Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2004, Side 31

Freyr - 01.09.2004, Side 31
Nokkrar niðurslðður úr kiöt- mati hjá sláturlömbum úr fjár- ræktarfélögunum árið 2003 rá því að kjötmati sauð- fjár var breytt hér á landi haustið 1998 hefur verið venja að gera grein fyrir nokkrum af þeim niðurstöðum um kjötmatið sem lesa má úr skýrslum fjárræktarfélaganna á hverju ári í sér grein hér í sauðfjárblaði Freys. Þessi grein er slík umfjöllun um niðurstöð- urnar frá árinu 2003. Astæðan fyrir því að fjalla sér- staklega um þennan hátt má segja að sé tvíþætt. I ræktunarstarfmu hefur áhersla á kjötgæðaþætti, sem kjötmatinu er ætlað að vera viss mælikvarði um, verið mikil á síðari árum. Með EUROP kjöt- matinu sem verið hefur í notkun frá 1998 kom kjötmat sem veitir í þessum efnum margar mikilsverð- ar upplýsingar. I upphafi er rétt að gera grein fyrir þeirri tölulegu framsetningu á niðurstöðunum úr kjötmatinu sem fram kemur í töflunum hér með greininni. Fitumatinu er breytt þannig að fítuflokkur 1 fær tölugildið 2 í öllum þeim útreikn- ingum sem hér eru birtir, fitu- flokkur 2 hefur tölugildið 5, fítu- flokkur 3 tölugildið 8, fítuflokkur 3+ tölugildið 9, fítuflokkur 4 fær tölugildið 11 og fituflokkur 5 hef- ur gildið 14. Tvö síðustu haust hefur auk þess í sumum útflutn- ingssláturhúsunum verið flokkað í fítuflokk 3- og þar sem hann kem- ur fram hefur hann tölugildi 7 í út- reikningum. Matinu fyrir gerð er á hliðstæðan hátt breytt í tölugildi. P flokkur hefur gildið 2, O flokk- urinn tölugildið 5, R flokkur tölu- gildið 8, U flokkur tölugildi 11 og E flokkur tölugildið 14. Tafla 1 gefur yfírlit um meðal- talstölur úr kjötmatinu eftir héruð- um árið 2003 og þar kemur einnig fram hlutfallstala á milli mats fyr- ir gerð og fítu sem nokkuð hefur verið notuð til að leggja mat á mun í kjötgæðum á milli svæða og búa. Rétt er að minna á það að haustið 2003 urðu miklar breyt- ingar á umhverfí slátrunar. Slátur- húsum fækkaði umtalsvert og mikil tilfærsla varð á slátrun á sumum landsvæðum milli hús- anna. Það er nokkuð greinilegt að áhrif af þessum breytingum verða vel greind í niðurstöðunum sem fram koma í töflu 1 eins og bent verður á hér á eftir. Það er í reynd brýning um það að enn vantar talsvert á að æskilegt samræmi hafi náðst í framkvæmd kjötmats- ins á milli sláturhúsanna þó að verulega mikið hafí þegar unnist í þeim efnum. Taflan sýnir að meðaltal úr mati fyrir gerð reynist 7,80 sem er verulega hærra en verið hefur nokkru sinni áður og hlýtur að teljast jákvæð þróun. Einhver hluti þeirrar breytingar, miðað við fyrra ár, verður rakinn til meiri vænleika dilka haustið 2003 víða um land en árið áður. Um leið er á það minnt eins og hér kemur skýrt fram í öðrum greinum í blaðinu að bændur hafa verið á allra síðustu árum að nýta sér niðurstöður kjöt- matsins í öflugu ræktunarstarfí víða um land sem þegar hefur ótvírætt skilað umtalsverðum ár- angri sem m.a. mælist í hluta af þeim breytingum sem lesa má í töflu 1. Um leið þá hefur niður- staðan fyrir fítumatið þróast örlít- ið á neikvæðan veg. Þar er meðal- talið 6,98 eða 0,2 hærra en haust- ið áður. Það er að vísu fyllilega eðlilegt að með auknum fallþunga verða lömbin feitari. Um leið er ljóst að því miður hefur ræktunar- starf á grundvelli kjötmatsins á síðustu árum ekki beinst að sama þunga að fitumatinu eins og mati fyrir gerð og því hefur þar ekki náðst hliðstæður árangur. Þessar niðurstöður eiga aðeins að vera bændum hvatning um það að á næstu árum þarf að beina ræktun- arstarfinu af enn meiri þunga að því að minnka fitusöfnun hjá ís- lensku sauðfé. Reynslan hefur sýnt að það er ákaflega vel fram- kvæmanlegt og fitumatið er m.a. mjög gott hjálpartæki í því starfí, ef það er notað á réttan hátt. Þeg- ar litið er á hlutfallið á milli mats fyrir gerð og fítu reynist það 112 eða hagstæðara en nokkru sinni áður þannig að ljóst er að í heild- Freyr 6/2004 - 31 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.