Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2004, Síða 55

Freyr - 01.09.2004, Síða 55
dóm þó að þær, ef til vill aðallega vegna þess að þær eru fæddar að- eins utan hefðbundins sauðburðar- tíma hafi fæðst sem einlembingar. Forval til ásetnings STRAX AÐ VORI Margir gera ákveðið forval til ásetnings strax að vori og merkja eða marka möguleg ásetnings- lömb með tilliti til þess. Slík hag- ræðing er sjálfsögð og eðlileg en þess þarf að gæta að hún útloki ekki frá vali ásetningslamba verð- ug lömb í slíkan hóp. A sumum búum, þar sem unnið er á þennan hátt, hef ég grun um að slíkt forval bitni á stundum um of á lömbun- um undan yngri ánum sem eru gullegg búsins eins og síðar verð- ur vikið að. I raun er miklu eðli- legra í þessu sambandi að vinna út frá þeirri verklagsreglu að merkja strax að vori við þau lömb sem vegna galla hjá mæðrum eða af öðrum ástæðum, sem fram hafa komið, eiga alls ekki að koma til álita sem ásetningslömb. Kjöraðstæður eru að sjálfsögðu að geta unnið val ásetningslamba úr öllum lambahópnum á búinu. Þannig fæst samanburður allra einstaklinganna við sömu aðstæð- ur. I mörgum tilfellum er þetta ekki mögulegt og þróun í sauð- fjárræktinni, með sífellt dreifðari sláturtíma, leiðir af sér að þessu verður ekki við komið. Við slíkar aðstæður, þegar valið þarf að fara fram í lotum eða þrepum, er hins vegar nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir hve stór hluti ásetningslambanna eigi að eðli- legu að koma úr viðkomandi hópi. Ef það er ekki gert þá tapast fljótt umtalsverðir úrvalsmöguleikar. I þessu samhengi er rétt að víkja að einu atriði. Eg hef hvatt menn til að vanda val ásetningshrútanna eftir föngum. Stór hópur bænda nýtir sér ómsjármælingar í þessu sambandi og niðurstöður þeirra hafa að réttu lagi víða mjög mikið vægi í endanlegu vali. Reynslan hefur sýnt að þegar nokkuð líður á haustið koma fram á mörgum bú- um á örfáum dögum feikilega miklar breytingar í mælingum á þykkt bakvöðvans, sérstaklega hjá hrútlömbunum. Samanburður á lömbum, sem verið er að mæla í hópum fyrir og eftir slikar breyt- ingar, getur því á stundum orðið mjög villandi. Eg tel fulla ástæðu til að hvetja bændur til að reyna að vinna hrútavalið snemma að haustinu meðan öll lömb eru í sín- um eðlilegu sumarholdum. Hrútlömb til ásetnings ÚR HÓPI SÆÐINGARLAMBA Við val ásetningshrútanna er það mikið atriði að hópurinn, sem valinu er beint að í byrjun, sé hafður nægjanlega stór og tryggt sé að þar sé að finna öll hrútlömb á búinu sem þar eiga að vera með. Það er vitað að ákaflega stór hluti þeirra hrútlamba, sem hafnar í hópi ásetningslambanna á hverju hausti, er tilkominn við sæðingar. Þetta er í raun eðlilegt ef á stöðv- unum er á hverjum tíma að finna blómann úr hrútastofninum í land- inu. A of mörgum búum er þetta hins vegar alltof lítill hluti hrút- lambanna þar sem ef til vill eru aðeins til 4-8 slík lömb að velja á milli. Við slíkar aðstæður verða í reynd nánast engir úrvalsmögu- leikar hjá þessum lömbum fyrir þá þætti sem verið er að meta hjá lömbunum sjálfum. Það er ótrú- lega mikill munur á þeim úrvals- möguleikum sem verið er að nýta á slíkum búum eða hinum þar sem farið er að nýta sæðingar í nokkru umfangi og til eru nokkrir tugir hrútlamba úr sæðingum að velja á milli. Þetta atriði sýnist mér mjög glöggt vera að mynda víða á síðustu árum mjög mikinn mun í ræktunarárangri á milli búa. Það verður aldrei lögð of mikil áhersla á það að eitt öflugasta hjálpartækið við líflambavalið er ijárvogin. Besta forvalið er ætíð, líkt og stór hluti bænda gerir, að byrja á að vigta lömbin og þannig að fjarlægja úr hópnum strax þau lömb sem valda vonbrigðum um þunga, þ.e. vigta ekki í samræmi við stærð. Undantekningalítið eiga þau ekkert erindi í frekari skoðun í tengslum við líflamba- valið. Upplýsingar um þunga eru einnig nauðsynlegar til að meta á réttan hátt ómsjármælingar þar sem þær eru notaðar við valið. Mælingar eru háðar þroska lamb- anna og þungi þeirra er besti og nærtækasti mælikvarðinn þar um. Val fyrir frjósemi byggir Á ÆTTERNISLIPPLÝSINGUM Fyrir ýmsa mikilvæga eiginleika er ekki hægt að byggja á mati á einstaklingnum sjálfum, heldur þarf að byggja á ættemisupplýs- ingum. Þetta á t.d. við um einn allra mikilvægasta eiginleikann í ræktunarstarfínu, frjósemina. í þessu sambandi má benda á ætt- emisspá sem er að finna í lamba- bókum hjá þeim sem hafa hana undir höndum. Þar er gerð tilraun til að draga saman í eina tölu ætt- emisupplýsingar um frjósemi ann- ars vegar og hins vegar mjólkur- lagni (afurðastig). Nokkur almenn atriði í sambandi við notkun á ætt- emisupplýsingum má rifja upp. Val eftir ættemi verður ætíð ffemur ónákvæmt. Samt em þessar upplýsingar til viðbótar feikilega misnákvæmar íyrir einstaklinga í hjörðinni. Með þeim breytingum, sem víðast hafa orðið í hrútanotkun á síðustu ámm þar sem uppistaða hrútastofnsins em veturgamlir eða tvævetrir hrútar, fylgir að ættemis- upplýsingar fyrir þessa hrúta fyrir eiginleika eins og fijósemi dætr- anna em yfírleitt hverfandi litlar. Framhald á bls. 63 Freyr 6/2004 - 55 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.