan af betri þannig að fyrir ijárræktarfélögin í landinu í heild var útkoman einhver sú besta sem nokkru sinni hefúr verið. Reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja tví- lembu haustið 2003 var 31,8 kg (31,3) og einlemban skilaði að jafn- aði 17,7 kg ( 17,6). Eftir hverja á sem skilaði lambi að hausti var reiknað kjötmagn 28,6 kg (28,1) og eftir hveija á sem var lifandi á sauðburði fengust að meðaltali 26,7 kg (26,2). Samanburður við svigatölumar frá árinu áður sýnir að afúrðasemin var snöggtum meiri haustið 2003 en haustið áður og Magn dilkakjöts eftir hverja veturgamla á haustið 2003 Mynd 5. Reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja veturgamla á eftir héruðum haustið 2003. 116 - Freyr 6/2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.